Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að halda áfram að veita Grikklandi lausafjáraðstoð eins og verið hefur undanfarið. Grískir bankar þurfa þessa aðstoð, ekki síst í ljósi þess að bankainnstæður í grískum bönkum hafa hríðfallið undanfarnar vikur og síðustu daga hefur áhlaup verið gert á þá.
Þrátt fyrir þennan mikla þrýsting verður aðstoð seðlabankans ekki aukin heldur henni haldið óbreyttri. Nú velta margir fyrir sér hvort grískir bankar muni yfir höfuð opna í fyrramálið. Karl Whelan, prófessor við University College Dublin, er meðal þeirra sem hefur efasemdir um að allir bankar geti opnað.
Syriza MP Aglaia Kyritsi queuing at Parliament ATM. GREAT JOB GUYSEdit: multiple sources say ATMs inside the Greek Parliament have been resupplied with cash 4 times today. #chebellambientePosted by Luca Riva on Saturday, June 27, 2015
Auglýsing
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem fram kemur að sjóðurinn sé áfram tilbúinn til að aðstoða Grikkland og vinna bæði með Grikkjum og Evrópusambandinu og Seðlabanka Evrópu.
Grískir fjölmiðlar greina frá því að klukkan sex á íslenskum tíma hafi verið boðað til ríkisstjórnarfundar í Grikklandi.
Seint í gærkvöldi samþykkti gríska þingið að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem lánardrottnar þeirra hafa lagt fram, þrátt fyrir að lánardrottnarnir hafi sagt að tillögurnar hafi ekki verið endanlegar. Atkvæðagreiðslan á að fara fram eftir viku, sunnudaginn 5. júlí.
Þá verður núverandi neyðaraðstoðarsamkomulag Grikklands við lánardrottnanna runnið út, og þeir eiga að hafa staðið í skilum á 1,5 milljarði evra í afborgun af láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.