Hætt við að borga leikskólastarfsmönnum 75 þúsund fyrir að fá vini og ættingja til starfa

Í gær var greint frá því að starfsmenn á leikskólum Reykjavíkurborgar áttu að fá 75 þúsund króna launaauka ef þeir fá vini sína eða ættingja til starfa á leikskólum. Félag leikskólakennara sagði „Tupperware píramída hvatningu“ ólíklega til árangurs.

Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar.
Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg hefur hætt við að borga leik­skóla­starfs­mönnum 75 þús­und króna launa­auka fyrir að hvetja vini eða ætt­ingja til að koma til starfa í leik­skólum borg­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá borg­inni í dag. 

Þar segir að ákveðið hafi verið að leggja til­lög­una til hliðar „en leggja því meiri kraft í að þróa aðrar hug­myndir eins og nýja aug­lýs­inga­her­ferð, efla íslensku­kennslu og bæta mót­töku nýliða, þróa aðgengi­legra umsókn­ar­kerfi, auka grein­ing­ar­vinnu, efla stuðn­ing við ein­staka leik­skóla, og sam­starf við ráðn­inga­stofur og Háskóla Íslands.“ Þá verði leitað leiða til að hlúa betur að starfs­um­hverf­inu til að draga úr starfs­manna­veltu.

Kjarn­inn greindi fyrstur miðla frá því í gær að Reykja­vík­­­ur­­borg ætl­aði sér að ráð­­ast í nokkrar aðgerðir til þess að reyna að laða fólk að störfum á leik­­skól­um, meðal ann­­ars nýja aug­lýs­inga­her­­ferð og verk­efni sem felst í að greiða starfs­­mönnum leik­­skóla fyrir að fá vini og ætt­­ingja til starfa í skól­un­­um. Alls er um að ræða 75 þús­und króna launa­auka sem greiddur er út þegar vin­­ur­inn eða ætt­­ing­inn er búinn að starfa í þrjá mán­uði á leik­­skóla.

Auglýsing

Áætl­­aður kostn­aður við launa­auk­ann nam fimm millj­­ónum króna af þeim 20 milljón krónum sem borg­­ar­ráð sam­­þykkti á fimmtu­dag að ráð­stafa til aðgerða sem ætlað er að fjölga starfs­­mönnum á leik­­skólum borg­­ar­inn­­ar.

Í til­­lögum frá skóla- og frí­­stunda­sviði sem lagðar voru fram af Degi B. Egg­erts­­syni borg­­ar­­stjóra í borg­­ar­ráði sagði að fyr­ir­huguð fjölgun leik­­skóla­­plássa á næstu árum fæli í sér að fjölga þurfi starfs­­mönnum á leik­­skólum um 250-300 næstu 3-4 árin. Búast mætti við því að það verði krefj­andi, þar sem ekki hafi tek­ist að full­manna leik­­skóla borg­­ar­innar í haust.

Mikið gagn­rýni

Áformin um að borga starfs­fólki til að hvetja vini og ætt­ingja til að starfa á leik­skólum voru harð­lega gagn­rýnd víða. 

​​Fé­lag leik­­skóla­­kenn­­ara sagði til að mynda í stöðu­upp­færslu á Face­book að sú til­­laga „að búa til Tupp­erware píramída hvatn­ingu vegna ráðn­­inga starfs­­fólks í leik­­skóla“ væri langt því frá lík­­­leg til þess að ráð­­ast á rót mönn­un­­ar­­vanda í leik­­skól­­um.

Í færslu félags­­ins sagði að stærsta verk­efni sveit­­ar­­fé­laga væri að fjölga leik­­skóla­­kenn­­urum og hafi lengi ver­ið. „Leik­­skóla­­stigið hefur þró­­ast hratt sem skóla­­stig. Ákvarð­­anir sam­­fé­lags­ins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fylli­­lega til enda hefur aukið á vand­ann, aukið mönn­un­­ar­þörf og hægt á hlut­­falls­­legri fjölgun leik­­skóla­­kenn­­ara þrátt fyrir mikla fjölgun í leik­­skóla­­kenn­­ara­­námi und­an­farin ár.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent