Leita lausna svo nota þurfi sem „allra minnst“ af olíu á vertíðinni

Notkun olíu sem varaafl til raforkuframleiðslu gengur þvert á bæði aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sem og aðgerðaráætlun orkustefnu Íslands, segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Auglýsing

Umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra hefur fundað með Lands­virkjun um skerð­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á raf­orku­af­hend­ingu til fiski­mjöls­verk­smiðja og fleiri stórnot­enda. Á næst­unni verða skoð­aðar mögu­legar lausnir í sam­ráði við aðila, svo grípa þurfi sem allra minnst til olíu­notk­unar á loðnu­ver­tíð­inni framund­an.

Þetta var meðal þess sem ráð­herra mála­flokks­ins, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, greindi frá á rík­is­stjórn­ar­fundi um stöðu orku­mála á föstu­dag. Í minn­is­blaði sem lagt var fyrir fund­inn og Guð­laugur fór yfir kom m.a. fram að notkun olíu sem vara­afl til raf­orku­fram­leiðslu gengur þvert á bæði aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum sem og aðgerð­ar­á­ætlun orku­stefnu Íslands. Stefna stjórn­valda hafi verið að draga eftir fremsta megni úr notkun olíu sem vara­aflgjafa hjá fiski­mjöls­fram­leið­endum sem og öðrum raf­orku­not­endum og hefur þró­unin verið í rétta átt und­an­farin ár. Var í minn­is­blað­inu, sem Kjarn­inn fékk afhenta helstu punkta úr, tekið fram að raf­orku­samn­ingar væru á milli orku­sala og kaup­anda og um frjálsa samn­inga á sam­keppn­is­mark­aði að ræða, sem stjórn­völd hafi ekki heim­ildir til að grípa inn í með beinum hætti.

Auglýsing
Á síð­ustu fimmtán árum hefur í ein­staka til­vikum komið til skerð­inga á afhend­ingu raf­orku sem rekja má til óhag­stæðra vatns­ára og mik­illar eft­ir­spurnar umfram fram­boð raf­orku. Í frétta­skýr­ingu sem Kjarn­inn birti nýverið var rýnt í ástæður skerð­inga Lands­virkj­unar nú sem m.a. eiga sér skýr­ingar í bil­unum í vélum virkj­ana og flösku­hálsum í byggða­lín­unni sem flytur orku um land­ið.

Stefna stjórn­valda um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerfis raf­orku liggur m.a. fyrir í þings­á­lyktun þess efn­is. Styður sú stefna, að því er segir í punktum úr minn­is­blaði ráð­herra, við að nýta flutn­ings­kerfið sem best til að hámarka nýt­ingu á þeirri orku sem fer inn á kerfið og hafa sveigj­an­leika til að mæta álags­punkt­um. „Lands­net vinnur sam­kvæmt stefn­unni en stærri fram­kvæmd­ir, m.a. varð­andi flutn­ing á raf­orku á milli lands­hluta, hafa taf­ist vegna ýmissa þátta.“

Skamm­tíma­lausna leitað

Til skamms tíma þarf að mati ráðu­neyt­is­ins að skoða hvaða leiðir eru færar til að mæta núver­andi stöðu á sem bestan hátt. Leitað verður eftir nán­ari upp­lýs­ingum frá Lands­neti varð­andi hvaða úrbætur á flutn­ings­kerfi raf­orku eru í for­gangi til að draga úr flösku­hálsum í kerf­inu, sem standa í vegi fyrir að unnt sé að flytja orku á milli lands­hluta til að mæta tíma­bundnum álags­punktum eins og nú þegar loðnu­ver­tíð stendur sem hæst. Einnig verður leitað eftir nán­ari upp­lýs­ingum frá Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi varð­andi stöðu mála í raf­væð­ingu fiski­mjöl­bræðslna og til hvaða úrbóta sé hægt að grípa til skemmri tíma til að draga eins og kostur er úr notkun olíu sem vara­afl.

Jafn­framt verður leitað eftir nán­ari upp­lýs­ingum frá Lands­virkjun varð­andi áform fyr­ir­tæk­is­ins til skemmri tíma um við­bótar raf­orku­fram­leiðslu.

Þá nefndi ráð­herr­ann á rík­is­stjórn­ar­fund­inum að Orku­stofnun kanni mögu­leika á notkun vist­vænna orku­gjafa sem geti komið í stað jarð­efna­elds­neytis þegar grípa þarf til ann­arra úrræða en raf­orku frá vatns­afli eða jarð­varma­virkj­un­um. Þá séu til fleiri umhverf­is­vænni orku­kost­ir, svo sem varma­dælur sem draga úr raf­orku­notkun til hús­hit­un­ar, líkt og gert hefur verið í Vest­manna­eyj­um.

Kort­leggja nauð­syn­legar umbætur í flutn­ings­kerfi

Í minn­is­blaði Guð­laugs Þórs kom fram að mik­il­vægt væri að gera úttekt á stöðu orku­mála og orku­þörf, m.a. í ljósi þeirra áskor­ana sem nú eru uppi. Orku­stofn­un, Umhverf­is­stofnun og fleiri aðilar þurfi að koma að því verk­efni og fá þurfi fram sem bestar tölu­legar upp­lýs­ingar og grein­ing­ar. Einnig þurfi að skoða og kort­leggja nauð­syn­legar umbætur í flutn­ings­kerf­inu og mögu­leika til að flytja orku á milli lands­hluta til að mæta álags­punktum á ólíkum stöð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent