Dýpkunarkostnaður Landeyjahafnar bókfærður sem fjárfesting hjá Vegagerðinni

Búið að verja meira fé í að dæla sandi úr Landeyjahöfn en kostaði að byggja hana og er dýpkunarkostnaður á árunum 2011-2020 fjórfaldur miðað við upphaflegar áætlanir. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að Vegagerðin bókfæri dýpkunarkostnað sem fjárfestingu.

Herjólfur leggst að bryggju í Landeyjahöfn. Vegagerðin segir dýpkunarþörf hafa stórminnkað með nýju skipi, en Ríkisendurskoðun bendir á að kostnaðurinn sé enn langt umfram áætlanir eftir að nýja skipið hóf siglingar.
Herjólfur leggst að bryggju í Landeyjahöfn. Vegagerðin segir dýpkunarþörf hafa stórminnkað með nýju skipi, en Ríkisendurskoðun bendir á að kostnaðurinn sé enn langt umfram áætlanir eftir að nýja skipið hóf siglingar.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun segir ljóst að allar áætl­anir um rekstur Land­eyja­hafnar hafi verið „mjög van­á­ætl­að­ar“ og gagn­rýnir stofn­unin að kostn­aður vegna dýpkun hafn­ar­innar hafi ekki verið bók­færður sem rekstr­ar­kostn­aður á und­an­förnum árum, eins og eigi að gera.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri stjórn­sýslu­út­tekt um fram­kvæmda- og rekstr­ar­kostnað Land­eyja­hafn­ar, sem kynnt var fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis í morg­un. Rík­is­end­ur­skoðun ákvað að ráð­ast í úttekt­ina af eigin frum­kvæði.

Í úttekt­inni kemur fram að kostn­aður vegna dýpk­unar hafn­ar­innar hafi ekki verið bók­færður sem rekstr­ar­kostn­að­ur, heldur sem fjár­fest­ing­ar­kostn­að­ur, þar sem fjár­veit­ingar til dýpk­un­ar­innar komi af fjár­fest­ing­ar­lið í fjár­lög­um. „Þetta gagn­rýnir Rík­is­end­ur­skoðun og bendir á að kostnað vegna við­halds­dýpk­unar beri að færa sem rekstr­ar­kostnað hafn­ar­inn­ar,“ segir í athuga­semd stofn­un­ar­inn­ar.

Búið er að verja meira fé í að dæla sandi frá og úr Land­eyja­höfn en það kost­aði að byggja höfn­ina á sínum tíma. Stofn­kostn­aður við höfn­ina nam tæpum 3,33 millj­örðum á meðan að 3,66 millj­örðum var varið í að dýpka höfn­ina frá því hún var tekin í notkun og þar til í lok árs 2020.

Kostn­að­ar­samt að þróa dýpk­un­ar­að­ferð­ir, segir Vega­gerðin

Í við­brögðum Vega­gerð­ar­innar við aðfinnslum Rík­is­end­ur­skoð­unar um færslu dýpk­un­ar­kostn­aðar sem fjár­fest­ing­ar­kostn­aðar segir að ljóst sé að frá því að höfnin opn­aði hafi farið mik­ill tími í að þróa dýpk­un­ar­að­ferð sem hentar til þess að við­halda dýpi í höfn­inni.

Auglýsing

„Slíkt er kostn­að­ar­samt og stór hluti af miklum kostn­aði fyrstu árin er rak­inn til þess. Ekk­ert dýpk­un­ar­verk­efni á Íslandi, og þó víðar væri leit­að, er jafn krefj­andi og í Land­eyja­höfn og því var mik­il­vægt að þróa aðferðir sem geta virk­að,“ segir Vega­gerðin einnig.

Mestur varð kostn­að­ur­inn árið 2015, en það ár var gerð til­raun með að dýpka veru­lega mikið framan við hafn­ar­mynn­ið, í von um að sú aðgerð myndi minnka dýpk­un­ar­þörf kom­andi vetr­ar. Sú aðgerð skil­aði ekki árangri og hefur ekki verið reynd aft­ur.

