„Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist“

Halldór Kristmannsson segir Róbert Wessman hafa þrýst á að Mannlífi, fjölmiðli sem hann fjármagnaði, yrði beitt til að koma höggi á meinta óvildarmenn sína. Vegna þessa hafi skapast ósætti milli þeirra sem leiddi til þess að Halldór steig til hliðar.

Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Halldór Kristmannsson og Róbert Wessman.
Auglýsing

„Samstarf okkar Róberts hefur að mestu leiti verið farsælt. Það myndaðist hinsvegar alvarlegur ágreiningur á milli okkar sumarið 2018 og aftur í september 2020, þegar Róbert bar háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum. Í tugum tölvupósta og textaskilaboða Róberts eru umræddir óvildarmenn bornir þungum sökum, sem ég tel að hafi í senn verið algjörlega ósannar og svívirðilegar.“ 

Þetta segir Halldór Kristmannsson, náin samstarfsmaður Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Alvogen og Alvotech, í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í dag. 

Tilefni yfirlýsingarinnar er að Halldór steig fram í Morgunblaðinu í morgun og greindi frá því að hann hefði lagt fram kvörtun til stjórnar Alvogen vegna stjórnarhátta og ósæmilegrar hegðunar Róberts Wessman í janúar síðastliðnum. Stjórn fyrirtækisins hefur, eftir rannsókn, komist að þeirri niðurstöðu að ásakanir Halldórs séu tilhæfulausar en hann sjálfur segir að um hvítþvott sé að ræða.

Á meðal gagna sem Halldór segist hafa lagt fram eru tugir tölvupósta og textaskilaboða, sem eiga að sýna hvernig hann var beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts, sem hann bar þungum sökum.

Vildi ekki koma höggi á aðila í fjölmiðlum

Í yfirlýsingunni í dag segir Halldór að hann hafi lagt fram ofangreind gögn og óskað eftir því formlega við Róbert og stjórnir bæði Alvogen og Alvotech að þau svari þessum ásökunum.  Hann  hafi jafnframt sett sig í samband við alla þá aðila sem hann telur Róbert hafa valdið skaða og telur rétt að Róbert biðji þá afsökunar.

Halldór segir að hann hafi talið „fulla ástæðu til þess að setja fótinn niður og tjáði Róbert ítrekað, að ég myndi ekki beita mér fyrir því að koma höggi á umrædda aðila í fjölmiðlum og vega beinlínis að æru og mannorði þeirra, eins og hann vildi. Ég var um tíma útgefandi Mannlífs, sem Róbert fjármagnaði og átti, en þar myndaðist til að mynda mikill ágreiningur um ritstjórnarstefnu og sjálfstæði. Úr þessu skapaðist vaxandi ósætti okkar á milli, sem gerði það að verkum að ég steig nauðbeygður til hliðar tímabundið, og upplýsti stjórnir fyrirtækjanna um málavexti.  Ég vil standa vörð um ákveðin siðferðisleg gildi, og lét því ekki hagga mér í þessum málum.“

Morðhótanir sendar árið 2016

Í yfirlýsingu Halldórs segir að í ítarlegri greinargerð sem hann hafi skilað til stjórna Alvogen og Alvotech sé skorað á þær að taka líflátshótanir og ógnandi textaskilaboð Róberts til sérstakrar rannsóknar, en þar sé fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum þeirra ógnað. 

Á vef RÚV segir að skilaboðin hafi farið, á nítján klukkustunda tímabili í upphafi árs 2019, til tveggja stjórnenda í lyfjaheiminum og fyrrum samstarfsmanna hjá Alvogen, sem höfðu borið vitni í dómsmáli sem rekið var hér á landi og Róbert átti aðild að.

„Ég mun drepa þig“, „Ég mun eyðileggja þig og fjölskyldu þína“ og „Þú ert dauður, ég lofa þér því“ er á meðal þess sem sjá má í skilaboðunum, samkvæmt frétt RÚV.

Auglýsing
Halldór segir að honum hafi þótt dapurlegt að vita til þess að Róbert hafi sent fyrrum samstarfsfélögum sínum morðhótanir árið 2016 og honum hafi verið brugðið. Slíkar hótanir varða allt að sex ára fangelsi hér á landi.

Þá sé enn sorglegra að viðurkenna, að hafa orðið persónulega fyrir líkamsárás og orðið vitni af annarri frá Róbert, þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburðum fyrirtækisins erlendis. „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn.“

Telur niðurstöðuna hvítþvott

Fyrir tæpri viku síðan sendi stjórn Alvogen frá sér yfir­lýs­ingu þar sem greint var frá því að henni hafi borist bréf 20. jan­úar síð­ast­lið­inn frá fyrr­ver­andi starfs­manni fyr­ir­tæk­is­ins þar sem kvartað var yfir hegðun Róberts Wessman. Óháð nefnd hafi verið sett á fót til að kanna inni­hald kvört­un­ar­innar og Róbert sagði sig frá störfum fyrir Alvogen á meðan að sú athugun fór fram. 

Halldór segir niðurstöðu rannsóknar sé augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda.  Hinsvegar vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent