„Hefst nú sami söngurinn um að endurskoða kerfið“

Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ómanneskjulegt að láta öryrkja bíða árum saman eftir endurskoðun kerfisins. Forsætisráðherra segir að mikilvægasta verkefnið sem Alþingi stendur frammi fyrir sé að ná „samstöðu um miklu réttlátara kerfi“.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG og for­sæt­is­ráð­herra ræddu mál­efni öryrkja í fyrsta óund­ir­búna fyr­ir­spurna­tíma nýs þings á Alþingi í gær.

Logi hóf mál sitt á því að vitna í stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra þar sem hún tal­aði um að bæta þyrfti kjör öryrkja. „Við lestur fjár­laga­frum­varps­ins sést þó að það eina hand­fasta sem rík­is­stjórnin hyggst gera er að hækka grunn­bætur öryrkja um 1 pró­sent umfram árlega og lög­bundna hækkun upp á 4,6 pró­sent. Á sama tíma hefur launa­vísi­talan hækkað um 7,6 pró­sent á árinu. Sé auk þess tekið til­lit til verð­bólgu batna kjörin sem sagt ekk­ert og eng­inn raun­veru­legur vilji birt­ist hjá rík­is­stjórn­inni til að jafna þennan órétt,“ sagði hann.

Telur Logi að það sé erfitt að sjá að rík­is­stjórnin hafi ein­hverja afsökun í mál­inu. „Af­koma rík­is­sjóðs varð 120 millj­örðum betri á þessu ári en ótt­ast var en í fjár­laga­frum­varp­inu sést að aðeins 1,3 millj­arðar eru veittir til almenn­ings auka­lega umfram það lög­bundna þrátt fyrir þennan afkomu­bata.“

Auglýsing

Hann spurði því Katrínu hvort hún væri sam­mála honum um það að þessi aukn­ing gerði lítið til að bæta kjör þess­ara tekju­lágu hópa og gerði ekk­ert til að draga úr tekjugliðn­un­inni.

Fyrsta skrefið af mörgum

Katrín svar­aði og benti á að þó að afkoma rík­is­sjóðs væri betri þá gerðu áætl­anir engu að síður ráð fyrir tæp­lega 170 millj­arða króna halla á rekstri rík­is­ins á þessu ári.

„Þessi stað­reynd hefði ein­hvern tím­ann þótt slá­andi, en vegna þess að við höfum tekið þá ákvörðun að við ætlum að vaxa út úr þess­ari kreppu, að við nálg­umst hana af ákveðnu æðru­leysi, þá sjáum við um leið ekki veru­lega aukn­ingu á útgjöldum í þessum fjár­lögum vegna þess að við erum að gefa okkur tíma til að vaxa út úr krepp­unni til auk­innar vel­sæld­ar.“

Hvað varðar örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega þá sagði Katrín að það væri rétt sem Logi benti á að greiðslur til þeirra tækju sér­stakri pró­sentsvið­bót­ar­hækkun umfram 4,6 pró­sent, sem væri þá við­bót­ar­hækkun upp á 800 millj­arða króna. „Á síð­asta kjör­tíma­bili, þó að við ætlum ekki að dvelja við það, vörðum við 4 millj­örðum króna í að bæta kjör örorku­líf­eyr­is­þega og þeim var fyrst og fremst varið í það verk­efni að draga úr skerð­ingum sem hefur verið eðli­legt bar­áttu­mál tals­manna þessa hóps.“

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Hún sagði að þetta væri ein­ungis fyrsta skrefið af mörgum en mik­il­væg­asta verk­efnið þegar kemur að örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þegum væri að end­ur­skoða kerf­ið.

„Því var ekki lokið á síð­asta kjör­tíma­bili. Því verk­efni verðum við að ljúka á þessu kjör­tíma­bili til að gera þetta kerfi rétt­lát­ara og gagn­særra og tryggja afkomu ekki síst þeirra sem höllustum fæti standa, en fram­kalla líka rétta hvata til auk­innar virkni og þátt­töku þeirra sem það geta. Þetta er verk­efnið sem við stöndum frammi fyr­ir. Ég treysti á það að nýr félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra muni eiga gott sam­ráð við Alþingi um þetta verk­efni því að við erum búin að ræða þetta í ótelj­andi skipti hér í þing­sal. Ég er alveg viss um að við getum náð sam­stöðu um þetta mik­il­væga verk­efn­i,“ sagði hún.

Fólk borðar ekki sam­ráð eða býr í því

Logi steig aftur í pontu og sagði: „Hefst nú sami söng­ur­inn um að end­ur­skoða kerf­ið. Auð­vitað er það nauð­syn­legt en það er býsna ómann­eskju­legt að láta fólk bíða árum saman eftir þess­ari end­ur­skoð­un, fólkið borðar ekki þetta sam­ráð og býr ekki heldur í því.“

Hann sagð­ist jafn­framt ekki hafa haldið því fram að staðan á rík­is­sjóði væri góð. „Ég er miklu frekar að spyrja: Er hún nógu slæm til að skilja þessa hópa enn og aftur eft­ir? Þess vegna hlýt ég bara að end­ur­taka spurn­ing­una til hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra: Er hún sam­mála mér um að þessi aukn­ing geri lítið sem ekk­ert til að bæta kjörin og er hún sam­mála mér um að kjaragliðnun muni halda áfram? Já eða nei,“ spurði hann.

Hefur trú á að Alþingi tak­ist að ná sam­stöðu um rétt­látt kerfi

Katrín sagði í kjöl­farið að verið væri að leggja aukna fjár­muni til þess verk­efnis að bæta kjör örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega.

„Eins og kom skýrt fram í fyrra svari mínu er það ein­ungis fyrsta skrefið af fleirum og eins og kom skýrt fram: Já, sami söngur en það er vegna þess að verk­efnið hefur ekk­ert farið frá okkur og við megum ekki gef­ast upp á því verk­efni að gera þetta kerfi betra. Við sem höfum tekið þátt í því að sam­þykkja aukna fjár­muni til að bæta kjör örorku­líf­eyr­is­þega sjáum líka að kerfið er hlaðið inn­byrðis skerð­ingum sem gerir það að verkum að okkur reyn­ist erfitt að tryggja að stuðn­ing­ur­inn nýt­ist þar sem hann á best heima.

Það er stórt verk­efni og ég ætla ekki að falla frá því að eitt mik­il­væg­asta verk­efnið sem Alþingi stendur frammi fyrir er að ná sam­stöðu um miklu rétt­lát­ara kerfi. Ég er þess full­viss að við getum það ef við virki­lega leggjum okkur fram um að skapa sam­stöðu um það,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent