Einstaklingur vill 90 milljónir frá Vodafone vegna innbrots tölvuhakkara

13958697800-216bb58dff-z.jpg
Auglýsing

Annar ein­stak­lingur hefur stefnt Voda­fone vegna inn­brots­þjófn­aðar erlends tölvu­hakk­ara á heima­síðu Voda­fone í nóv­em­ber 2013, og dreif­ingu á stolnu gögn­un­um. Ein­stak­ling­ur­inn krefst 90 millj­óna króna í skaða- og miska­bætur auk vaxta og máls­kostn­að­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Voda­fone til Kaup­hallar Íslands.

Þetta er önnur stefnan sem berst Voda­fone vegna máls­ins, en eins og greint var frá í byrjun febr­úar stefndi annar ein­stak­lingur Voda­fone vegna máls­ins. Sá ein­stak­lingur krefst 8,4 millj­óna króna frá Voda­fo­ne.

„Sem fyrr telur félagið veru­legan vafa leika á bóta­skyldu og að dæmdar fjár­hæð­ir, telji dóm­stólar bóta­skyldu yfir höfuð til stað­ar, hafi í öllu falli óveru­leg áhrif á rekstur og efna­hag félags­ins. Fyrir liggur að stefnu­fjár­hæð er í engu sam­ræmi við dómafor­dæmi í skaða- og miska­bóta­málum hér á landi. Gerð verður grein fyrir þess­ari og mögu­legum frek­ari máls­höfð­unum í skýr­ingum árs­fjórð­ungs­upp­gjöra eða eftir því sem við getur átt,“ segir í til­kynn­ingu Voda­fo­ne.

Auglýsing

Stór­tæk­asta árás í einka­líf Íslend­inga frá upp­hafiInn­brotið inn á heima­síðu Voda­fo­ne, sem er eina fjar­skipta­fyr­ir­tækið sem er skráð á markað á Íslandi, átti sér stað að morgni 30. nóv­em­ber 2013.

Þjófnum tókst að kom­ast yfir um 79 þús­und smá­skila­boð sem send höfðu verið af heima­síðu Voda­fone á síð­ustu þremur árum, mik­inn fjölda lyk­il­orða við­skipta­vina Voda­fone að not­enda­síðum þeirra hjá fyr­ir­tæk­inu, fjögur kredit­korta­númer og gríð­ar­legt magn upp­lýs­inga um möfn og kenni­tölur við­skipta­vina. Gögnin birti hann síðan opin­ber­lega. Stuld­ur­inn, og birt­ing gagn­anna, er stór­tæk­asta inn­rás í einka­líf Íslend­inga sem nokkru sinni hefur átt sér stað.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None