"Ég ætla ekki í framboð"

h_50404371-3.jpg
Auglýsing

Það virðist ekki skipta neinu máli hversu oft Elizabeth Warren segir að hún ætli sér ekki í forsetaframboð í Bandaríkjunum. Hún er samt sem áður spurð um mögulegt forsetaframboð í nánast hverju einasta viðtali sem hún fer í. Hún fór síðast í stórt viðtal hjá The Today Show í morgun þar sem hún var spurð um málið.

„Nei. Ég ætla ekki í framboð og ég mun ekki fara í framboð,“ svaraði hún og fylgdi því eftir með því að segja aftur „Ég ætla ekki í framboð. Ég ætla ekki í framboð.“ Warren sagði að hún væri í frábæru starfi sem öldungardeildarþingmaður í Washington og hún væri að vinna að þeim málefnum sem almenningur í Massachusetts hefði kosið hana til að vinna að. Hér að neðan má sjá viðtalið við Warren í morgun.

Auglýsing

Warren hefur verið talin sá frambjóðandi sem gæti hvað helst veitt Hillary Clinton samkeppni um útnefningu Demókrataflokksins. Þrátt fyrir ítrekanir á ítrekanir ofan um að hún ætli ekki að bjóða sig fram hefur það ekki þaggað niður í fólkinu sem vill fá hana fram. „Ready for Warren“ og „Run Warren Run“ eru tveir hópar sem hafa hvað helst haft sig í frammi í þessu. Stuðningsfólk hennar hefur efasemdir um Clinton og telur hana of hægrisinnaða, of tengda stjórnmálaelítu landsins og of nána Wall Street og auðvaldinu. Warren hefur tjáð sig mikið um misskiptingu auðs og fjármálakerfið og það eru meðal hennar helstu baráttumála.

Enn hefur enginn stór frambjóðandi lýst yfir framboði til útnefningar Demókrataflokksins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None