Eignarhald 365 miðla opinberað, listinn birtur

365nytt.jpg
Auglýsing

Upp­lýst hefur verið um end­an­lega eig­endur á 18,6 pró­sent eign­ar­hlut í 365 miðlum á heima­síðu Fjöl­miðla­nefnd­ar. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa verið tregir til að upp­lýsa um hver eig­endur Auðar 1 fjár­fest­inga­sjóðs, sem stýrt er af fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Virð­ingu, séu. Fjöl­miðla­nefnd óskaði eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­haldið þann 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn og gaf frest til 5. jan­ú­ar. Þau svör sem bár­ust fyrir þann tíma þóttu ekki full­nægj­andi og því var óskað eftir ítar­legri upp­lýs­ing­um. Þær hafa nú borist. Á meðal eig­enda eru margir helstu eig­endur Virð­ing­ar, íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og kröfu­hafar hins fallna banka Glitn­is.

Eign­ar­hald Auðar 1 er eft­ir­far­andi:AC eign­ar­hald hf., 10,6%. Hluta­skrá AC eign­ar­halds má nálgast hér.

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, 9,4%

Sam­ein­aði líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, 6,3%

Stapi, líf­eyr­is­sjóð­ur, 6,3%

Berg­lind Björk Jóns­dótt­ir, 6,3%

Monóna ehf., eig­andi Ragn­heiður Jóna Jóns­dótt­ir, 6,3%

Stafir líf­eyr­is­sjóð­ur, 4,7%

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, 4,7%

Söfn­un­ar­sjóður líf­eyr­is­rétt­inda, 4,7%

Al­menni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, 4,7%

Glitnir Eign­ar­halds­fé­lag, eig­endur kröfu­hafar Glitnis banka, 4,7%

Ný­sköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins, 4,7%

Festa líf­eyr­is­sjóð­ur, 3,1%

Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja, 3,1%

Ing­unn Wern­ers­dótt­ir, 3,1%

Arkur ehf., eig­andi Stein­unn Jóns­dótt­ir, 3,1%

Hlut­deild, deild Vinnu­deilu­sjóðs SA, 3,1%

Líf­eyr­is­sjóður verk­fræð­inga, 1,6%

Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna sveit­ar­fé­laga, 1,6%

Eign­ar­halds­fé­lagið Bruna­bóta­fé­lag Íslands, 1,6%

Erna Gísla­dótt­ir, 1,6%

Heið­ar­lax ehf., eig­andi Rud­olf Lamprecht, 1,5%

Guð­björg Edda Egg­erts­dótt­ir, 1,2%

KP Capi­tal ehf., eig­andi Kristín Pét­urs­dótt­ir, 0,8%

Jón Sig­urðs­son, 0,8%

Mið­eind ehf., eig­andi Vil­hjálmur Þor­steins­son, 0,8%

Kjarn­inn hafði greint frá því í lok des­em­ber hvernig eign­ar­haldi Auðar 1 væri háttað að mest­u. Langstærsti ein­staki eig­andi 365 miðla er Ingi­björg Pálma­dóttir og félög á hennar vegum með tæp­lega 80 pró­sent eign­ar­hlut. Ingi­björg og félög hennar eiga einnig 100 pró­sent B-hluta­bréfa í 365 miðl­um.

Afleið­ing af sam­ein­ingu við Tal365 miðl­ar, langstærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, og Tal sam­ein­uð­ust í des­em­ber undir merkjum 365 eftir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti sam­runa ­fé­lag­anna, með skil­yrð­um. Við það eign­uð­ust fyrrum hlut­hafar Tals 19,8 pró­sent hlut í sam­ein­uðu félagi, sem mun bera nafn 365 miðla. Stærsti eig­andi Tals var Auður 1, sjóður í stýr­ingu hjá Virð­ingu, en hann á 18,6 pró­sent beinan hlut í 365 miðlum eftir að sam­run­inn gekk í gegn. Líkt og tíðkast með fram­taks- og fjár­fest­inga­sjóði er eign­ar­hald hans ekki opin­bert.

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum frá fjöl­miðla­nefnd um hvort kallað hefði verið eftir upp­lýs­ingum um hvert end­an­legt eign­ar­hald á sjóðnum Auður 1 væri, enda segir í fjöl­miðla­lögum að nefndin eigi að fá allar upp­lýs­ingar og gögn svo „rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kraf­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar“.

Auglýsing

Þau svör feng­ust upp­runa­lega að nefndin hefði leitað eftir upp­lýs­ingum haustið 2014. Þar feng­ust þær upp­lýs­inga að starfs­menn Virð­ingar væru stjórn­ar­menn í Auði 1 og héldi á meiri­hluta atkvæð­is­réttar í félag­inu. Því skiptu eig­endur sjóðs­ins ekki máli. Það var því mat nefnd­ar­innar að sækj­ast ekki eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald­ið.

Kjarn­inn fjall­aði um málið í kjöl­farið og degi síðar hafi fjöl­miðla­nefnd skipt um skoðun og kall­aði eftir frek­ari upp­lýs­ingum um eign­ar­hald­ið. 365 miðlar fékk frest til að svara þar til, 5. jan­ú­ar. Svarið sem barst þótti ekki full­nægj­andi og því óskaði fjöl­miðla­nefnd eftir frek­ari upp­lýs­ing­um, sem hafa nú borist.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna mun taka gildi 1. júlí næstkomandi og vera afturvirk til síðustu áramóta. Laun ráðherra hækka um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None