Hvað leynist í höllum drottningar?

Fyrir fáum árum voru lög um vernd menningarminja lögfest í Bretlandi. Englandsdrottning er undanþegin lögunum og því má lögreglan ekki leita í höllum í einkaeigu drottningar að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíðina.

Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Auglýsing

Eitt stærsta lista­verka­safn ver­ald­ar­innar í einka­eigu er safn Elísa­betar II Eng­lands­drottn­ingar en sér­stök stofnun sér um allt utan­um­hald safns­ins, Royal Collect­ion Trust. Safnið er nefni­lega strangt til tekið ekki í eigu Elísa­betar sjálfrar heldur bresku krún­unnar og erf­ist því með krún­unni.

Safnið er gríð­ar­legt að vöxtum enda má rekja sögu þess rúmar fimm aldir aftur í tím­ann. Eitt af mark­miðum safns­ins er að það sé aðgengi­legt. Lista­verk eru lánuð til safna víðs vegar um heim í tengslum við sýn­ingar auk þess sem áhuga­sömum gefst kostur á að heim­sækja sýn­ing­ar­sali í Buck­ing­ham höll, í Windsor kast­ala og Hol­yrood­house höll í Edin­borg þar sem valdir munir eru til sýn­is. Þá er auk þess hægt að kafa ofan í saf­n­eign­ina á heima­síðu Royal Collect­ion Trust. Þau lista­verk sem Elísa­bet á per­sónu­lega og fylgja ekki krún­unni standa utan við Royal Collect­ion Trust.

Auglýsing

Breska krúnan á auk þess fjölda fast­eigna, halla og kast­ala, hvar með­limir kon­ungs­fjöl­skyld­unnar búa og dvelja í frí­um. Í einka­eigu Elísa­betar eru auk þess stærð­ar­innar hús, höll hennar Sandring­ham House í Nor­folk á Englandi og Balmoral kast­ali í Skotlandi. Vafa­laust er skraut­legt um að lit­ast á þessum einka­heim­ilum drottn­ingar en The Guar­dian hefur nýlega fjallað um und­an­þágu sem drottn­ingin nýtur frá lögum um varð­veislu menn­ing­arminja. Vegna þess­arar und­an­þágu hefur breska lög­reglan ekki mátt ekki fram­kvæma hús­leit á þessum stöðum í leit að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíð­ina.

Í umfjöllun The Guar­dian kemur fram að svör hafi hvorki borist frá tals­mönnum Buck­ing­ham hallar né stjórn­valda við spurn­ingum blaða­manna um það hvers vegna drottn­ing­unni hafi verið veitt slík und­an­þága. Þá hafnar tals­maður drottn­ing­ar­innar að munir sem teknir hafa verið ófrjálsri hendi finn­ist í híbýlum kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar.

Breska lögreglan fær ekki að framkvæma leit að stolnum munum í Sandringham House og í Balmoral kastala. Mynd: Wikimedia

Vernd menn­ing­arminja ofar­lega á baugi eftir seinna stríð

Lögin sem um ræðir varða vernd muna og menn­ing­arminja á stríðs­hrjáðum svæð­um. Munir á borð við minn­is­merki, forn­minjar, lista­verk og bækur eiga að njóta verndar í lög­unum en þau kveða á um að bannað sé að eyði­leggja slíka muni eða að stela þeim.

Í kjöl­far seinni heims­styrj­ald­ar­innar varð ákveðin vakn­ing í þessum efnum í kjöl­far þjófn­aðar og eyði­legg­ingar nas­ista á lista­verkum í styrj­öld­inni. Sam­ein­uðu þjóð­irnar hófu gerð alþjóð­legs sátt­mála um vernd menn­ing­arminja árið 1954. Árið 2017 voru slík lög lög­fest í Bret­landi, lögin sem hér um ræð­ir.

Und­an­þágan frá lög­unum var veitt á grund­velli „sam­þykkis drottn­ing­ar“ (e. Queen’s con­sent upp á ensku) en sam­kvæmt bréfum sem fóru á milli Buck­ing­ham hallar og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins hefðu lögin rýmkað fyrir auknu aðgengi að húsa­kynnum drottn­ing­ar. Það væri því hags­muna­mál fyrir krún­una að lögin næðu ekki til þjóð­höfð­ingj­ans, Elísa­bet­ar.

Lögum breytt til að fela auð drottn­ingar

The Guar­dian hefur að und­an­förnu fjallað um hið svo­kall­aða „sam­þykki drottn­ing­ar“ í tengslum við fjár­hag drottn­ing­ar­inn­ar. Þetta sam­þykki lýsir sér þannig að drottn­ingin getur lesið yfir laga­frum­vörp áður en þau eru lögð fram. Í krafti þess valds hefur drottn­ingin í tím­ans rás beitt áhrifum sínum til þess að hnika til frum­vörpum sér í vil.

Í febr­úar síð­ast­liðnum var til að mynda greint frá því að drottn­ingin hefði beitt sér fyrir því að ráð­herrar breyttu frum­varps­drögum áður en þau voru birt. Ein slík breyt­ing var gerð til þess að drottn­ingin gæti leynt upp­lýs­ingum um „vand­ræða­legt“ umfang auðs síns, eins og það er orðað í umfjöllun The Guar­dian.

Síðan þá hafa rúm­lega 65 þús­und manns skrifað undir und­ir­skrifta­söfnun þess efnis að ráð­ist verði í rann­sókn á „sam­þykki drottn­ing­ar“ enda sé þetta fyr­ir­komu­lag ólýð­ræð­is­legt og ógegn­sætt. Á vef und­ir­skrifta­söfn­un­ar­innar er það sagt óskilj­an­legt að drottn­ingin og maður hennar hafi slík völd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent