Fyrirtækið 1912 ehf. hefur í samráði við matvælaeftir Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað tvær vörutegundir af hökkuðum heslihnetum þar sem aflatoxín (eitur myglusvepps) mældist yfir viðmiðunarmörkum í hráefninu sem notað er til framleiðslunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem send var fjölmiðlum nú síðdegis.
Mynd af umræddum vörum er einkennismynd þessarar fréttar, en um er að ræða hakkaðar heslihnetur frá Hagver og Líf.
Auglýsing
Reykjavíkurborg beinir þeim tilmælum til þeirra sem keypt hafa vörurnar að neyta þeirra ekki heldur farga eða skila til Nathan & Olsen hf. Klettagörðum 19 í Reykjavík.