Hvað leynist í höllum drottningar?

Fyrir fáum árum voru lög um vernd menningarminja lögfest í Bretlandi. Englandsdrottning er undanþegin lögunum og því má lögreglan ekki leita í höllum í einkaeigu drottningar að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíðina.

Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Elísabet II er einn þaulsetnasti þjóðhöfðingi sögunnar en hún hefur setið a valdastóli í rúm 69 ár, frá því í febrúar árið 1952.
Auglýsing

Eitt stærsta listaverkasafn veraldarinnar í einkaeigu er safn Elísabetar II Englandsdrottningar en sérstök stofnun sér um allt utanumhald safnsins, Royal Collection Trust. Safnið er nefnilega strangt til tekið ekki í eigu Elísabetar sjálfrar heldur bresku krúnunnar og erfist því með krúnunni.

Safnið er gríðarlegt að vöxtum enda má rekja sögu þess rúmar fimm aldir aftur í tímann. Eitt af markmiðum safnsins er að það sé aðgengilegt. Listaverk eru lánuð til safna víðs vegar um heim í tengslum við sýningar auk þess sem áhugasömum gefst kostur á að heimsækja sýningarsali í Buckingham höll, í Windsor kastala og Holyroodhouse höll í Edinborg þar sem valdir munir eru til sýnis. Þá er auk þess hægt að kafa ofan í safneignina á heimasíðu Royal Collection Trust. Þau listaverk sem Elísabet á persónulega og fylgja ekki krúnunni standa utan við Royal Collection Trust.

Auglýsing

Breska krúnan á auk þess fjölda fasteigna, halla og kastala, hvar meðlimir konungsfjölskyldunnar búa og dvelja í fríum. Í einkaeigu Elísabetar eru auk þess stærðarinnar hús, höll hennar Sandringham House í Norfolk á Englandi og Balmoral kastali í Skotlandi. Vafalaust er skrautlegt um að litast á þessum einkaheimilum drottningar en The Guardian hefur nýlega fjallað um undanþágu sem drottningin nýtur frá lögum um varðveislu menningarminja. Vegna þessarar undanþágu hefur breska lögreglan ekki mátt ekki framkvæma húsleit á þessum stöðum í leit að munum sem kunna að hafa verið teknir ófrjálsri hendi í gegnum tíðina.

Í umfjöllun The Guardian kemur fram að svör hafi hvorki borist frá talsmönnum Buckingham hallar né stjórnvalda við spurningum blaðamanna um það hvers vegna drottningunni hafi verið veitt slík undanþága. Þá hafnar talsmaður drottningarinnar að munir sem teknir hafa verið ófrjálsri hendi finnist í híbýlum konungsfjölskyldunnar.

Breska lögreglan fær ekki að framkvæma leit að stolnum munum í Sandringham House og í Balmoral kastala. Mynd: Wikimedia

Vernd menningarminja ofarlega á baugi eftir seinna stríð

Lögin sem um ræðir varða vernd muna og menningarminja á stríðshrjáðum svæðum. Munir á borð við minnismerki, fornminjar, listaverk og bækur eiga að njóta verndar í lögunum en þau kveða á um að bannað sé að eyðileggja slíka muni eða að stela þeim.

Í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar varð ákveðin vakning í þessum efnum í kjölfar þjófnaðar og eyðileggingar nasista á listaverkum í styrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar hófu gerð alþjóðlegs sáttmála um vernd menningarminja árið 1954. Árið 2017 voru slík lög lögfest í Bretlandi, lögin sem hér um ræðir.

Undanþágan frá lögunum var veitt á grundvelli „samþykkis drottningar“ (e. Queen’s consent upp á ensku) en samkvæmt bréfum sem fóru á milli Buckingham hallar og menningarmálaráðuneytisins hefðu lögin rýmkað fyrir auknu aðgengi að húsakynnum drottningar. Það væri því hagsmunamál fyrir krúnuna að lögin næðu ekki til þjóðhöfðingjans, Elísabetar.

Lögum breytt til að fela auð drottningar

The Guardian hefur að undanförnu fjallað um hið svokallaða „samþykki drottningar“ í tengslum við fjárhag drottningarinnar. Þetta samþykki lýsir sér þannig að drottningin getur lesið yfir lagafrumvörp áður en þau eru lögð fram. Í krafti þess valds hefur drottningin í tímans rás beitt áhrifum sínum til þess að hnika til frumvörpum sér í vil.

Í febrúar síðastliðnum var til að mynda greint frá því að drottningin hefði beitt sér fyrir því að ráðherrar breyttu frumvarpsdrögum áður en þau voru birt. Ein slík breyting var gerð til þess að drottningin gæti leynt upplýsingum um „vandræðalegt“ umfang auðs síns, eins og það er orðað í umfjöllun The Guardian.

Síðan þá hafa rúmlega 65 þúsund manns skrifað undir undirskriftasöfnun þess efnis að ráðist verði í rannsókn á „samþykki drottningar“ enda sé þetta fyrirkomulag ólýðræðislegt og ógegnsætt. Á vef undirskriftasöfnunarinnar er það sagt óskiljanlegt að drottningin og maður hennar hafi slík völd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent