Eigið fé landsmanna í húsnæði dróst saman í fyrsta sinn frá árinu 2010

Húsnæði á Íslandi var metið á 5.941 milljarða króna í árslok 2020. Á tíunda áratugnum dugðu tvöfaldar heildartekjur landsmanna til að kaupa upp allar fasteignir og lóðir í landinu. Í lok árs 2020 hefði þurft þrefaldar tekjur þeirra til að gera slíkt.

Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum.
Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum.
Auglýsing

Virði hús­næðis á Íslandi, sam­kvæmt fast­eigna­mati, var metið á 5.941 millj­arð króna í lok árs 2020 og hækk­aði um 120 millj­arða króna milli ára. Þeim fjöl­skyldum sem áttu hús­næði fjölg­aði um 3.803 og voru 113.167 í lok áður­nefnds árs. 

Eigið fé lands­manna í íbúð­ar­hús­næði rýrn­aði hins vegar um 17,1 millj­arð króna, eða 0,4 pró­sent, milli ára. Það er í fyrsta sinn í ára­tug sem það ger­ist, en árið 2010 voru Íslend­ingar enn að takast á við marg­hátt­aðar afleið­ingar banka­hruns og mikið upp­gjör stóð yfir. Þannig hátt­aði málum ekki á árinu 2020. 

Ástæða þessa er að skuldir vegna íbúð­ar­kaupa juk­ust mik­ið, eða alls um 136,8 millj­arða króna. Það er vöxtur um 8,2 pró­sent frá árinu 2019. Skuld­irnar juk­ust fjór­falt hraðar en eignir lands­manna í íbúð­ar­hús­næði á árinu 2020.

Þetta kemur fram í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­l­inga á árinu 2021 í Tíund, frétta­­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­­ar­hag­fræð­ingur skrif­­ar. 

Erf­ið­ara að kaupa íbúðir

Þar skrifar hann að fast­eignir hafi orðið dýr­ari með árunum og að erf­ið­ara hafi orðið fyrir fólk að kaupa íbúð­ir. „Á tíunda ára­tugnum dugðu tæpar tvö­faldar heild­ar­tekjur lands­manna til að kaupa upp allar fast­eignir og lóðir sem voru taldar fram á skatt­fram­töl­um. Á upp­gangs­ár­unum fyrir hrun hækk­aði íbúð­ar­verð nokkuð miðað við tekj­urnar en árið 2005 þurfti 2,4 árs­tekjur til að kaupa upp allar fast­eignir í eigu ein­stak­linga. Þetta hlut­fall lækk­aði nokkuð í hrun­inu en hækk­aði síðan aftur þegar landið fór að rísa og hélst síðan stöðugt fram til árs­ins 2017 en þá fór íbúð­ar­verð aftur að hækka miðað við tekj­urn­ar.“ 

Auglýsing
Árið 2020 þurfti tæpar þre­faldar árs­tekjur lands­manna til að kaupa upp fram­taldar fast­eign­ir. Í umfjöllun Páls er þó bent á að sölu­verð fast­eigna og þar með sölu­hagn­að­ur, hafi áhrif á kaup­verð­ið. „Sölu­hagn­aður af íbúð­ar­hús­næði er ekki tekju­færð­ur. Þótt að tekjur séu flæði­stærð og eignir stofn­stærð segir þessi sam­an­burður engu að síður nokkuð um þróun fast­eigna og tekna á skatt­fram­töl­u­m.“ 

Aðgerðir stjórn­valda ýttu undir skuld­setn­ingu

Ástæður þess að skuld­setn­ing lands­manna hafi auk­ist svona mikið á að stórum hluta rætur sínar að rekja til aðgerða stjórn­valda og Seðla­banka Íslands til að bregð­ast við efna­hags­legum afleið­ingum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Seðla­bank­inn lækk­aði stýri­vexti niður í 0,75 pró­sent sam­hliða því að hann afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka á banka og ríkið lækk­aði banka­skatt um millj­arða króna. Hið nýja svig­rúm til útlána nýttu bank­arnir fyrst og síð­ast til að lána til íbúð­ar­kaupa. Sparn­aður lands­manna hrann­að­ist á sama tíma upp vegna þess að ómög­u­­­legt var að eyða honum t.d. í ferða­lög vegna ferða­tak­­markana, og samn­ings­bundnar launa­hækk­­­­­anir tóku gild­i. Kaup­máttur lands­­manna jókst því mikið sem þýddi að geta þeirra til að skuld­setja sig varð meiri. 

