„Hefst nú sami söngurinn um að endurskoða kerfið“

Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ómanneskjulegt að láta öryrkja bíða árum saman eftir endurskoðun kerfisins. Forsætisráðherra segir að mikilvægasta verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir sé að ná „samstöðu um miklu réttlátara kerfi“.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra ræddu mál­efni öryrkja í fyrsta óund­ir­búna fyr­ir­spurna­tíma nýs þings á Alþingi í gær.

Logi hóf mál sitt á því að vitna í stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra þar sem hún tal­aði um að bæta þyrfti kjör öryrkja. „Við lestur fjár­laga­frum­varps­ins sést þó að það eina hand­fasta sem rík­is­stjórnin hyggst gera er að hækka grunn­bætur öryrkja um 1 pró­sent umfram árlega og lög­bundna hækkun upp á 4,6 pró­sent. Á sama tíma hefur launa­vísi­talan hækkað um 7,6 pró­sent á árinu. Sé auk þess tekið til­lit til verð­bólgu batna kjörin sem sagt ekk­ert og eng­inn raun­veru­legur vilji birt­ist hjá rík­is­stjórn­inni til að jafna þennan órétt,“ sagði hann.

Telur Logi að það sé erfitt að sjá að rík­is­stjórnin hafi ein­hverja afsökun í mál­inu. „Af­koma rík­is­sjóðs varð 120 millj­örðum betri á þessu ári en ótt­ast var en í fjár­laga­frum­varp­inu sést að aðeins 1,3 millj­arðar eru veittir til almenn­ings auka­lega umfram það lög­bundna þrátt fyrir þennan afkomu­bata.“

Auglýsing

Hann spurði því Katrínu hvort hún væri sam­mála honum um það að þessi aukn­ing gerði lítið til að bæta kjör þess­ara tekju­lágu hópa og gerði ekk­ert til að draga úr tekjugliðn­un­inni.

Fyrsta skrefið af mörgum

Katrín svar­aði og benti á að þó að afkoma rík­is­sjóðs væri betri þá gerðu áætl­anir engu að síður ráð fyrir tæp­lega 170 millj­arða króna halla á rekstri rík­is­ins á þessu ári.

„Þessi stað­reynd hefði ein­hvern tím­ann þótt slá­andi, en vegna þess að við höfum tekið þá ákvörðun að við ætlum að vaxa út úr þess­ari kreppu, að við nálg­umst hana af ákveðnu æðru­leysi, þá sjáum við um leið ekki veru­lega aukn­ingu á útgjöldum í þessum fjár­lögum vegna þess að við erum að gefa okkur tíma til að vaxa út úr krepp­unni til auk­innar vel­sæld­ar.“

Hvað varðar örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega þá sagði Katrín að það væri rétt sem Logi benti á að greiðslur til þeirra tækju sér­stakri pró­sentsvið­bót­ar­hækkun umfram 4,6 pró­sent, sem væri þá við­bót­ar­hækkun upp á 800 millj­arða króna. „Á síð­asta kjör­tíma­bili, þó að við ætlum ekki að dvelja við það, vörðum við 4 millj­örðum króna í að bæta kjör örorku­líf­eyr­is­þega og þeim var fyrst og fremst varið í það verk­efni að draga úr skerð­ingum sem hefur verið eðli­legt bar­áttu­mál tals­manna þessa hóps.“

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún sagði að þetta væri ein­ungis fyrsta skrefið af mörgum en mik­il­væg­asta verk­efnið þegar kemur að örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegum væri að end­ur­skoða kerf­ið.

„Því var ekki lokið á síð­asta kjör­tíma­bili. Því verk­efni verðum við að ljúka á þessu kjör­tíma­bili til að gera þetta kerfi rétt­lát­ara og gagn­særra og tryggja afkomu ekki síst þeirra sem höllustum fæti standa, en fram­kalla líka rétta hvata til auk­innar virkni og þátt­töku þeirra sem það geta. Þetta er verk­efnið sem við stöndum frammi fyr­ir. Ég treysti á það að nýr félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra muni eiga gott sam­ráð við Alþingi um þetta verk­efni því að við erum búin að ræða þetta í ótelj­andi skipti hér í þing­sal. Ég er alveg viss um að við getum náð sam­stöðu um þetta mik­il­væga verk­efn­i,“ sagði hún.

Fólk borðar ekki sam­ráð eða býr í því

Logi steig aftur í pontu og sagði: „Hefst nú sami söng­ur­inn um að end­ur­skoða kerf­ið. Auð­vitað er það nauð­syn­legt en það er býsna ómann­eskju­legt að láta fólk bíða árum saman eftir þess­ari end­ur­skoð­un, fólkið borðar ekki þetta sam­ráð og býr ekki heldur í því.“

Hann sagð­ist jafn­framt ekki hafa haldið því fram að staðan á rík­is­sjóði væri góð. „Ég er miklu frekar að spyrja: Er hún nógu slæm til að skilja þessa hópa enn og aftur eft­ir? Þess vegna hlýt ég bara að end­ur­taka spurn­ing­una til hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra: Er hún sam­mála mér um að þessi aukn­ing geri lítið sem ekk­ert til að bæta kjörin og er hún sam­mála mér um að kjaragliðnun muni halda áfram? Já eða nei,“ spurði hann.

Hefur trú á að Alþingi tak­ist að ná sam­stöðu um rétt­látt kerfi

Katrín sagði í kjöl­farið að verið væri að leggja aukna fjár­muni til þess verk­efnis að bæta kjör örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega.

„Eins og kom skýrt fram í fyrra svari mínu er það ein­ungis fyrsta skrefið af fleirum og eins og kom skýrt fram: Já, sami söngur en það er vegna þess að verk­efnið hefur ekk­ert farið frá okkur og við megum ekki gef­ast upp á því verk­efni að gera þetta kerfi betra. Við sem höfum tekið þátt í því að sam­þykkja aukna fjár­muni til að bæta kjör örorku­líf­eyr­is­þega sjáum líka að kerfið er hlaðið inn­byrðis skerð­ingum sem gerir það að verkum að okkur reyn­ist erfitt að tryggja að stuðn­ing­ur­inn nýt­ist þar sem hann á best heima.

Það er stórt verk­efni og ég ætla ekki að falla frá því að eitt mik­il­væg­asta verk­efnið sem Alþingi stendur frammi fyrir er að ná sam­stöðu um miklu rétt­lát­ara kerfi. Ég er þess full­viss að við getum það ef við virki­lega leggjum okkur fram um að skapa sam­stöðu um það,“ sagði hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent