Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ætla að ræða við bakland sitt um framhald myndun meirihluta í Reykjavík í kjölfar þess að Þórdís Lóa Þórhalssdóttir, oddviti Viðreisnar, hafi lýst því yfir að flokkurinn myndi ekki leita annað en í samstarf með Pírötum og Samfylkingunni. Einar segir í samtali við mbl.is að þá sé orðið ljóst að aðeins einn möguleiki sé á myndun meirihluta.
Auglýsing
„Þá þarf ég að íhuga aðeins stöðuna sem er kominn upp. Ég held að ég þurfi að tala við mitt bakland því að án Viðreisnar og VG er ekki hægt að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Einar í samtali við mbl.is.
Jafnframt sagði hann að engar formlegar viðræður væru í gangi og engir fundir á dagskrá.