Stjórnvöld standa nú frammi fyrir einstöku tækifæri, þegar kemur að því að endurskipuleggja fjármálakerfið. Tilboð kröfuhafa Glitnis, um að íslenska ríkið eignist Íslandsbanka að fullu, setur íslenska ríkið í þá stöðu að það getur verið með um 70 prósent af fjármálamarkaðnum á Íslandi. Ríkið 98 prósent í Landsbankanum, Íbúðalánasjóð og Byggðastofnun, þó hún teljist ekki stór lánastofnun á heildina litið. En með Íslandsbanka er þetta um 70 prósent af fjármálamarkaðnum.
Það virðist blasa við að mikil hagræðing geti átt sér stað, áður. Almenningur fjármagnar bankakerfið með innlánum sínum, og hugsanlega gætu stjórnvöld séð tækifæri í því að einfalda fjármálakerfið, og hagræða mikið. Markmiðið ætti alltaf að vera að bjóða fólki eins góð kjör á lánum og kostur er, og góða þjónustu sömuleiðis. Þegar kemur að því að selja hlutabréf til einkaaðila þá er gott að vita núna, hvernig á ekki að gera hlutina. Síðasta einkavæðing er þrykkt á sögubækurnar sem klúður.
Það er vel hugsanlegt að það sé meiningarmunur milli stjórnarflokkanna, þegar að þessum málum kemur, og verður spennandi að fylgjast með því hvaða áherslur verða ofan á. Líklegt verður að telja, almenningur sé opinn fyrir miklum breytingum á fjármálakerfinu eftir það sem á undan er gengið.