Einstaklingur vill 90 milljónir frá Vodafone vegna innbrots tölvuhakkara

13958697800-216bb58dff-z.jpg
Auglýsing

Annar ein­stak­lingur hefur stefnt Voda­fone vegna inn­brots­þjófn­aðar erlends tölvu­hakk­ara á heima­síðu Voda­fone í nóv­em­ber 2013, og dreif­ingu á stolnu gögn­un­um. Ein­stak­ling­ur­inn krefst 90 millj­óna króna í skaða- og miska­bætur auk vaxta og máls­kostn­að­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Voda­fone til Kaup­hallar Íslands.

Þetta er önnur stefnan sem berst Voda­fone vegna máls­ins, en eins og greint var frá í byrjun febr­úar stefndi annar ein­stak­lingur Voda­fone vegna máls­ins. Sá ein­stak­lingur krefst 8,4 millj­óna króna frá Voda­fo­ne.

„Sem fyrr telur félagið veru­legan vafa leika á bóta­skyldu og að dæmdar fjár­hæð­ir, telji dóm­stólar bóta­skyldu yfir höfuð til stað­ar, hafi í öllu falli óveru­leg áhrif á rekstur og efna­hag félags­ins. Fyrir liggur að stefnu­fjár­hæð er í engu sam­ræmi við dómafor­dæmi í skaða- og miska­bóta­málum hér á landi. Gerð verður grein fyrir þess­ari og mögu­legum frek­ari máls­höfð­unum í skýr­ingum árs­fjórð­ungs­upp­gjöra eða eftir því sem við getur átt,“ segir í til­kynn­ingu Voda­fo­ne.

Auglýsing

Stór­tæk­asta árás í einka­líf Íslend­inga frá upp­hafiInn­brotið inn á heima­síðu Voda­fo­ne, sem er eina fjar­skipta­fyr­ir­tækið sem er skráð á markað á Íslandi, átti sér stað að morgni 30. nóv­em­ber 2013.

Þjófnum tókst að kom­ast yfir um 79 þús­und smá­skila­boð sem send höfðu verið af heima­síðu Voda­fone á síð­ustu þremur árum, mik­inn fjölda lyk­il­orða við­skipta­vina Voda­fone að not­enda­síðum þeirra hjá fyr­ir­tæk­inu, fjögur kredit­korta­númer og gríð­ar­legt magn upp­lýs­inga um möfn og kenni­tölur við­skipta­vina. Gögnin birti hann síðan opin­ber­lega. Stuld­ur­inn, og birt­ing gagn­anna, er stór­tæk­asta inn­rás í einka­líf Íslend­inga sem nokkru sinni hefur átt sér stað.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None