Inga spyr forsætisráðherra: „Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin?“

Formaður Flokks fólksins segir að desemberuppbót til öryrkja sé bjarnargreiði sem geri ekkert fyrir fátækasta fólkið í landinu. Hún spurði forsætisráðherrann á þingi hvort hún ætlaði að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin.

Inga Sæland
Auglýsing

Inga Sæland for­maður Flokks fólks­ins og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ræddu kjör öryrkja og elli­líf­eyr­is­þega í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Þing­mað­ur­inn spurði for­sæt­is­ráð­herr­ann meðal ann­ars hvað hún ætl­aði að gera fyrir fátækt fólk núna fyrir jól­in.

Inga sagð­ist í fyr­ir­spurn sinni hafa sem fjög­urra barna móðir og öryrki grátið hér áður fyrr og kviðið jól­unum hvert ein­asta ár – og það í boði sitj­andi rík­is­stjórna hverju sinni. „Heild­ar­end­ur­skoðun á kerf­inu, des­em­ber­upp­bót og tölu­verður halli sem við eigum að vita að er á rík­is­sjóði. Skyldi hafa verið hugsað um þennan halla á rík­is­sjóði þegar hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra steig fram fyrir alþjóð í fjöl­miðlum og sagði að kostn­aður við þennan ráð­herrakapal sem nú hefur verið í gangi í boði rík­is­stjórn­ar­innar myndi senni­lega hlaupa á ein­hverjum hund­ruðum millj­óna.“

Hún sagði enn fremur að þing­menn hefðu fengið fleiri hund­ruð pósta, í unn­vörp­um, frá ótta­slegnum for­eldrum og van­sælum fjöl­skyldum sem væru að biðja um hjálp.

Auglýsing

Beindi Inga sjónum sínum að des­em­ber­upp­bót sem öryrkjar og elli­líf­eyr­is­þegar fengu nú í des­em­ber. „Þegar búið er að leggja inn ríf­lega 30.000 krónur á banka­bók­ina hjá öryrkj­anum og elli­líf­eyr­is­þeg­an­um, sem fær ekk­ert annað en ber­strípaðar almanna­trygg­ing­ar, þá verður ekk­ert eft­ir. Þetta skerðir allt sam­an; heim­il­is­upp­bót­ina, húsa­leigu­bæt­urn­ar, skerðir allt sam­an. Eftir er 0. Er þetta des­em­ber­upp­bót sem ein­hver getur verið stoltur af? Svarið er nei. Þetta er bjarn­ar­greiði sem gerir ekk­ert fyrir fátæk­asta fólkið í land­in­u,“ sagði hún.

Spurði Inga Katrínu hvort hún hefði fengið þetta ákall sam­fé­lags­ins um það að fá „smá jóla­bón­us, skatta- og skerð­ing­ar­lausan, sem raun­veru­lega nýt­ist fjöl­skyld­un­um, sem getur raun­veru­lega sett mat á diskinn, sem lætur raun­veru­lega börnin okkar ekki fara í jóla­kött­inn? Er furða að ég spyrji?

Það hefur ekk­ert að segja fyrir öryrkja og aldr­aða sem eiga ekki fyrir salti í graut­inn þó að það eigi að stokka upp þetta hand­ó­nýta Trygg­inga­stofn­un­ar­kerfi sem löngu er orðið tíma­bært. Það hefur ekk­ert að segja. Ætlarðu að reyna að hjálpa fátæku fólki fyrir jólin með því að gefa þeim skatt­frjálsa jóla­upp­bót?“ spurði Inga Katrínu.

Finnst mik­il­vægt að end­ur­skoða kerfið

Katrín svar­aði og þakk­aði Ingu fyrir fyr­ir­spurn­ina. „Hún end­ur­speglar nákvæm­lega það sem ég hef verið að segja. Hér kemur hátt­virtur þing­maður upp og talar um skerð­ingar í kerf­inu og það er nákvæm­lega það sem ég hef verið að tala um hér, að við erum með kerfi þar sem hver við­bót­ar­hækkun skerðir ýmist aðra bóta­flokka eða aðrar tekj­ur.“

Hún spurði Ingu hvort hún væri sam­mála henni um að end­ur­skoða ætti þetta kerfi sem hún tal­aði um í „ein­hverjum háð­ung­ar­tón“.

„Finnst hátt­virtum þing­manni það ekki mik­il­vægt þegar hún stendur hér einmitt og talar um nákvæm­lega það sem er að í kerf­inu, sem eru þessar inn­byrð­is­skerð­ing­ar? Það er auð­vitað nokkuð sem við þurfum að ráð­ast í og hefur verið nákvæm­lega það sem hefur verið for­gangs­at­riði með því sem var gert á síð­asta kjör­tíma­bili, bæði gagn­vart skerð­ingum í atvinnu­tekjum og inn­byrð­is­skerð­ingum bóta­flokka.“

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Katrín benti á að fyrr­nefnd des­em­ber­upp­bót­ina næmi 64.000 krónum fyrir öryrkja sem búa einir en tæki einmitt skerð­ingu vegna þess að kerfið væri þannig upp­byggt.

„Ég ætla ekki að hika við að segja: Já, mér finnst mik­il­vægt að end­ur­skoða þetta kerfi. Það kann vel að vera að hátt­virtur þing­maður sé ósam­mála mér og þá er það bara þannig.“

„Það er algjör­lega verið að leggja mér orð í munn“

Inga kom aftur í pontu og sagð­ist þakka for­sæt­is­ráð­herra fyrir „akkúrat ekk­ert svar“ enda hefði hún ekki búist við miklu. „Ég spurði ein­fald­lega hvort hjálpa ætti þessu fólki núna fyrir jól­in. Og það er algjör­lega verið að leggja mér orð í munn þegar ég tala hér um haldó­nýtt trygg­inga­stofn­un­ar­kerfi ef hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra hefur tekið það þannig inn að mér finn­ist vera allt í lagi með kerfið í heild sinni. Það er alls ekki svo. Ég er ekki að tala um þetta eina pró­sent, þennan aum­ingja­skap sem á að klína á þau sem geri enn gleið­ara kjara­bil núna eftir ára­mót, ég er ekki að tala um það.“

Hún sagð­ist vera að tala um jólin núna. „Ég er að tala um þann tíma. Eftir 12 daga: Aðfanga­dag. Ég er að tala um hvort að fátækt fólk og öryrkjar geti keypt sér eitt­hvað annað en að halda áfram að elda hafra­graut og vera með hrís­grjóna­graut í mat­inn. Ég er að tala um hvort hægt sé að stíga niður á jörð­ina til þeirra hinna sem hafa það bágt og aðeins líta út fyrir eigin vel­ferð og eigin vel­sæld og eigið pen­inga­veski og koma til móts við fólkið okkar sem er að biðja um hjálp nún­a.“

Spurði hún í fram­hald­inu hvað Katrín ætl­aði að gera núna í þessum málum en ekki eftir ára­mót.

Mikil þörf á því að skapa þverpóli­tíska sam­stöðu

Katrín sagð­ist í kjöl­farið fagna því að Inga vildi end­ur­skoða kerfið því að mikil þörf væri á því að reyna einmitt að skapa þverpóli­tíska sam­stöðu um mál­ið.

„Eins og fram kom í máli mínu áðan end­ur­spegl­ast skýr vilji rík­is­stjórn­ar­innar til þess að horfa sér­stak­lega til þessa hóps í því fjár­laga­frum­varpi sem hér er til með­ferð­ar,“ sagði hún og bætti því við að fjár­laga­nefnd væri með frum­varpið til skoð­unar og gæti tekið afstöðu til frek­ari úrbóta á því sviði í þing­legri með­ferð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent