Elísabet ráðin markaðsstjóri Battlefield hjá EA Games

EG.bros_.jpg
Auglýsing

Elísa­bet Grét­ars­dóttir hefur verið ráðin mark­aðs­stjóri eins stærsta og umfangs­mesta tölvu­leiks í heimi, Battlefi­eld, sem Elect­ronic Arts, EA Games, gefur út. Elísa­bet, sem hefur verið for­stöðu­maður  mark­aðs­sviðs Arion banka und­an­farin miss­eri, hefur víð­tæka reynslu og þekk­ingu á tölvu­leikja­iðn­að­inum en hún var þar á undan mark­aðs­stjóri EVE Online tölvu­leiks­ins. „Þetta kom bara upp í fangið á mér, og ég ákvað að stökkva til. Þetta er veru­lega stórt verk­efni og áskor­unin er mjög spenn­and­i,“ segir Elísa­bet. Hún verð­ur­ ­með skrif­stofu í Stokk­hólmi, þar sem stúdíó Battlefi­eld er starf­rækt en höf­uð­stöðvar EA eru í Red­wood City í Kali­forn­íu.

Battlefi­eld er fyrstu per­sónu skot­leikur og er fyrst og fremst spil­aður í net­spili. Tugir millj­óna not­enda spila leik­inn um allan heim, en leik­ur­inn er upp­færður á um átján mán­aða fresti og hefur hver upp­færsla verið að selj­ast í átján til 24 millj­ónum ein­taka. „Ég mun hefja störf í mars og fjöl­skyldan kemur síðan út til mín, skömmu síð­ar. Ég verð við störf í bank­anum þangað til,“ segir Elísa­bet. Hún segir það hafa verið góð reynslu að vinna í banka, eftir að hafa verið sjö ár hjá CCP að vinna við EVE Online. „Ég er mjög ánægð með tím­ann hjá bank­anum og hef lært mikið af fólk­inu sem hér starfar. Það er frá­bært teymi að störfum hér, og það hefur verið afar góð reynsla að kynn­ast fjár­mála­geir­anum og þeim krefj­andi verk­efnum sem honum til­heyra,“ segir Elísa­bet.

Battlefi­eld er eng­inn venju­legur tölvu­leikur í þeim skiln­ingi að umfang hans er fáheyrt. Stórt og mikið sam­fé­lag hefur mynd­ast meðal þeirra sem spila leik­inn, sem teygir anga sína um allan heim. Ekki fyrir löngu síðan var talað um að Battlefi­eld væri orðin stærsta útflutn­ings­vara Svía í afþrey­ing­ar­iðn­aði, en ára­tugum saman hefur hljóm­sveitin Abba verið á þeim stalli.

Auglýsing

https://www.youtu­be.com/watch?v=ex1GlZS-t7c

Leik­ur­inn kom fyrst út árið 2002 undir nafn­inu Battlefi­eld 1942, og naut strax fádæma vin­sælda. Frá þeim tíma hefur leik­ur­inn þró­ast mikið og hratt. Elísa­bet mun í sínu starfi ekki síst ein­blína á lif­andi starfs­um­hverfi sem leik­ur­inn bygg­ist á, og mun leiða þá vinnu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None