Eigið fé landsmanna í húsnæði dróst saman í fyrsta sinn frá árinu 2010

Húsnæði á Íslandi var metið á 5.941 milljarða króna í árslok 2020. Á tíunda áratugnum dugðu tvöfaldar heildartekjur landsmanna til að kaupa upp allar fasteignir og lóðir í landinu. Í lok árs 2020 hefði þurft þrefaldar tekjur þeirra til að gera slíkt.

Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum.
Verð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum.
Auglýsing

Virði hús­næðis á Íslandi, sam­kvæmt fast­eigna­mati, var metið á 5.941 millj­arð króna í lok árs 2020 og hækk­aði um 120 millj­arða króna milli ára. Þeim fjöl­skyldum sem áttu hús­næði fjölg­aði um 3.803 og voru 113.167 í lok áður­nefnds árs. 

Eigið fé lands­manna í íbúð­ar­hús­næði rýrn­aði hins vegar um 17,1 millj­arð króna, eða 0,4 pró­sent, milli ára. Það er í fyrsta sinn í ára­tug sem það ger­ist, en árið 2010 voru Íslend­ingar enn að takast á við marg­hátt­aðar afleið­ingar banka­hruns og mikið upp­gjör stóð yfir. Þannig hátt­aði málum ekki á árinu 2020. 

Ástæða þessa er að skuldir vegna íbúð­ar­kaupa juk­ust mik­ið, eða alls um 136,8 millj­arða króna. Það er vöxtur um 8,2 pró­sent frá árinu 2019. Skuld­irnar juk­ust fjór­falt hraðar en eignir lands­manna í íbúð­ar­hús­næði á árinu 2020.

Þetta kemur fram í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­l­inga á árinu 2021 í Tíund, frétta­­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­­ar­hag­fræð­ingur skrif­­ar. 

Erf­ið­ara að kaupa íbúðir

Þar skrifar hann að fast­eignir hafi orðið dýr­ari með árunum og að erf­ið­ara hafi orðið fyrir fólk að kaupa íbúð­ir. „Á tíunda ára­tugnum dugðu tæpar tvö­faldar heild­ar­tekjur lands­manna til að kaupa upp allar fast­eignir og lóðir sem voru taldar fram á skatt­fram­töl­um. Á upp­gangs­ár­unum fyrir hrun hækk­aði íbúð­ar­verð nokkuð miðað við tekj­urnar en árið 2005 þurfti 2,4 árs­tekjur til að kaupa upp allar fast­eignir í eigu ein­stak­linga. Þetta hlut­fall lækk­aði nokkuð í hrun­inu en hækk­aði síðan aftur þegar landið fór að rísa og hélst síðan stöðugt fram til árs­ins 2017 en þá fór íbúð­ar­verð aftur að hækka miðað við tekj­urn­ar.“ 

Auglýsing
Árið 2020 þurfti tæpar þre­faldar árs­tekjur lands­manna til að kaupa upp fram­taldar fast­eign­ir. Í umfjöllun Páls er þó bent á að sölu­verð fast­eigna og þar með sölu­hagn­að­ur, hafi áhrif á kaup­verð­ið. „Sölu­hagn­aður af íbúð­ar­hús­næði er ekki tekju­færð­ur. Þótt að tekjur séu flæði­stærð og eignir stofn­stærð segir þessi sam­an­burður engu að síður nokkuð um þróun fast­eigna og tekna á skatt­fram­töl­u­m.“ 

Aðgerðir stjórn­valda ýttu undir skuld­setn­ingu

Ástæður þess að skuld­setn­ing lands­manna hafi auk­ist svona mikið á að stórum hluta rætur sínar að rekja til aðgerða stjórn­valda og Seðla­banka Íslands til að bregð­ast við efna­hags­legum afleið­ingum kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Seðla­bank­inn lækk­aði stýri­vexti niður í 0,75 pró­sent sam­hliða því að hann afnám sveiflu­jöfn­un­ar­auka á banka og ríkið lækk­aði banka­skatt um millj­arða króna. Hið nýja svig­rúm til útlána nýttu bank­arnir fyrst og síð­ast til að lána til íbúð­ar­kaupa. Sparn­aður lands­manna hrann­að­ist á sama tíma upp vegna þess að ómög­u­­­legt var að eyða honum t.d. í ferða­lög vegna ferða­tak­­markana, og samn­ings­bundnar launa­hækk­­­­­anir tóku gild­i. Kaup­máttur lands­­manna jókst því mikið sem þýddi að geta þeirra til að skuld­setja sig varð meiri. 

Hlut­­­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú um 70 pró­­­sent en var 55 pró­­­sent í byrjun árs 2020. Á sama tíma hefur vaxta­munur bank­anna þriggja: Lands­­bank­ans, Arion banka og Íslands­­­banka hald­ist svip­aður en hagn­aður þeirra stór­auk­ist. 

Þar sem fram­boð var langtum minna en eft­ir­spurn var afleið­ingin sú að hús­næð­is­verð hækk­aði gríð­ar­lega og skuld­setn­ingin sem margir þurftu að gang­ast undir til að eign­ast þak yfir höf­uðið auk­ist sam­hliða.  Frá byrjun árs í fyrra hefur verð á hús­næði á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu til að mynda hækkað um 24 pró­­sent.

Rúm­lega 30 pró­sent fjöl­skyldna eiga skuld­laust hús­næði

Það eru þó ekki allir að skuld­setja sig í botn til að eign­ast hús­næði. Alls 34.737 fjöl­skyldur bjuggu í skuld­lausu hús­næði í lok árs 2020. Það er 30,7 pró­sent allra fjöl­skyldna, en í umfjöllun Páls kemur fram að þetta hlut­fall hafi ekki verið hærra síðan um miðjan tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. 

Þótt skuld­irnar hafi hækkað umtals­vert á árinu 2020 þá dróst sú upp­hæð sem greidd var í vexti umtals­vert sam­an. Ástæðan eru áður­nefndar stýri­vaxta­lækk­anir Seðla­banka Íslands sem lækk­aði vexti niður í 0,75 pró­sent vorið 2020, sem eru lægstu vextir Íslands­sög­unn­ar. Fyrir vikið lækk­uðu vaxta­greiðslur heim­il­anna af íbúða­lánum um 6,6 millj­arða króna á umræddi ári, þegar þeir greiddu 73,1 millj­arða króna í vexti af íbúða­lán­um. Með­al­vaxta­greiðsla var um 889.009 krónur sem eru lægstu með­al­vextir sem hafa sést síðan árið 2003.

Búast má við því að þessar tölur hafi breyst skarpt á árinu 2021. Eðl­is­breyt­ing varð á lán­­­tökum lands­­­manna sam­hliða lækkun vaxta. Sú eðl­is­breyt­ing fólst aðal­lega í því að fólk flykkt­ist í óverð­tryggð lán, aðal­lega á breyti­legum vöxt­um. Hlut­fall þeirra sem var með óverð­tryggða vexti var 27,5 pró­­­sent í byrjun árs 2020 en er nú komið yfir 50 pró­­­sent.

Hlut­­­fall lána sem er á breyt­i­­­legum vöxt­um, og fylgir því stýri­­­vaxta­hækk­­­un­um, hefur söm­u­­­leiðis aldrei verið hærra. Í nýlegum Pen­inga­­­málum sagði enda að „áhrif vaxta­breyt­inga Seðla­­­bank­ans koma því fyrr fram en áður og ljóst er að nýlegra vaxta­hækk­­­ana er þegar farið að gæta í greiðslu­­­byrði hluta heim­ila.“ 

Stýri­vaxta­hækk­un­ar­ferli, sem hófst vorið 2021, og hefur skilað stýri­vöxtum í tvö pró­sent sam­hliða því að skuld­setn­ing heim­ila hefur senni­leg­ast auk­ist veru­lega í fyrra sökum áfram­hald­andi hækk­unar á hús­næð­is­verði, mun því án nokk­urs vafa skila hærri vaxta­greiðslum lands­manna.

Virði fast­eigna Íslend­inga erlendis auk­ist um 21 millj­arð á fimm árum

Íslend­ingar eiga líka fast­eignir erlend­is. Þær voru metnar á 34,2 millj­arða króna í lok árs 2020 og höfðu hækkað um 4,6 millj­arða króna milli ára. Það er aukn­ing um 15,5 pró­sent. 

Páll skrifar að á fimm árum hafi fast­eignir í útlöndum í eigu Íslend­inga og ann­arra sem skatt­skyldir eru hér á landi auk­ist umtals­vert, eða um 21,3 millj­arða frá árinu 2015. Það er aukn­ing upp á, 165,3 pró­sent. 

Ekki er um stóran hóp Íslend­inga að ræða sem á fast­eignir erlendis sem gerð er grein fyrir á íslenskum skatt­fram­töl­um. Alls töldu 1.054 fjöl­skyldur fram fast­eignir í útlöndum vegna árs­ins 2020 sem var 71 fleiri fjöl­skyldur en árið á und­an. Þeim hefur hins vegar fjölgað hratt á áður­nefndu fimm ára tíma­bili þar sem árið 2015 áttu 415 fjöl­skyldur íbúð­ar­hús­næði erlend­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent