Segir Róbert Wessman hafa beitt ofbeldi og lagt á ráðin um rógsherferðir í fjölmiðlum

Einn nánasti samstarfsmaður Róberts Wessman til tveggja áratuga hefur stigið fram og sagt forstjóra Actavis hafa sýnt af sér óverjandi hegðun fyrir forstjóra í alþjóðlegu fyrirtæki.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og Alvotech.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og Alvotech.
Auglýsing

Halldór Kristmannsson, einn nánasti samstarfsmaður Róberts Wessman síðastliðna tvo áratugi, segir forstjóra Alvogen hafa orðið uppvís að morðhótunum, líkamsárásum, svívirðilegum ásökunum og ærumeiðingum í garð meintra óvildarmanna. Þá hafi Róbert lagt á ráðin um rógsherferðir í fjölmiðlum gegn ýmsu fólki sem hann hafi borið kala til. Þar á meðal hafi verið viðskiptakeppinautar og opinberir embættismenn. Frá þessu er greint í frétt í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Halldór.

Róbert Wessman hefur skipt sér nokkuð af fjölmiðlarekstri á Íslandi á undanförnum árum. Hann kom að fjármögnun fjölmiðlasamsteypu sem rekin var undir hatti Pressunnar. Sá rekstur óx mikið á árunum 2014 til 2017 með yfirtöku annarra fjölmiðla. Pressuveldið leið undir lok haustið 2017 og þá eignaðist fjárfestingarfélag sem var meðal annars í eigu Róberts útgáfufélagið Birting, sem gaf meðal annars út vikublaðið Mannlíf. Róbert seldi sinn hlut í útgáfunni árið 2018 til Halldórs Kristmannssonar.

Í Morgunblaðinu í dag segir Halldór að sú hegðun sem Róbert hafi sýnt af sér, og hann kvartaði til stjórnar Alvogen yfir, sé óverjandi hegðun forstjóra í alþjóðlegu fyrirtæki og hljóti að vekja upp spurningar um hæfi Róberts sem forstjóra. 

Sögðu kvartanirnar ekki eiga sér stoð

Fyrir tæpri viku síðan sendi stjórn Alvogen frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að henni hafi borist bréf 20. janúar síðastliðinn frá fyrrverandi starfsmanni fyrirtækisins þar sem kvartað var yfir hegðun Róberts Wessman. Óháð nefnd hafi verið sett á fót til að kanna innihald kvörtunarinnar og Róbert sagði sig frá störfum fyrir Alvogen á meðan að sú athugun fór fram.

Nokkru seinna, 10. febrúar, mætti Róbert þó í ítarlegt viðtal í Kastljós á RÚV en var þar titlaður forstjóri og stofnandi Alvotech, systurfyrirtækis Alvogen. Í mars var hann svo gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti hans, og þar var hann einnig titlaður forstjóri Alvotech.

Auglýsing
Sá sem kvartaði, Halldór Kristmannsson, hefur verið upplýsingafulltrúi Alvogen frá stofnun og starfaði þar áður með Róberti hjá Actavis. Ásamt Árna Harðarsyni hefur Halldór verið nánasti samstarfsmaður Róberts á þessari öld. 

Erlend lögfræðistofa, White & Case, var fengin til að fara yfir kvartanir Halldórs og íslenska lögmannsstofan Lex veitti ráðgjöf. Rannsóknin stóð yfir í átta vikur og á meðan henni stóð var farið yfir gögn og rætt við tugi núverandi og fyrrverandi starfsmanna.

Í yfirlýsingu Alvogen frá því í síðustu viku stóð: „Nið­ur­stað­an er skýr og ljóst að efni kvart­an­ann­a á sér enga stoð. Ekkert bend­ir til þess að starfs­hætt­ir Rób­erts Wessman séu þess eðl­is sem greint er frá í bréf­in­u og eng­in á­stæð­a er til þess að að­haf­ast neitt vegn­a þess­a máls.“

Segist hafa verið „kýldur kaldur“

Strax var greint frá því í fjölmiðlum að starfsmaðurinn sem um ræddi væri Halldór Kristmannsson, þrátt fyrir að hann hefði ekki verið nafngreindur í yfirlýsingunni. 

Hann tjáir sig í fyrsta sinn um málið í Morgunblaðinu í dag og segist telja að rannsóknin á Róberti beri vott um hvítþvott. Þar hafi verið litið framhjá háttsemi sem stjórninni hafi þegar verið kunnugt um og Róbert hafi þegar þurft að biðjast afsökunar á. Þá hafnar Halldór því algjörlega að hafa sett fram fjárkröfu á hendur fyrirtækinu líkt og sagt var að hann hefði gert í áðurnefndri yfirlýsingu.

Sjálfur segir Halldór að hann hafi verið „kýldur kaldur“ í vitna viðurvist og önnur dæmi væru um að Róbert hefði beitt líkamlegu ofbeldi. Í Morgunblaðinu segir að blaðið hafi rætt við vitni sem hafi séð þegar Halldór hafi verið kýldur. 

Stundin birti umfjöllun um Róbert nýverið þar sem kom meðal annars fram að hann og fyrirtæki á hans vegum hafi stundað það í gegnum árin að greiða erlendum aðilum og fyrirtækjum fyrir jákvæða umfjöllun um sig. Var það sagt hluti af markvissri ímyndarsköpun hans og fyrirtækisins. Alvogen og Alvotech noti svo þessar keyptu og jákvæðu umfjallanir svo til að auglýsa og kynna fyrirtækið á Íslandi og erlendis. 

Meðal annars hafi verið greiddar um 70 þúsund pund síðla árs 2017, sem eru nálægt tíu milljónir króna á gengi þess tíma, fyrir forsíðuviðtal við Róbert í enska tímaritinu World Finance. 

Stefna á skráningu í Hong Kong

Alvogen hefur vaxið mikið á undanförnum árum og byggt upp umfangsmikla starfsemi hérlendis. Það er með starfsemi i 20 löndum og hjá fyrirtækinu vinna um 1.700 manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja. 

Alvogen er svo stór hluthafi í samheitalyfjafyrirtækinu Alvotech, sem ætlar að setja á markað samheitalyf innan tveggja ára. Róbert sagði í áðurnefndu Kastljósviðtali að stefnt væri að útflutningstekjur fyrirtækisins muni nema um 20 prósentum vergrar landsframleiðslu innan fárra ára.

Stærsti hluthafinn í Alvotech er hins vegar Aztiq pharma, sjóður sem er undir stjórn Róberts. Í fyrirtækjaskrá er Róbert skráður óbeinn endanlegur eigandi að 38,6 prósent hlut í Alvotech, sem gefur til kynna að það sé eignarhluturinn sem hann stýrir. 

Stefnt er að skráningu Alvotech í kauphöll í Hong Kong síðar á þessu ári og með það fyrir augum hefur fyrirtækið verið að sækja sér nýtt hlutafé til að tryggja reksturinn fram yfir fyrirhugað hlutafjárútboð. 

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að samtals hafi Alvotech sótt sér um 100 milljónir dala, um 12,7 milljarða króna, í nýtt hlutafé á undanförnum fjórum mánuðum. Síðast bættust TM, fjárfestingarfélagið Hvalur og tveir sjóðir Stefnis, sjóðstýringarfyrirtækis Arion banka, í hópinn.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent