Endanlega staðfest um helgina að Gísli Freyr lak skjali í lekamáli

IMG-4777.jpg
Auglýsing

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun og játaði brot sín í lekamálinu svokallaða. Aðspurður af dómara hvort ný sönnunargögn lögreglu í málinu hefðu breytt afstöðu hans til sakargifta, kvað Gísli svo ekki vera, en afstaða hans hefði engu að síður breyst.

Í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar kom fram að lögregla hefði um helgina endanlega fengið staðfest að Gísli hafi lekið skjalinu um Tony Omos til fjölmiðla. Þá hefði lögregla keyrt sérstakan hugbúnað á tölvu Gísla, sem hefði staðfest brot Gísla í lekamálinu. Helgi hafði þá samband við lögmann Gísla sem gerði skjólstæðingi sínum viðvart.

Helgi Magnús fullyrti fyrir dómi að ný sönnunargögn hefðu sýnilega breytt afstöðu Gísla til sakargifta, og því ætti það ekki að vera honum til refsimildunar að stíga fram og játa sekt sína á þessu stigi máls. Ríkissaksóknari fer enn fram á að Gísli verði dæmdur í eins árs fangelsi.

Auglýsing

Verjandi Gísla Freys, Ólafur Garðarsson, sagði fyrir dómi að málið hefði legið þungt á skjólstæðingi sínum og á síðustu dögum hefði hann sokkið dýpra og dýpra. Á mánudaginn hafi Gísli svo tilkynnt lögmanni sínum að hann hygðist játa brot sín, hann gæti ekki lifað með mögulegum sýknudómi vitandi að hann væri sekur. Þá hafi hann ekki viljað draga vini sína og samstarfsmenn fyrir dóm í máli þar sem hann hefði gerst brotlegur við lög. Þá gagnrýndi verjandi Gísla lögreglu fyrir að halda áfram lögreglurannsókn eftir að ákæra í málinu var gefin út.

Dómur verður upp kveðinn í málinu klukkan ellefu.

Játaði brot sín fyrir Hönnu Birnu í gær


Gísli Freyr játaði í gær fyrir saksóknara og Hönnu Birnu að hafa lekið minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos til Fréttablaðsins og mbl.is í nóvember á síðasta ári, í kjölfar þess að aðalmeðferð í sakamáli Ríkissaksóknara á hendur honum var frestað í gær. Hanna Birna birti síðdegis í gær yfirlýsingu þar sem hún sagði trúnaðarbrot Gísla gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi vera algjört og alvarlegt. Sér í lagi sökum þess að Gísli hafi ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í innanríkisráðuneytinu.

Þá sagði Hanna Birna í yfirlýsingu sinni í gær: "Sú staðreynd að fyrr­ver­andi aðstoðarmaður minn hafi brotið svo al­var­lega á trúnaði gagn­vart mér sem ráðherra, sem ít­rekað hef haldið uppi vörn­um fyr­ir hann í því trausti að hann hefði skýrt mér og öðrum satt og rétt frá, kem­ur mér al­gjör­lega í opna skjöldu og er þyngri byrði fyr­ir mig en ég get lýst í fáum orðum."

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None