Einungis verði hægt að „taka tollinn“ í brugghúsunum

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill að ráðherra verði gert að setja hömlur á það magn áfengis sem brugghús mega selja beint frá framleiðslustað, og telur rétt að miða við sama magn og kaupa má í fríhafnarverslunum.

Formaður allherjar- og menntamálanefndar telur líklegt að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem meirihlutinn leggur til.
Formaður allherjar- og menntamálanefndar telur líklegt að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem meirihlutinn leggur til.
Auglýsing

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar Alþingis leggur til tvær fremur stórar breyt­ing­ar­til­lögur við svo­kallað brugg­húsa­frum­varp Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra, sem átti í upp­haf­legri mynd að opna á það að brugg­hús gætu selt bjór í neyslu­pakkn­ingum „beint frá býl­i“.

Með breyt­ing­unum sem meiri­hlut­inn leggur til og gerir grein fyrir í nefnd­ar­á­liti sem birt­ist á vef þings­ins í dag er opnað á það að aðrir áfengir drykkir en ein­ungis bjór verði seldir beint frá fram­leiðslu­stað. Einnig er lagt til að ráð­herra hámarki það magn sem selja megi hverjum ein­stak­ling með því að setja sér­staka reglu­gerð um það. Nefndin telur rétt að það verði sama magn áfengis og kaupa má í frí­hafn­ar­verslun við kom­una til lands­ins.

Ekki rétt að mis­muna þeim sem brugga sterkt vín

Fram kemur í nefnd­ar­á­lit­inu að meiri­hlut­inn telji „ekki mál­efna­legt að gera grein­ar­mun á milli fram­leið­enda áfeng­is“ og því verði hægt að selja aðra áfenga drykki, líka þá sem inni­halda yfir 12 pró­sent alkó­hól.

Auglýsing

Í til­viki áfengis sem er sterkara en 12 pró­sent verður þó sá aðili sem fram­leiðir drykk­inn að fram­leiða undir 100 þús­und lítra á ári, á meðan að fram­leið­endur áfengra drykkja sem með áfeng­is­pró­sentu undir 12 pró­sentum mega að hámarki fram­leiða 500 þús­und lítra á ári til þess að fá leyfi til að selja áfengi beint frá fram­leiðslu­stað.

Hámarks­magn til hvers og eins

Meiri­hluti nefnd­ar­innar vill svo að hömlur verði settar á það magn sem hver og einn ein­stak­lingur má kaupa af bjór. Þetta telur meiri­hlut­inn rétt að gera, þar sem mark­mið frum­varps­ins sé að veita „þrönga und­an­þágu frá einka­leyfi rík­is­ins á smá­sölu áfeng­is“ og einnig með hlið­sjón af lýð­heilsu­sjón­ar­mið­um.

„Telur meiri hlut­inn eðli­legt að vísa til þess fyr­ir­komu­lags sem við­haft er í frí­höfnum á Íslandi, sem tak­markar magn með reikni­reglu sem bygg­ist á áfeng­is­ein­ing­um. Meiri hlut­inn telur nauð­syn­legt í ljósi þeirra lýð­heilsu­sjón­ar­miða sem komu fram við umfjöllun nefnd­ar­inn­ar, m.a. frá emb­ætti land­lækn­is, að magn­tak­mark­anir séu þær sömu og finna má í 4. gr. reglu­gerðar nr. 630/2008,“ segir í áliti meiri­hlut­ans, en umrædd reglu­gerð fjallar um ýmis toll­fríð­indi.

Bryndís Haraldsdóttir er formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.

Þar seg­ir, um áfengi, að ferða­menn megi flytja inn toll­frjálst áfengi, 1 lítra af sterku áfengi og 1 lítra af létt­víni, eða 3 lítra af létt­víni eða 1 lítra af sterku áfengi, eða 1,5 lítra af létt­víni og 6 lítra af öli.

Ein­hverjar svip­aðar tak­mark­anir myndu gilda um sölu beint frá brugg­húsum lands­ins, ef frum­varpið fæst sam­þykkt á Alþingi með þessum breyt­ingum meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar. Bryn­dís Har­alds­dóttir for­maður nefnd­ar­innar sagði við mbl.is fyrr í dag að hún reikn­aði með því að frum­varpið yrði að lögum fyrir þing­lok, sem fyr­ir­huguð eru síðar í vik­unni.

Sjö nefnd­ar­menn skrifa undir álit meiri­hlut­ans, þau Bryn­dís Har­alds­dóttir og Birgir Þór­ar­ins­son Sjálf­stæð­is­flokki, Jóhann Frið­rik Frið­riks­son og Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dóttur Fram­sókn, Kári Gauta­son Vinstri græn­um, Arn­dís Anna K. Gunn­ars­dóttir Pírötum og Hilda Jana Gísla­dóttir frá Sam­fylk­ingu.

Hilda Jana ritar undir álitið með fyr­ir­vara varð­andi það að heim­ilt verði að selja vín sem er sterkara en 12 pró­sent. Í fyr­ir­vara hennar segir að um sé að ræða veiga­mikla breyt­ingu, sem ekki hafi fengið við­eig­andi umfjöllun í nefnd­inni og umsagn­ar­að­ilar hafi ekki fengið að bregð­ast við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent