Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar

Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.

Emil Dagsson.
Emil Dagsson.
Auglýsing

Emil Dags­son var nýverið ráð­inn rit­­stjóri Vís­bend­ing­­ar, viku­­rits um við­­skipti, efna­hags­­mál og nýsköpun sem gefið er út af Kjarn­­anum miðl­um. Emil hefur þeg­ar ­rit­stýrt fyrstu útgáfu sinni en hún kom út síð­ast­lið­inn föstu­dag. Hann tekur við starf­inu af Jónasi Atla Gunn­ars­syni sem hafði rit­stýrt Vís­bend­ingu síðan í mars 2020, en Jónas er fluttur til Bret­lands þar sem hann sinnir ráð­gjafa­störf­um. Kjarn­inn miðlar keyptu útgáf­una sum­arið 2017. 

Emil er hag­fræð­ingur að mennt með B. Sc-gráðu frá Háskóla Íslands og M. Sc.-gráðu í fjár­mála­hag­fræði frá sama skóla auk þess sem hann tók eitt ár í grunn­námi í Sj­ang­hæ í Kína. Emil er sem stend­ur, sam­hliða störfum sínum sem rit­stjóri, í dokt­ors­námi í hag­fræði undir hand­leiðslu Gylfa Zoega og kennir fjár­mála­töl­fræði í meist­ara­námi við hag­fræði­deild.

Auglýsing
Hann hefur auk þess starfað hjá Hag­fræði­stofn­un HÍ, Hag­stofu Íslands, sem stunda­kenn­ari hjá HR og hjá Við­skipta­ráði. Þá er hann þátta­stjórn­andi hlað­varps­þátt­anna Ekon ­sem fjalla um hag­fræði og efna­hags­mál og er einnig einn stofn­enda Fjár­ráðs, sem hefur það mark­mið að ­stunda ­jafn­ingja­fræðslu á sviðum fjár­mála til að efla fjár­mála­læsi nem­enda á Ísland­i. 

Emil segir það mik­inn heiður að taka við kefl­inu sem rit­stjóri Vís­bend­ing­ar. „Ritið hefur verið leið­andi í umræðu um við­skipti og efna­hags­mál á Íslandi allt frá níunda ára­tugnum og hlakka ég til þess að beita mér fyrir því að brúa bil milli frétta og fræði­rita.“

Vís­bend­ing er viku­­rit um við­­skipt­i, efna­hags­­mál og nýsköpun sem hefur komið út óslitið síðan árið 1983. Þar birt­­ast greinar eftir marga af fær­­ustu hag­fræð­ingum lands­ins á aðgeng­i­­legu máli. Á­­skrif­endur að rit­inu starfa í öllum kimum sam­­fé­lags­ins. Mark­mið Vís­bend­ingar er að miðla fróð­­leik sem nýt­ist for­yst­u­­fólki í atvinn­u­­lífi og stjórn­­­mál­­um. Ritið á að gefa heið­­ar­­lega mynd af íslensku við­­skipta- og efna­hags­lífi, og stuðla að hrein­­skipt­inni umræðu um frjáls við­­skipti á Íslandi og við önnur lönd. Vís­bend­ing kemur út viku­­lega allt árið um kring, með fáeinum und­an­­tekn­ing­­um. Áskrif­endum að prentút­­­gáfu Vís­bend­ingar berst einnig yfir­­lit yfir þær greinar sem birst hafa allt árið um kring. Kjarn­inn miðlar ehf. eign­að­ist útgáfu Vís­bend­ingar sum­­­arið 2017 og hefur gefið ritið út í óbreyttri mynd síð­­an. 

Hægt er að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent