Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Borgun slf. sé hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Borgun hf., sem nemur 33%.
Í janúar komst eftirlitið að sömu niðurstöðu varðandi 25 prósenta hlut sama félags í Borgun.
Landsbankinn seldi 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. í lok nóvember til félagsins Borgun slf., en söluverðið var tæpir 2,2 milljarðar króna. Ekkert formlegt söluferli fór fram áður en félagið var selt, eins og Kjarninn greindi frá. Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðs Landsbankans, lét þau orð falla á aðalfundi Landsbankans í gær að bankinn hefði betur átt að selja hlutinn í Borgun í opnu ferli.
Eigendur Borgunar slf. nokkrir, þ.e. félagið Orbis Borgunar slf., Stálskip ehf., P126 ehf. sem er í eigu Einars Sveinssonar, í gegnum móðurfélagið Charamino Holdings Limited sem skráð er á Lúxemborg. Þá á félagið Pétur Stefánsson ehf. einnig hlut í Borgun slf., en forsvarsmaður þess er Sigvaldi Stefánsson.