Dýpk­un­ar­kostn­aður enn mjög hár

Í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar er dregið fram að sam­an­lagður kostn­aður við dýpkun Land­eyja­hafnar á árunum 2011-2020 hafi numið hátt í 3,7 millj­örðum króna sem áður seg­ir, en að í áætl­unum Sigl­inga­stofn­unar hafi verið gert ráð fyrir því að kostn­að­ur­inn á þessu tíma­bili yrði um 900 millj­ón­ir, m.v. verð­lag hvers árs. Kostn­aður við dýpkun hafn­ar­innar hafi því verið fjór­faldur miðað við upp­haf­legar áætl­an­ir.

Rétt er að taka fram að for­sendur fyrir bygg­ingu hafn­ar­innar gerðu ráð fyrir því að nýr Herj­ólfur yrði keyptur sam­hliða hafn­ar­fram­kvæmd­um. Það var ekki gert, nýji Herj­ólfur var ekki tek­inn í notkun fyrr en árið 2019 og því var not­ast við skip sem risti dýpra í lengri tíma en lagt var upp með. Aur­burður úr Mark­ar­fljóti vegna jök­ul­hlaupa og eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli setti einni strik í reikn­ing­inn.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Vega­gerðin veitti Rík­is­end­ur­skoðun hefur nýr Herj­ólfur gjör­breytt dýpk­un­ar­þörf hafn­ar­inn­ar. Rík­is­end­ur­skoðun vekur þó eftir sem áður athygli á því í úttekt sinni „að dýpk­un­ar­kostn­aður er enn mjög hár og langt umfram upp­haf­legt mat.“

Nýi Herjólfur á siglingu.

Árleg fram­lög vegna dýpk­unar hafn­ar­innar eru áætluð 334 millj­ónir króna fram til árs­ins 2024, sam­kvæmt sam­göngu­á­ætl­un, af alls 433 millj­ónum sem áætl­aðar eru í árlegan rekstur hafn­ar­innar á næstu árum.

Hefði þurft að vanda betur til verka við kaup á botn­dælu­bún­aði

Fram kemur í skýrsl­unni að Rík­is­end­ur­skoðun telji að Vega­gerðin hefði þurft að „ígrunda bet­ur“ kaup sín á botn­dælu­bún­aði fyrir Land­eyja­höfn og rekur að um umtals­verða fjár­fest­ingu hafi verið að ræða. Bún­að­ur­inn sjálfur kost­aði 100 millj­ónir keyptur til lands­ins en alls fóru 874 millj­ónir í þetta verk sam­kvæmt af fjár­lögum áranna 2019 og 2020.

„Fljót­lega eftir að bún­að­ur­inn kom til lands­ins árið 2020 kom í ljós að afköst hans myndu ekki rétt­læta kostnað við upp­setn­ingu og var því hætt við verkið í miðjum klíð­um. Um var að ræða kostn­að­ar­sama fjár­fest­ingu sem reynd­ist ekki grund­völlur fyr­ir. Þó svo að eitt­hvert gagn sé af fjár­fest­ing­unni og fram­kvæmdum henni tengdum sem nýt­ist til fram­búðar við Land­eyja­höfn beinir Rík­is­end­ur­skoðun því til Vega­gerð­ar­innar að vanda betur und­ir­bún­ing verka sinna í fram­tíð­inn­i,“ segir í athuga­semd Rík­is­end­ur­skoð­unar vegna þessa.

Auglýsing

Vega­gerðin tekur að nokkru leyti undir gagn­rýn­ina og segir að sá hluti verks­ins sem sneri að botn­dælu­bún­aði, „hafi ekki verið nógu vel ígrund­að­ur“. Stofn­unin segir þó að verk­efn­ið, sem fól einnig í sér aðrar breyt­ingar á Land­eyja­höfn hafi verið „mjög mik­il­vægt varð­andi kyrrð innan hafn­ar.“

„Raf­væð­ing skips­ins hefði ekki verið mögu­leg án þess­arar fram­kvæmdar þar sem ekki er hægt að hlaða skipið nema í mik­illi kyrrð. Veglagn­ing út á garðsenda er mikil örygg­is­að­gerð en ef til þess kemur að um óhapp eða slys verði getur skipt sköpum að geta ekið út á garðsendana í björg­un­ar­að­gerð­um. Ekki má gera lítið úr þessum fram­kvæmdum þó svo að hinn hluti verk­efn­is­ins, sem sneri að botn­dælu­bún­aði, hafi ekki verið nógu vel ígrund­að­ur. Vega­gerðin tekur undir það mat Rík­is­end­ur­skoð­un­ar,“ segir í við­brögðum stofn­un­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent