Inga spyr forsætisráðherra: „Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin?“

Formaður Flokks fólksins segir að desemberuppbót til öryrkja sé bjarnargreiði sem geri ekkert fyrir fátækasta fólkið í landinu. Hún spurði forsætisráðherrann á þingi hvort hún ætlaði að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin.

Inga Sæland
Auglýsing

Inga Sæland for­maður Flokks fólks­ins og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ræddu kjör öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Þing­mað­ur­inn spurði for­sæt­is­ráð­herr­ann meðal ann­ars hvað hún ætl­aði að gera fyrir fátækt fólk núna fyrir jól­in.

Inga sagð­ist í fyr­ir­spurn sinni hafa sem fjög­urra barna móðir og öryrki grátið hér áður fyrr og kviðið jól­unum hvert ein­asta ár – og það í boði sitj­andi rík­is­stjórna hverju sinni. „Heild­ar­end­ur­skoðun á kerf­inu, des­em­ber­upp­bót og tölu­verður halli sem við eigum að vita að er á rík­is­sjóði. Skyldi hafa verið hugsað um þennan halla á rík­is­sjóði þegar hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra steig fram fyrir alþjóð í fjöl­miðlum og sagði að kostn­aður við þennan ráð­herrakapal sem nú hefur verið í gangi í boði rík­is­stjórn­ar­innar myndi senni­lega hlaupa á ein­hverjum hund­ruðum millj­óna.“

Hún sagði enn fremur að þing­menn hefðu fengið fleiri hund­ruð pósta, í unn­vörp­um, frá ótta­slegnum for­eldrum og van­sælum fjöl­skyldum sem væru að biðja um hjálp.

Auglýsing

Beindi Inga sjónum sínum að des­em­ber­upp­bót sem öryrkjar og elli­líf­eyr­is­þegar fengu nú í des­em­ber. „Þegar búið er að leggja inn ríf­lega 30.000 krónur á banka­bók­ina hjá öryrkj­anum og elli­líf­eyr­is­þeg­an­um, sem fær ekk­ert annað en ber­strípaðar almanna­trygg­ing­ar, þá verður ekk­ert eft­ir. Þetta skerðir allt sam­an; heim­il­is­upp­bót­ina, húsa­leigu­bæt­urn­ar, skerðir allt sam­an. Eftir er 0. Er þetta des­em­ber­upp­bót sem ein­hver getur verið stoltur af? Svarið er nei. Þetta er bjarn­ar­greiði sem gerir ekk­ert fyrir fátæk­asta fólkið í land­in­u,“ sagði hún.

Spurði Inga Katrínu hvort hún hefði fengið þetta ákall sam­fé­lags­ins um það að fá „smá jóla­bón­us, skatta- og skerð­ing­ar­lausan, sem raun­veru­lega nýt­ist fjöl­skyld­un­um, sem getur raun­veru­lega sett mat á diskinn, sem lætur raun­veru­lega börnin okkar ekki fara í jóla­kött­inn? Er furða að ég spyrji?

Það hefur ekk­ert að segja fyrir öryrkja og aldr­aða sem eiga ekki fyrir salti í graut­inn þó að það eigi að stokka upp þetta hand­ó­nýta Trygg­inga­stofn­un­ar­kerfi sem löngu er orðið tíma­bært. Það hefur ekk­ert að segja. Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin með því að gefa þeim skatt­frjálsa jóla­upp­bót?“ spurði Inga Katrínu.

Finnst mik­il­vægt að end­ur­skoða kerfið

Katrín svar­aði og þakk­aði Ingu fyrir fyr­ir­spurn­ina. „Hún end­ur­speglar nákvæm­lega það sem ég hef verið að segja. Hér kemur hátt­virtur þing­maður upp og talar um skerð­ingar í kerf­inu og það er nákvæm­lega það sem ég hef verið að tala um hér, að við erum með kerfi þar sem hver við­bót­ar­hækkun skerðir ýmist aðra bóta­flokka eða aðrar tekj­ur.“

Hún spurði Ingu hvort hún væri sam­mála henni um að end­ur­skoða ætti þetta kerfi sem hún tal­aði um í „ein­hverjum háð­ung­ar­tón“.

„Finnst hátt­virtum þing­manni það ekki mik­il­vægt þegar hún stendur hér einmitt og talar um nákvæm­lega það sem er að í kerf­inu, sem eru þessar inn­byrð­is­skerð­ing­ar? Það er auð­vitað nokkuð sem við þurfum að ráð­ast í og hefur verið nákvæm­lega það sem hefur verið for­gangs­at­riði með því sem var gert á síð­asta kjör­tíma­bili, bæði gagn­vart skerð­ingum í atvinnu­tekjum og inn­byrð­is­skerð­ingum bóta­flokka.“

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Katrín benti á að fyrr­nefnd des­em­ber­upp­bót­ina næmi 64.000 krónum fyrir öryrkja sem búa einir en tæki einmitt skerð­ingu vegna þess að kerfið væri þannig upp­byggt.

„Ég ætla ekki að hika við að segja: Já, mér finnst mik­il­vægt að end­ur­skoða þetta kerfi. Það kann vel að vera að hátt­virtur þing­maður sé ósam­mála mér og þá er það bara þannig.“

„Það er algjör­lega verið að leggja mér orð í munn“

Inga kom aftur í pontu og sagð­ist þakka for­sæt­is­ráð­herra fyrir „akkúrat ekk­ert svar“ enda hefði hún ekki búist við miklu. „Ég spurði ein­fald­lega hvort hjálpa ætti þessu fólki núna fyrir jól­in. Og það er algjör­lega verið að leggja mér orð í munn þegar ég tala hér um haldó­nýtt trygg­inga­stofn­un­ar­kerfi ef hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra hefur tekið það þannig inn að mér finn­ist vera allt í lagi með kerfið í heild sinni. Það er alls ekki svo. Ég er ekki að tala um þetta eina pró­sent, þennan aum­ingja­skap sem á að klína á þau sem geri enn gleið­ara kjara­bil núna eftir ára­mót, ég er ekki að tala um það.“

Hún sagð­ist vera að tala um jólin núna. „Ég er að tala um þann tíma. Eftir 12 daga: Aðfanga­dag. Ég er að tala um hvort að fátækt fólk og öryrkjar geti keypt sér eitt­hvað annað en að halda áfram að elda hafra­graut og vera með hrís­grjóna­graut í mat­inn. Ég er að tala um hvort hægt sé að stíga niður á jörð­ina til þeirra hinna sem hafa það bágt og aðeins líta út fyrir eigin vel­ferð og eigin vel­sæld og eigið pen­inga­veski og koma til móts við fólkið okkar sem er að biðja um hjálp nún­a.“

Spurði hún í fram­hald­inu hvað Katrín ætl­aði að gera núna í þessum málum en ekki eftir ára­mót.

Mikil þörf á því að skapa þverpóli­tíska sam­stöðu

Katrín sagð­ist í kjöl­farið fagna því að Inga vildi end­ur­skoða kerfið því að mikil þörf væri á því að reyna einmitt að skapa þverpóli­tíska sam­stöðu um mál­ið.

„Eins og fram kom í máli mínu áðan end­ur­spegl­ast skýr vilji rík­is­stjórn­ar­innar til þess að horfa sér­stak­lega til þessa hóps í því fjár­laga­frum­varpi sem hér er til með­ferð­ar,“ sagði hún og bætti því við að fjár­laga­nefnd væri með frum­varpið til skoð­unar og gæti tekið afstöðu til frek­ari úrbóta á því sviði í þing­legri með­ferð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent