„Ég mun ekki ná að leysa loftslagsvandann fyrir þessi jól“

Formaður Viðreisnar spurði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á þingi í dag hvað hann ætlaði sjálfur að gera til að tryggja raforkuflutning fyrir jólin.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

For­maður Við­reisn­ar, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, spurði Guð­laug Þór Þórð­ar­son umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hver bæri ábyrgð á ófull­burða flutn­ings­kerfi raf­orku og þeirri stöðu sem blasti við mönnum víða um land í orku­mál­um. Ráð­herr­ann sagði að hann myndi ekki sitja með hendur í skauti þegar kemur að þessum mála­flokki og að Íslend­ingar þyrftu að sjá til þess að það væri ekki ein­ungis raf­orku­ör­yggi hér á landi heldur þyrfti einnig að vera fram­boð af end­ur­nýj­an­legri orku.

Þor­gerður Katrín sagð­ist í upp­hafi fyr­ir­spurnar sinnar vilja ræða við Guð­laug Þór um raf­orku­ör­yggi. „Það er mál sem hefur verið mikið á milli tann­anna á fólki í sam­fé­lag­inu um ára­bil, ekki síst á vakt þess­arar rík­is­stjórnar og þeirrar fyrri. Orku­málin hafa einnig, vel að merkja, verið sér­stak­lega á könnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins síð­ustu níu ár og lítið sem ekk­ert hefur gerst og meira að segja er það þannig að það er eins og óveður og nátt­úru­ham­farir dugi vart til að rík­is­stjórn­inni verði gert rúm­rusk í þessum efn­um.“

Fram kom í máli hennar að henni fynd­ist mikið talað en að lítið væri gert. „Það er ekki boð­legt árið 2021 að heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu hafi ekki greiðan aðgang að raf­orku, að verið sé að mis­muna fólki og fyr­ir­tækjum eftir búsetu eða stað­setn­ingu á land­inu hvað varðar þessa grund­vall­ar­inn­viði. Sterkt flutn­ings­kerfi er for­senda þess, eins og við vit­um, að atvinnu­líf og nýsköpun blóm­stri og blóm­leg byggð fái að þríf­ast um allt land.

Auglýsing

Það var áhuga­vert, fannst mér, að sjá stjórn­ar­liðið vakna til lífs­ins, þessa sömu flokka og hafa borið ábyrgð á flutn­ings­kerf­inu síð­ustu níu ár, vegna skerð­inga á raf­orku til stór­út­gerð­ar­inn­ar. Það er vissu­lega grafal­var­legt mál að stór­fyr­ir­tæk­in, hvar sem þau eru á land­inu, hafi ekki greiðan aðgang að raf­orku. En skerð­ing á raf­orku hefur verið í gangi á Vest­fjörð­um, á Suð­ur­nesjum, í Eyja­firð­inum og víð­ar. Ég hef veru­legar áhyggjur af því að við séum að fá fjögur ár í við­bót af þessu sama gamla, af miklu tali og miklu hjali, en síðan verði lítið gert,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Spurði hún ráð­herr­ann hver skoðun hans væri á þeirri stöðu sem nú væri uppi og því aðgerða­leysi sem ríkt hefði. „Hver er það sem ber ábyrgð á ófull­burða flutn­ings­kerfi og þeirri stöðu sem blasir við mönnum víða um land í orku­mál­u­m?“ spurði hún.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Íslend­ingar „með algjöra sér­stöðu í heim­in­um“

Guð­laugur Þór svar­aði og sagð­ist geta tekið undir margt sem kæmi fram í máli Þor­gerðar Katrín­ar. „Það er bara mjög gott ef þessi mála­flokkur fær athygli vegna þess að hann er afskap­lega mik­il­væg­ur. Hátt­virtur þing­maður vísar til ein­hvers sem okkur finnst vera sjálf­sagt sem er raf­orku­ör­yggi. En hátt­virtur þing­maður rakti það líka að við höfum séð að þar má margt betur fara. Mér finnst hins vegar helst til ósann­gjarnt hjá hátt­virtum þing­manni að tala eins og ekk­ert hafi verið gert í því. Hins vegar liggur alveg fyrir að þetta hefur ekki fengið þá athygli sem það ætti að fá. Ég get alveg lofað hátt­virtum þing­manni því að sá sem hér stendur mun ekki sitja með hendur í skauti þegar kemur að þessum mála­flokki,“ sagði hann.

Fram kom í máli hans að málið sner­ist ekki ein­ungis að því sem okkur fynd­ist vera sjálf­sagt í dag. „Við erum að fara í orku­skipti aft­ur. Þegar við gerðum það hér áður var það afskap­lega far­sælt skref. Lengi vel vorum við — ég veit ekki alveg hvort rétt sé að segja að við höfum verið ein í því, en í það minnsta vorum við með algjöra sér­stöðu í heim­inum þegar kom að því að nota end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa. Ég held að við séum örugg­lega enn þá í fremstu röð. Það liggur alveg fyrir að við höfum sett okkur metn­að­ar­full mark­mið í lofts­lags­mál­um. Við ætlum að vera fremst meðal jafn­ingja og það þýðir bara eitt: Við þurfum að sjá til þess að það sé ekki bara raf­orku­ör­yggi hér heldur þarf auð­vitað að vera fram­boð af end­ur­nýj­an­legri orku. Það segir sig algjör­lega sjálft.“

Hvatti ráð­herr­ann til dáða

Þor­gerður Katrín sagði að hún væri nokkuð ánægð með margt í máli ráð­herr­ans. „Hann við­ur­kenn­ir, og mér finnst það heið­ar­legt, að það hafi verið ákveð­inn skortur á athygli á þessum mál­u­m.“

Hvatti hún ráð­herr­ann til dáða í þessu efni. „Ég hef ekki, frekar en hann, farið um land allt í kjör­dæma­vik­unni á síð­ustu árum og ára­tugum án þess að raf­orku­málin séu til umræðu. Ég hef nefnt Suð­ur­nes­in, Vest­firði og Eyja­fjörð­inn. Auð­vitað er þetta þegar upp er staðið á ábyrgð rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sem nú eru. Þannig er það bara. Þess vegna fagna ég því ef loks­ins á að fara að taka svo­lítið til hend­inni og ég vil hvetja ráð­herr­ann áfram til dáða. Hér verða að vera undir sjálf­bær sjón­ar­mið, græn orka, grænar fjár­fest­ing­ar, flutn­ings­ör­yggi, öryggi fyrir fólkið okk­ar. Þetta er spurn­ing um jöfn tæki­færi og jöfn búsetu­skil­yrð­i,“ sagði hún.

Spurði hún í fram­hald­inu hvað Guð­laugur Þór ætl­aði sjálfur að gera. „Hver verða hans fyrstu skref í emb­ætti til að tryggja að flutn­ings­ör­yggi verði betra þannig að það verði ekk­ert vafa­mál hjá fólk­inu í land­inu hvort jólasteikin fái að vera í ofn­inum án þess að raf­magn slái út á mörgum heim­ilum lands­ins?“

Fagn­aði aðhald­inu

Ráð­herr­ann svar­aði í annað sinn og þakka Þor­gerði Katrínu fyrir brýn­ing­una. „Ég verð hins vegar að upp­lýsa það hér fyrir framan þing og þjóð að ég mun ekki ná að leysa lofts­lags­vand­ann fyrir þessi jól. Það bara liggur fyr­ir. Við erum að stíga gríð­ar­lega stór skref og það er afskap­lega mik­il­vægt að allir séu með­vit­aðir um það. Þetta er græn bylt­ing. Mikið af þessu er þannig, sér­stak­lega þegar kemur að raf­orku­mál­um, að því miður tekur það tíma að und­ir­búa og líka að fram­kvæma, við þekkjum það ég og hátt­virtur þing­mað­ur. Nú er það ekki þannig að maður komi að auðu borði, það er ekki svo.“

Hann sagð­ist hins vegar vona að spurn­ing Þor­gerðar Katrínar vís­aði á það að í þing­sal myndu þau taka umræðu um þessi mál og fagn­aði hann því að hún veitti hon­um, rík­is­stjórn­inni og stjórn­ar­meiri­hlut­anum aðhald í þessu máli. „Það er nokkuð sem ég fagna mjög og ég von­ast til að góð sam­staða verði um það sem við förum í.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent