Ekkert bannar Hönnu Birnu að tjá sig um lekamálið

hannabirna.jpg
Auglýsing

Hvorki lögregluyfirvöld né Ríkssaksóknari hafa meinað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að tjá sig opinberlega um lekamálið svokallaða í fjölmiðlum, samkvæmt heimildum Kjarnans. Í sjónvarpsviðtali við Valgeir Örn Ragnarsson fréttamann hjá RÚV, á tröppum stjórnarráðsins í morgun, sagði Hanna Birna hins vegar að hún geti ekki tjáð sig um málið efnislega fyrr en rannsókn þess lýkur. Þangað til geti málsaðilar ekki varið sig á meðan málið sé til rannsóknar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Þórey Vilhjálmsdóttir og Gísli Freyr Valdórsson aðstoðarmenn ráðherra hafa verið yfirheyrð vegna lekamálsins, ásamt fimm starfsmönnum ráðuneytisins sem bendlaðir eru við málið. Heimildir Kjarnans herma að einhverjir áttmenninganna hafi réttarstöðu sakborninga við rannsókn málsins. Kjarninn hefur hvorki upplýsingar um hver þeirra hafi réttarstöðu sakbornings, né hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sé ein þeirra.

Staðfestir í viðtali að skjalið hafi verið unnið í ráðuneytinu


Frá því að Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms á föstudaginn, þar sem kröfu lögreglu um að fréttastjóri mbl.is yrði gert að svara spurningum um tilurð fréttar um hælisleitandann Tony Omos sem sögð var byggja á margumræddu minnisblaði, var hafnað, hefur þögn innanríkisráðherra verið ærandi.

Í dómi Hæstaréttar komu nefnilega fram upplýsingar sem varpa nokkru ljósi á málið. Þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, í fjölmiðlum og í ræðustól Alþingis, um að umrædd gögn um hælisleitandann Tony Omos væru ekki sambærileg við nein gögn í innanríkisráðuneytinu, hefur rannsókn lögreglu leitt í ljós að minnisblaðið, sem rataði í hendur fjölmiðla, hafi í raun verið samið í ráðuneyti Hönnu Birnu.

Auglýsing

Fréttamaðurinn Valgeir Örn, spurði Hönnu Birnu út í fullyrðingar ráðherrans á tröppum stjórnarráðsins. Hanna Birna svaraði: "Ég ítreka það sem ég segi. Ég get ekki og mun ekki tjá mig um málið efnislega þannig að ég get ekki útskýrt það fyrr en rannsókn er lokið og málið liggur fyrir." Aðspurð hvers vegna umrætt skjal hafi verið búið til, svaraði Innanríkisráðherra því til að það hafi verið algjörlega hefðbundið og alvanalegt sé að taka saman ákveðin gögn til að átta sig á sögu mála. Svar Hönnu Birnu staðfestir þá endanlega að minnisblaðið hafi verið unnið í ráðuneytinu hennar.

Hönnu Birnu frjálst að tjá sig um lekamálið


Í áðurnefndum dómi Hæstaréttar kemur fram að lögregla telji umrætt minnisblað hafa verið lekið til að sverta mannorð Tony Omos. Aðspurð um afstöðu lögreglu svaraði Hanna Birna: "Ég get ekkert tjáð mig um þessi ummæli lögreglunnar og ég ítreka það sem ég hef áður sagt. Ég get ekki tjáð mig um málið efnislega á meðan það er í rannsókn." Enn fremur fullyrti ráðherrann að hún hafi ekkert að fela og málið sé pólitískur spuni.

Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur hvorki lögregla né Ríkissaksóknari farið þess á leit við Hönnu Birnu að hún tjái sig ekki opinberlega um lekamálið. Og þá er fráleitt að lögregluyfirvöld hafi bannað Innanríkisráðherra að tjá sig um málið. Ef lögregla hefur áhyggjur af því að einstaklingar tjái sig um mál sem eru til rannsóknar, með rannsóknarhagsmuni að leiðarljósi, hefur lögregla það eina úrræði að krefjast gæsluvarðhalds yfir viðkomandi. Hanna Birna Kristjánsdóttir Innanríkisráðherra má því og getur tjáð sig um málið kjósi hún svo. Það hefur hún hins vegar ekki gert. Þá eru möguleg rök um að hún geti ekki tjáð sig um lögreglurannsókn sem yfirmaður lögreglumála í landinu ansi haldlítil, þar sem hún kaus sjálf að víkja ekki sæti þrátt fyrir að ráðuneyti hennar væri til rannsóknar.

Íhuga að láta reyna á trúnað við heimildamann fyrir dómi


Mikið hefur verið gert úr því hvort um eiginlegt minnisblað sé að ræða. Heimildir Kjarnans herma að ákæruvaldið geri engan greinarmun á því hvort skjalið hafi verið minnisblað eða samantekt, eins og innanríkisráðuneytið hefur haldið fram. Um sé að ræða trúnaðarupplýsingar sem lekið hafi verið til fjölmiðla, og þá gildi engu á hvaða formi þær séu.

Samkvæmt heimildum Kjarnans íhugar nú Ríkissaksóknari að láta á það reyna fyrir héraðsdómi að trúnaði mbl.is við heimildamanninn, sem kom minnisblaðinu í hendur fjölmiðilsins, verði aflétt. Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglu þess efnis, sem leiddi til áðurnefnds dóms Hæstaréttar, með þeim rökum að lögregla hafi ekki leitað allra leiða til að komast að því hver lak minnisblaðinu. Síðan þá hefur lögregla tekið skýrslur af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, Þóreyju Vilhjálmsdóttur og Gísla Frey Valdórssyni aðstoðarmönnum ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra innanríkisráðuneytisins og þremur lögfræðingum, ásamt því að afla sér frekari gagna og skoða tölvupósta.

Þá skal því haldið til haga, að rannsókn málsins er byggð á því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, en feli leki minnisblaðsins í sér að sá sem lak hafi misnotað stöðu sína getur það varðað hinn brotlega allt að tveggja ára fangelsi.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None