Hlut­­­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú um 70 pró­­­sent en var 55 pró­­­sent í byrjun árs 2020. Á sama tíma hefur vaxta­munur bank­anna þriggja: Lands­­bank­ans, Arion banka og Íslands­­­banka hald­ist svip­aður en hagn­aður þeirra stór­auk­ist. 

Þar sem fram­boð var langtum minna en eft­ir­spurn var afleið­ingin sú að hús­næð­is­verð hækk­aði gríð­ar­lega og skuld­setn­ingin sem margir þurftu að gang­ast undir til að eign­ast þak yfir höf­uðið auk­ist sam­hliða.  Frá byrjun árs í fyrra hefur verð á hús­næði á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu til að mynda hækkað um 24 pró­­sent.

Rúm­lega 30 pró­sent fjöl­skyldna eiga skuld­laust hús­næði

Það eru þó ekki allir að skuld­setja sig í botn til að eign­ast hús­næði. Alls 34.737 fjöl­skyldur bjuggu í skuld­lausu hús­næði í lok árs 2020. Það er 30,7 pró­sent allra fjöl­skyldna, en í umfjöllun Páls kemur fram að þetta hlut­fall hafi ekki verið hærra síðan um miðjan tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. 

Þótt skuld­irnar hafi hækkað umtals­vert á árinu 2020 þá dróst sú upp­hæð sem greidd var í vexti umtals­vert sam­an. Ástæðan eru áður­nefndar stýri­vaxta­lækk­anir Seðla­banka Íslands sem lækk­aði vexti niður í 0,75 pró­sent vorið 2020, sem eru lægstu vextir Íslands­sög­unn­ar. Fyrir vikið lækk­uðu vaxta­greiðslur heim­il­anna af íbúða­lánum um 6,6 millj­arða króna á umræddi ári, þegar þeir greiddu 73,1 millj­arða króna í vexti af íbúða­lán­um. Með­al­vaxta­greiðsla var um 889.009 krónur sem eru lægstu með­al­vextir sem hafa sést síðan árið 2003.

Búast má við því að þessar tölur hafi breyst skarpt á árinu 2021. Eðl­is­breyt­ing varð á lán­­­tökum lands­­­manna sam­hliða lækkun vaxta. Sú eðl­is­breyt­ing fólst aðal­lega í því að fólk flykkt­ist í óverð­tryggð lán, aðal­lega á breyti­legum vöxt­um. Hlut­fall þeirra sem var með óverð­tryggða vexti var 27,5 pró­­­sent í byrjun árs 2020 en er nú komið yfir 50 pró­­­sent.

Hlut­­­fall lána sem er á breyt­i­­­legum vöxt­um, og fylgir því stýri­­­vaxta­hækk­­­un­um, hefur söm­u­­­leiðis aldrei verið hærra. Í nýlegum Pen­inga­­­málum sagði enda að „áhrif vaxta­breyt­inga Seðla­­­bank­ans koma því fyrr fram en áður og ljóst er að nýlegra vaxta­hækk­­­ana er þegar farið að gæta í greiðslu­­­byrði hluta heim­ila.“ 

Stýri­vaxta­hækk­un­ar­ferli, sem hófst vorið 2021, og hefur skilað stýri­vöxtum í tvö pró­sent sam­hliða því að skuld­setn­ing heim­ila hefur senni­leg­ast auk­ist veru­lega í fyrra sökum áfram­hald­andi hækk­unar á hús­næð­is­verði, mun því án nokk­urs vafa skila hærri vaxta­greiðslum lands­manna.

Virði fast­eigna Íslend­inga erlendis auk­ist um 21 millj­arð á fimm árum

Íslend­ingar eiga líka fast­eignir erlend­is. Þær voru metnar á 34,2 millj­arða króna í lok árs 2020 og höfðu hækkað um 4,6 millj­arða króna milli ára. Það er aukn­ing um 15,5 pró­sent. 

Páll skrifar að á fimm árum hafi fast­eignir í útlöndum í eigu Íslend­inga og ann­arra sem skatt­skyldir eru hér á landi auk­ist umtals­vert, eða um 21,3 millj­arða frá árinu 2015. Það er aukn­ing upp á, 165,3 pró­sent. 

Ekki er um stóran hóp Íslend­inga að ræða sem á fast­eignir erlendis sem gerð er grein fyrir á íslenskum skatt­fram­töl­um. Alls töldu 1.054 fjöl­skyldur fram fast­eignir í útlöndum vegna árs­ins 2020 sem var 71 fleiri fjöl­skyldur en árið á und­an. Þeim hefur hins vegar fjölgað hratt á áður­nefndu fimm ára tíma­bili þar sem árið 2015 áttu 415 fjöl­skyldur íbúð­ar­hús­næði erlend­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent