Hvað leynist í höllum drottningar?

Fyrir fáum árum voru lög um vernd menningarminja lögfest í Bretlandi. Englandsdrottning er undanþegin lögunum og því má lögreglan ekki leita í höllum í einkaeigu drottningar að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíðina.

Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Auglýsing

Eitt stærsta lista­verka­safn ver­ald­ar­innar í einka­eigu er safn Elísa­betar II Eng­lands­drottn­ingar en sér­stök stofnun sér um allt utan­um­hald safns­ins, Royal Collect­ion Trust. Safnið er nefni­lega strangt til tekið ekki í eigu Elísa­betar sjálfrar heldur bresku krún­unnar og erf­ist því með krún­unni.

Safnið er gríð­ar­legt að vöxtum enda má rekja sögu þess rúmar fimm aldir aftur í tím­ann. Eitt af mark­miðum safns­ins er að það sé aðgengi­legt. Lista­verk eru lánuð til safna víðs vegar um heim í tengslum við sýn­ingar auk þess sem áhuga­sömum gefst kostur á að heim­sækja sýn­ing­ar­sali í Buck­ing­ham höll, í Windsor kast­ala og Hol­yrood­house höll í Edin­borg þar sem valdir munir eru til sýn­is. Þá er auk þess hægt að kafa ofan í saf­n­eign­ina á heima­síðu Royal Collect­ion Trust. Þau lista­verk sem Elísa­bet á per­sónu­lega og fylgja ekki krún­unni standa utan við Royal Collect­ion Trust.

Auglýsing

Breska krúnan á auk þess fjölda fast­eigna, halla og kast­ala, hvar með­limir kon­ungs­fjöl­skyld­unnar búa og dvelja í frí­um. Í einka­eigu Elísa­betar eru auk þess stærð­ar­innar hús, höll hennar Sandring­ham House í Nor­folk á Englandi og Balmoral kast­ali í Skotlandi. Vafa­laust er skraut­legt um að lit­ast á þessum einka­heim­ilum drottn­ingar en The Guar­dian hefur nýlega fjallað um und­an­þágu sem drottn­ingin nýtur frá lögum um varð­veislu menn­ing­arminja. Vegna þess­arar und­an­þágu hefur breska lög­reglan ekki mátt ekki fram­kvæma hús­leit á þessum stöðum í leit að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíð­ina.

Í umfjöllun The Guar­dian kemur fram að svör hafi hvorki borist frá tals­mönnum Buck­ing­ham hallar né stjórn­valda við spurn­ingum blaða­manna um það hvers vegna drottn­ing­unni hafi verið veitt slík und­an­þága. Þá hafnar tals­maður drottn­ing­ar­innar að munir sem teknir hafa verið ófrjálsri hendi finn­ist í híbýlum kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar.

Breska lögreglan fær ekki að framkvæma leit að stolnum munum í Sandringham House og í Balmoral kastala. Mynd: Wikimedia

Vernd menn­ing­arminja ofar­lega á baugi eftir seinna stríð

Lögin sem um ræðir varða vernd muna og menn­ing­arminja á stríðs­hrjáðum svæð­um. Munir á borð við minn­is­merki, forn­minjar, lista­verk og bækur eiga að njóta verndar í lög­unum en þau kveða á um að bannað sé að eyði­leggja slíka muni eða að stela þeim.

Í kjöl­far seinni heims­styrj­ald­ar­innar varð ákveðin vakn­ing í þessum efnum í kjöl­far þjófn­aðar og eyði­legg­ingar nas­ista á lista­verkum í styrj­öld­inni. Sam­ein­uðu þjóð­irnar hófu gerð alþjóð­legs sátt­mála um vernd menn­ing­arminja árið 1954. Árið 2017 voru slík lög lög­fest í Bret­landi, lögin sem hér um ræð­ir.

Und­an­þágan frá lög­unum var veitt á grund­velli „sam­þykkis drottn­ing­ar“ (e. Queen’s con­sent upp á ensku) en sam­kvæmt bréfum sem fóru á milli Buck­ing­ham hallar og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins hefðu lögin rýmkað fyrir auknu aðgengi að húsa­kynnum drottn­ing­ar. Það væri því hags­muna­mál fyrir krún­una að lögin næðu ekki til þjóð­höfð­ingj­ans, Elísa­bet­ar.

Lögum breytt til að fela auð drottn­ingar

The Guar­dian hefur að und­an­förnu fjallað um hið svo­kall­aða „sam­þykki drottn­ing­ar“ í tengslum við fjár­hag drottn­ing­ar­inn­ar. Þetta sam­þykki lýsir sér þannig að drottn­ingin getur lesið yfir laga­frum­vörp áður en þau eru lögð fram. Í krafti þess valds hefur drottn­ingin í tím­ans rás beitt áhrifum sínum til þess að hnika til frum­vörpum sér í vil.

Í febr­úar síð­ast­liðnum var til að mynda greint frá því að drottn­ingin hefði beitt sér fyrir því að ráð­herrar breyttu frum­varps­drögum áður en þau voru birt. Ein slík breyt­ing var gerð til þess að drottn­ingin gæti leynt upp­lýs­ingum um „vand­ræða­legt“ umfang auðs síns, eins og það er orðað í umfjöllun The Guar­dian.

Síðan þá hafa rúm­lega 65 þús­und manns skrifað undir und­ir­skrifta­söfnun þess efnis að ráð­ist verði í rann­sókn á „sam­þykki drottn­ing­ar“ enda sé þetta fyr­ir­komu­lag ólýð­ræð­is­legt og ógegn­sætt. Á vef und­ir­skrifta­söfn­un­ar­innar er það sagt óskilj­an­legt að drottn­ingin og maður hennar hafi slík völd.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent