Endanlega staðfest um helgina að Gísli Freyr lak skjali í lekamáli

IMG-4777.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Val­dórs­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, kom fyrir Hér­aðs­dóm Reykja­víkur í morgun og ját­aði brot sín í leka­mál­inu svo­kall­aða. Aðspurður af dóm­ara hvort ný sönn­un­ar­gögn lög­reglu í mál­inu hefðu breytt afstöðu hans til sak­ar­gifta, kvað Gísli svo ekki vera, en afstaða hans hefði engu að síður breyst.

Í máli Helga Magn­úsar Gunn­ars­sonar kom fram að lög­regla hefði um helg­ina end­an­lega fengið stað­fest að Gísli hafi lekið skjal­inu um Tony Omos til fjöl­miðla. Þá hefði lög­regla keyrt sér­stakan hug­búnað á tölvu Gísla, sem hefði stað­fest brot Gísla í leka­mál­inu. Helgi hafði þá sam­band við lög­mann Gísla sem gerði skjól­stæð­ingi sínum við­vart.

Helgi Magnús full­yrti fyrir dómi að ný sönn­un­ar­gögn hefðu sýni­lega breytt afstöðu Gísla til sak­ar­gifta, og því ætti það ekki að vera honum til refsim­ild­unar að stíga fram og játa sekt sína á þessu stigi máls. Rík­is­sak­sókn­ari fer enn fram á að Gísli verði dæmdur í eins árs fang­elsi.

Auglýsing

Verj­andi Gísla Freys, Ólafur Garð­ars­son, sagði fyrir dómi að málið hefði legið þungt á skjól­stæð­ingi sínum og á síð­ustu dögum hefði hann sokkið dýpra og dýpra. Á mánu­dag­inn hafi Gísli svo til­kynnt lög­manni sínum að hann hygð­ist játa brot sín, hann gæti ekki lifað með mögu­legum sýknu­dómi vit­andi að hann væri sek­ur. Þá hafi hann ekki viljað draga vini sína og sam­starfs­menn fyrir dóm í máli þar sem hann hefði gerst brot­legur við lög. Þá gagn­rýndi verj­andi Gísla lög­reglu fyrir að halda áfram lög­reglu­rann­sókn eftir að ákæra í mál­inu var gefin út.

Dómur verður upp kveð­inn í mál­inu klukkan ell­efu.

Ját­aði brot sín fyrir Hönnu Birnu í gærGísli Freyr ját­aði í gær fyrir sak­sókn­ara og Hönnu Birnu að hafa lekið minn­is­blaði um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til Frétta­blaðs­ins og mbl.is í nóv­em­ber á síð­asta ári, í kjöl­far þess að aðal­með­ferð í saka­máli Rík­is­sak­sókn­ara á hendur honum var frestað í gær. Hanna Birna birti síð­degis í gær yfir­lýs­ingu þar sem hún sagði trún­að­ar­brot Gísla gagn­vart sér, ráðu­neyt­inu og almenn­ingi vera algjört og alvar­legt. Sér í lagi sökum þess að Gísli hafi ítrekað haldið fram sak­leysi sínu, ekki aðeins gagn­vart yfir­völdum og fjöl­miðl­um, heldur einnig gagn­vart sam­starfs­fólki sínu og yfir­mönnum í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Þá sagði Hanna Birna í yfir­lýs­ingu sinni í gær: "Sú stað­reynd að fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður minn hafi brotið svo al­var­­lega á trún­aði gagn­vart mér sem ráð­herra, sem ít­rekað hef haldið uppi vörn­um fyr­ir hann í því trausti að hann hefði skýrt mér og öðrum satt og rétt frá, kem­ur mér al­­gjör­­lega í opna skjöldu og er þyngri byrði fyr­ir mig en ég get lýst í fáum orð­u­m."

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None