Hvað leynist í höllum drottningar?

Fyrir fáum árum voru lög um vernd menningarminja lögfest í Bretlandi. Englandsdrottning er undanþegin lögunum og því má lögreglan ekki leita í höllum í einkaeigu drottningar að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíðina.

Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Auglýsing

Eitt stærsta lista­verka­safn ver­ald­ar­innar í einka­eigu er safn Elísa­betar II Eng­lands­drottn­ingar en sér­stök stofnun sér um allt utan­um­hald safns­ins, Royal Collect­ion Trust. Safnið er nefni­lega strangt til tekið ekki í eigu Elísa­betar sjálfrar heldur bresku krún­unnar og erf­ist því með krún­unni.

Safnið er gríð­ar­legt að vöxtum enda má rekja sögu þess rúmar fimm aldir aftur í tím­ann. Eitt af mark­miðum safns­ins er að það sé aðgengi­legt. Lista­verk eru lánuð til safna víðs vegar um heim í tengslum við sýn­ingar auk þess sem áhuga­sömum gefst kostur á að heim­sækja sýn­ing­ar­sali í Buck­ing­ham höll, í Windsor kast­ala og Hol­yrood­house höll í Edin­borg þar sem valdir munir eru til sýn­is. Þá er auk þess hægt að kafa ofan í saf­n­eign­ina á heima­síðu Royal Collect­ion Trust. Þau lista­verk sem Elísa­bet á per­sónu­lega og fylgja ekki krún­unni standa utan við Royal Collect­ion Trust.

Auglýsing

Breska krúnan á auk þess fjölda fast­eigna, halla og kast­ala, hvar með­limir kon­ungs­fjöl­skyld­unnar búa og dvelja í frí­um. Í einka­eigu Elísa­betar eru auk þess stærð­ar­innar hús, höll hennar Sandring­ham House í Nor­folk á Englandi og Balmoral kast­ali í Skotlandi. Vafa­laust er skraut­legt um að lit­ast á þessum einka­heim­ilum drottn­ingar en The Guar­dian hefur nýlega fjallað um und­an­þágu sem drottn­ingin nýtur frá lögum um varð­veislu menn­ing­arminja. Vegna þess­arar und­an­þágu hefur breska lög­reglan ekki mátt ekki fram­kvæma hús­leit á þessum stöðum í leit að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíð­ina.

Í umfjöllun The Guar­dian kemur fram að svör hafi hvorki borist frá tals­mönnum Buck­ing­ham hallar né stjórn­valda við spurn­ingum blaða­manna um það hvers vegna drottn­ing­unni hafi verið veitt slík und­an­þága. Þá hafnar tals­maður drottn­ing­ar­innar að munir sem teknir hafa verið ófrjálsri hendi finn­ist í híbýlum kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar.

Breska lögreglan fær ekki að framkvæma leit að stolnum munum í Sandringham House og í Balmoral kastala. Mynd: Wikimedia

Vernd menn­ing­arminja ofar­lega á baugi eftir seinna stríð

Lögin sem um ræðir varða vernd muna og menn­ing­arminja á stríðs­hrjáðum svæð­um. Munir á borð við minn­is­merki, forn­minjar, lista­verk og bækur eiga að njóta verndar í lög­unum en þau kveða á um að bannað sé að eyði­leggja slíka muni eða að stela þeim.

Í kjöl­far seinni heims­styrj­ald­ar­innar varð ákveðin vakn­ing í þessum efnum í kjöl­far þjófn­aðar og eyði­legg­ingar nas­ista á lista­verkum í styrj­öld­inni. Sam­ein­uðu þjóð­irnar hófu gerð alþjóð­legs sátt­mála um vernd menn­ing­arminja árið 1954. Árið 2017 voru slík lög lög­fest í Bret­landi, lögin sem hér um ræð­ir.

Und­an­þágan frá lög­unum var veitt á grund­velli „sam­þykkis drottn­ing­ar“ (e. Queen’s con­sent upp á ensku) en sam­kvæmt bréfum sem fóru á milli Buck­ing­ham hallar og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins hefðu lögin rýmkað fyrir auknu aðgengi að húsa­kynnum drottn­ing­ar. Það væri því hags­muna­mál fyrir krún­una að lögin næðu ekki til þjóð­höfð­ingj­ans, Elísa­bet­ar.

Lögum breytt til að fela auð drottn­ingar

The Guar­dian hefur að und­an­förnu fjallað um hið svo­kall­aða „sam­þykki drottn­ing­ar“ í tengslum við fjár­hag drottn­ing­ar­inn­ar. Þetta sam­þykki lýsir sér þannig að drottn­ingin getur lesið yfir laga­frum­vörp áður en þau eru lögð fram. Í krafti þess valds hefur drottn­ingin í tím­ans rás beitt áhrifum sínum til þess að hnika til frum­vörpum sér í vil.

Í febr­úar síð­ast­liðnum var til að mynda greint frá því að drottn­ingin hefði beitt sér fyrir því að ráð­herrar breyttu frum­varps­drögum áður en þau voru birt. Ein slík breyt­ing var gerð til þess að drottn­ingin gæti leynt upp­lýs­ingum um „vand­ræða­legt“ umfang auðs síns, eins og það er orðað í umfjöllun The Guar­dian.

Síðan þá hafa rúm­lega 65 þús­und manns skrifað undir und­ir­skrifta­söfnun þess efnis að ráð­ist verði í rann­sókn á „sam­þykki drottn­ing­ar“ enda sé þetta fyr­ir­komu­lag ólýð­ræð­is­legt og ógegn­sætt. Á vef und­ir­skrifta­söfn­un­ar­innar er það sagt óskilj­an­legt að drottn­ingin og maður hennar hafi slík völd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent