„Hefst nú sami söngurinn um að endurskoða kerfið“

Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ómanneskjulegt að láta öryrkja bíða árum saman eftir endurskoðun kerfisins. Forsætisráðherra segir að mikilvægasta verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir sé að ná „samstöðu um miklu réttlátara kerfi“.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra ræddu mál­efni öryrkja í fyrsta óund­ir­búna fyr­ir­spurna­tíma nýs þings á Alþingi í gær.

Logi hóf mál sitt á því að vitna í stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra þar sem hún tal­aði um að bæta þyrfti kjör öryrkja. „Við lestur fjár­laga­frum­varps­ins sést þó að það eina hand­fasta sem rík­is­stjórnin hyggst gera er að hækka grunn­bætur öryrkja um 1 pró­sent umfram árlega og lög­bundna hækkun upp á 4,6 pró­sent. Á sama tíma hefur launa­vísi­talan hækkað um 7,6 pró­sent á árinu. Sé auk þess tekið til­lit til verð­bólgu batna kjörin sem sagt ekk­ert og eng­inn raun­veru­legur vilji birt­ist hjá rík­is­stjórn­inni til að jafna þennan órétt,“ sagði hann.

Telur Logi að það sé erfitt að sjá að rík­is­stjórnin hafi ein­hverja afsökun í mál­inu. „Af­koma rík­is­sjóðs varð 120 millj­örðum betri á þessu ári en ótt­ast var en í fjár­laga­frum­varp­inu sést að aðeins 1,3 millj­arðar eru veittir til almenn­ings auka­lega umfram það lög­bundna þrátt fyrir þennan afkomu­bata.“

Auglýsing

Hann spurði því Katrínu hvort hún væri sam­mála honum um það að þessi aukn­ing gerði lítið til að bæta kjör þess­ara tekju­lágu hópa og gerði ekk­ert til að draga úr tekjugliðn­un­inni.

Fyrsta skrefið af mörgum

Katrín svar­aði og benti á að þó að afkoma rík­is­sjóðs væri betri þá gerðu áætl­anir engu að síður ráð fyrir tæp­lega 170 millj­arða króna halla á rekstri rík­is­ins á þessu ári.

„Þessi stað­reynd hefði ein­hvern tím­ann þótt slá­andi, en vegna þess að við höfum tekið þá ákvörðun að við ætlum að vaxa út úr þess­ari kreppu, að við nálg­umst hana af ákveðnu æðru­leysi, þá sjáum við um leið ekki veru­lega aukn­ingu á útgjöldum í þessum fjár­lögum vegna þess að við erum að gefa okkur tíma til að vaxa út úr krepp­unni til auk­innar vel­sæld­ar.“

Hvað varðar örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega þá sagði Katrín að það væri rétt sem Logi benti á að greiðslur til þeirra tækju sér­stakri pró­sentsvið­bót­ar­hækkun umfram 4,6 pró­sent, sem væri þá við­bót­ar­hækkun upp á 800 millj­arða króna. „Á síð­asta kjör­tíma­bili, þó að við ætlum ekki að dvelja við það, vörðum við 4 millj­örðum króna í að bæta kjör örorku­líf­eyr­is­þega og þeim var fyrst og fremst varið í það verk­efni að draga úr skerð­ingum sem hefur verið eðli­legt bar­áttu­mál tals­manna þessa hóps.“

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún sagði að þetta væri ein­ungis fyrsta skrefið af mörgum en mik­il­væg­asta verk­efnið þegar kemur að örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegum væri að end­ur­skoða kerf­ið.

„Því var ekki lokið á síð­asta kjör­tíma­bili. Því verk­efni verðum við að ljúka á þessu kjör­tíma­bili til að gera þetta kerfi rétt­lát­ara og gagn­særra og tryggja afkomu ekki síst þeirra sem höllustum fæti standa, en fram­kalla líka rétta hvata til auk­innar virkni og þátt­töku þeirra sem það geta. Þetta er verk­efnið sem við stöndum frammi fyr­ir. Ég treysti á það að nýr félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra muni eiga gott sam­ráð við Alþingi um þetta verk­efni því að við erum búin að ræða þetta í ótelj­andi skipti hér í þing­sal. Ég er alveg viss um að við getum náð sam­stöðu um þetta mik­il­væga verk­efn­i,“ sagði hún.

Fólk borðar ekki sam­ráð eða býr í því

Logi steig aftur í pontu og sagði: „Hefst nú sami söng­ur­inn um að end­ur­skoða kerf­ið. Auð­vitað er það nauð­syn­legt en það er býsna ómann­eskju­legt að láta fólk bíða árum saman eftir þess­ari end­ur­skoð­un, fólkið borðar ekki þetta sam­ráð og býr ekki heldur í því.“

Hann sagð­ist jafn­framt ekki hafa haldið því fram að staðan á rík­is­sjóði væri góð. „Ég er miklu frekar að spyrja: Er hún nógu slæm til að skilja þessa hópa enn og aftur eft­ir? Þess vegna hlýt ég bara að end­ur­taka spurn­ing­una til hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra: Er hún sam­mála mér um að þessi aukn­ing geri lítið sem ekk­ert til að bæta kjörin og er hún sam­mála mér um að kjaragliðnun muni halda áfram? Já eða nei,“ spurði hann.

Hefur trú á að Alþingi tak­ist að ná sam­stöðu um rétt­látt kerfi

Katrín sagði í kjöl­farið að verið væri að leggja aukna fjár­muni til þess verk­efnis að bæta kjör örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega.

„Eins og kom skýrt fram í fyrra svari mínu er það ein­ungis fyrsta skrefið af fleirum og eins og kom skýrt fram: Já, sami söngur en það er vegna þess að verk­efnið hefur ekk­ert farið frá okkur og við megum ekki gef­ast upp á því verk­efni að gera þetta kerfi betra. Við sem höfum tekið þátt í því að sam­þykkja aukna fjár­muni til að bæta kjör örorku­líf­eyr­is­þega sjáum líka að kerfið er hlaðið inn­byrðis skerð­ingum sem gerir það að verkum að okkur reyn­ist erfitt að tryggja að stuðn­ing­ur­inn nýt­ist þar sem hann á best heima.

Það er stórt verk­efni og ég ætla ekki að falla frá því að eitt mik­il­væg­asta verk­efnið sem Alþingi stendur frammi fyrir er að ná sam­stöðu um miklu rétt­lát­ara kerfi. Ég er þess full­viss að við getum það ef við virki­lega leggjum okkur fram um að skapa sam­stöðu um það,“ sagði hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent