Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um menningarminjar, sem meðal annars fælu í sér heimild til þess að taka mannvirki og lönd eignarnámi. Markmið frumvarpsins er að tryggja friðlýsingu menningarminja.
Nú er óskandi að á bak við þetta sé góður vilji, en hættuljósin fara samt strax í gang. Þarna er forsætisráðherra að sýna vilja til þess að innleiða víðtækan eignarnámsmöguleika á eignum í einkaeigu. Sósíalismi í sinni tærustu mynd, segir kannski einhver.
Forvitnilegt verður að vita hvernig fólk í Sjálfstæðisflokknum horfir á þetta mál.
Auglýsing