Eiginkona þingmanns fær makrílkvóta, hann telur sig ekki vanhæfan til að fjalla um málið

14425827783_237988f064_z.jpg
Auglýsing

Útgerð­ar­fé­lag í eigu Páls Jóhanns Páls­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokk­ins og nefnd­ar­manns í atvinnu­veg­ar­nefnd, mun fá úhlutað mak­ríl­kvóta að verð­mæti 50 millj­ónir króna ef frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um úthlutun mak­ríl­kvóta verður að lög­um. Hann telur sig ekki van­hæfan til að fjalla um frum­varpið í atvinnu­vega­nefnd né í þing­inu.

Frá þessu var greint í Frétta­blað­inu í dag. Þar kemur einnig fram að bátur í eigu Dav­íðs Freys Jóns­son­ar, sem situr í sjáv­ar­út­vegs­nefnd Fram­sókn­ar­flokks­ins, fái úthlutað mak­ríl­kvóta sem metin sé á 200 millj­ónir króna. Bát­ur­inn fær þrefalt meiri kvóta en hann veiddi á síð­asta ári.

Tekjur vegna mak­ríls um og yfir 20 millj­arðar á áriSig­urður Ingi lagði fram frum­varp á Alþingi um úthlutun á mak­ríl­kvóta rétt fyrir páska. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður afla­hlut­deildum (kvóta) úthlutað niður á skip í áþekkum hlut­föllum og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári. Enda byggir úthlut­unin á núver­andi fisk­veiði­ári á veiði­reynslu fyrri ára. Útgerðir skipa og báta sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 fá afla­hlut­deild í mak­ríl úthlut­að. Hömlur eru á við­skiptum með afla­heim­ild­ir. Fram­sal verður óheim­ilt en til­flutn­ingur milli skipa innan sömu útgerðar verður heim­il. Þetta þýðir að mak­ríl­kvót­inn mun ekki geta gengið kaupum og sölum á milli útgerða líkt og tíðkast með aðrar teg­undir innan kvóta­kerf­is­ins. Í það minnsta ekki fyrst um sinn.

Um gríð­ar­lega hags­muni er að ræða, enda hafa tekjur útgerð­ar­fé­laga vegna mak­ríls verið um og yfir 20 millj­arðar króna á ári und­an­farin ár.

Auglýsing

Telur sig hafa mikla þekk­ingu og ekki vera van­hæfanÍ Frétta­blað­inu í dag er greint frá því að útgerð­ar­fé­lag eig­in­konu Páls Jóhanns fái úthlutað mak­ríl­kvóta að verð­mæti 50 millj­ónir króna ef frum­varpið fær fram að ganga. Í sam­tali við blaðið seg­ist Páll Jóhann ekki telja sig van­hæfan til að vinna að frum­varp­inu þótt eig­in­kona hans verði eig­andi að mak­ríl­kvóta verði það að lög­um.  „Nei, ég tel mig ekki van­hæf­an. Ég tel mig hafa það mikla þekk­ingu á sjáv­ar­út­vegi að ég geti tjáð mig um málið í þing­in­u.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None