Ríkisstjórn Grikklands byrjar með hvelli og hlutabréf hríðfalla

h_51768206.jpeg
Auglýsing

Ný rík­is­stjórn Grikk­lands til­kynnti í morgun að einka­væð­ing á tveimur stórum fyr­ir­tækjum yrði stöðvuð strax og upp­sagnir þús­unda opin­berra starfs­manna yrðu dregnar til baka með laga­setn­ing­u. ­Sala á fyr­ir­tækj­unum tveimur og upp­sagn­irn­ar voru skil­yrði sam­komu­lags við Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn fyrir lán­veit­ing­um. Þá hefur verið greint frá því að rík­is­stjórnin ætli að gera það að sínu fyrsta laga­frum­varpi að hækka lág­marks­laun í land­inu á nýjan leik.

Það má því segja að rík­is­stjórnin hafi byrjað með hvelli, en fyrsti rík­is­stjórn­ar­fund­ur­inn var hald­inn í morg­un. Þar sagði Alexis Tsipras, nýr for­sæt­is­ráð­herra, að rík­is­stjórnin ætti ein­stak­lega erfitt verk fyrir hönd­um. Ætl­unin væri alls ekki að fara í átök við Evr­ópu­sam­bandið sem myndu enda með sam­eig­in­legri tor­tím­ingu, „en við munum ekki halda áfram kúg­un­ar­stefn­u.“

Þá greindi hann frá því að Jer­oen Dijs­sel­bloem, fjár­mála­ráð­herra Hollands og for­seti evru­hóps­ins, er á leið til Aþenu og mun funda með grískum stjórn­völdum á föstu­dag. Það verður vænt­an­lega fyrsti form­legi fund­ur­inn um deilur milli Grikkja og lán­ar­drottna þeirra.

Auglýsing

Núver­andi sam­komu­lagi við ESB og AGS lýkur í lok febr­úar og enn á eftir að greiða 1,8 millj­arð evra til Grikk­lands sam­kvæmt því. Það er þó skil­yrðum háð og óvíst hvort upp­hæðin verður greidd nú.Yfir­lýs­ingar morg­uns­ins hafa haft miklar afleið­ingar á mörk­uð­um. Hluta­bréf í stærstu bönkum Grikk­lands, Pira­eus og Euro­bank, hafa til að mynda lækkað um 20 pró­sent það sem af er degi.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None