Elísabet ráðin markaðsstjóri Battlefield hjá EA Games

EG.bros_.jpg
Auglýsing

Elísa­bet Grét­ars­dóttir hefur verið ráðin mark­aðs­stjóri eins stærsta og umfangs­mesta tölvu­leiks í heimi, Battlefi­eld, sem Elect­ronic Arts, EA Games, gefur út. Elísa­bet, sem hefur verið for­stöðu­maður  mark­aðs­sviðs Arion banka und­an­farin miss­eri, hefur víð­tæka reynslu og þekk­ingu á tölvu­leikja­iðn­að­inum en hún var þar á undan mark­aðs­stjóri EVE Online tölvu­leiks­ins. „Þetta kom bara upp í fangið á mér, og ég ákvað að stökkva til. Þetta er veru­lega stórt verk­efni og áskor­unin er mjög spenn­and­i,“ segir Elísa­bet. Hún verð­ur­ ­með skrif­stofu í Stokk­hólmi, þar sem stúdíó Battlefi­eld er starf­rækt en höf­uð­stöðvar EA eru í Red­wood City í Kali­forn­íu.

Battlefi­eld er fyrstu per­sónu skot­leikur og er fyrst og fremst spil­aður í net­spili. Tugir millj­óna not­enda spila leik­inn um allan heim, en leik­ur­inn er upp­færður á um átján mán­aða fresti og hefur hver upp­færsla verið að selj­ast í átján til 24 millj­ónum ein­taka. „Ég mun hefja störf í mars og fjöl­skyldan kemur síðan út til mín, skömmu síð­ar. Ég verð við störf í bank­anum þangað til,“ segir Elísa­bet. Hún segir það hafa verið góð reynslu að vinna í banka, eftir að hafa verið sjö ár hjá CCP að vinna við EVE Online. „Ég er mjög ánægð með tím­ann hjá bank­anum og hef lært mikið af fólk­inu sem hér starfar. Það er frá­bært teymi að störfum hér, og það hefur verið afar góð reynsla að kynn­ast fjár­mála­geir­anum og þeim krefj­andi verk­efnum sem honum til­heyra,“ segir Elísa­bet.

Battlefi­eld er eng­inn venju­legur tölvu­leikur í þeim skiln­ingi að umfang hans er fáheyrt. Stórt og mikið sam­fé­lag hefur mynd­ast meðal þeirra sem spila leik­inn, sem teygir anga sína um allan heim. Ekki fyrir löngu síðan var talað um að Battlefi­eld væri orðin stærsta útflutn­ings­vara Svía í afþrey­ing­ar­iðn­aði, en ára­tugum saman hefur hljóm­sveitin Abba verið á þeim stalli.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=ex1GlZS-t7c

Leik­ur­inn kom fyrst út árið 2002 undir nafn­inu Battlefi­eld 1942, og naut strax fádæma vin­sælda. Frá þeim tíma hefur leik­ur­inn þró­ast mikið og hratt. Elísa­bet mun í sínu starfi ekki síst ein­blína á lif­andi starfs­um­hverfi sem leik­ur­inn bygg­ist á, og mun leiða þá vinnu.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None