Endanlegur TISA-samningur verður gerður opinber

r350863_5041432.jpg
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið deilir ekki mati alþjóð­legra stétt­ar­fé­laga sem telja að TISA-­sam­komu­lagið muni auka hagnað alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja á kostnað rétt­inda þeirra og hag­sæld þeirra sem verra hafa það. Mark­miðið með þátt­töku Íslands í TISA-við­ræð­unum er að gera íslensk fyr­ir­tæki sem stunda þjón­ustu­við­skipti „betur sam­keppn­is­hæf á heims­vísu og draga úr við­skipta­hindr­un­um“. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um TISA-við­ræð­urn­ar.

Ráðu­neytið svarar því ekki beint hvort Ísland sé að gefa frá sér rétt til aðgerða með því að taka þátt í TISA-­sam­komu­lag­inu, en alþjóð­leg stétt­ar­fé­lög hafa gagn­rýnt að það muni koma í veg fyrir að rík­is­stjórnir geti gripið til aðgerða á þjóð­rétt­ar­legum grunni á þeim sviðum sem sam­komu­lagið mun ná yfir. Í svari ráðu­neyt­is­ins við þeirri spurn­ingu seg­ir: „Ís­land, í gegnum þátt­töku sína í TISA við­ræð­un­um, hefur tæki­færi til þess að hafa áhrif á nið­ur­stöðu samn­ings­ins. Mik­il­vægt er að í samn­ingum sé tekið til­lit til hags­muna íslenskra fyr­ir­tækja og tryggja sem best aðgengi íslenskra þjón­ustu­veit­enda á erlendum mörk­uð­um. Sem aðilar að GATS og öðrum frí­versl­un­ar­samn­ingum höfum við geng­ist við svip­uðum skuld­bind­ing­um.“

Ut­an­rík­is­ráðu­neytið svarar því heldur ekki beint hversu margir emb­ætt­is­menn komi að TISA-við­ræð­un­um: „Eins og venja er með samn­ings­við­ræður af þessu tagi er eng­inn einn með mál­ið, heldur er þetta sam­starfs­verk­efni utan­rík­is­­ráðu­neyt­is­ins, fagráðu­neyta og und­ir­stofn­ana þeirra auk fasta­nefndar Íslands í Genf. Þannig eru margar hendur sem koma að þessu verk­efni, sam­hliða öðr­um.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/24[/em­bed]

Auglýsing

Hags­munir fyr­ir­tæki og aðgengi mik­il­vægirMeg­in­á­hersla Íslands í við­ræð­unum er á að ná sem bestum kjörum fyrir fyr­ir­tæki á sviði hátækni og orku­mála og á sviði alþjóð­legra sjó­flutn­inga. „Ís­land og Nor­egur standa sam­eig­in­­lega fyrir hug­myndum vegna orku­tengdrar þjón­ustu en íslensk fyr­ir­tæki eiga mik­illa hags­muna að gæta í útflutn­ingi á þjón­ustu tengdri jarð­hita og vatns­afls­­virkj­un­um. Þá hefur utan­rík­is­ráðu­neytið kallað eftir upp­lýs­ingum um hags­muni íslenskra fyr­ir­tækja á sviði þjón­ustu­við­skipta erlendis í sam­starfi við ... hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja á þessu svið­i,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins, sem Urður Gunn­ars­dótt­ir, fjöl­miðla­full­trúi þess, er skrifuð fyr­ir.

Í svar­inu segir að til­boð Íslands í við­ræð­unum sé að mestu leyti hið sama og lagt var fram í Doha-­samn­inga­við­ræð­unum um aukið frelsi í heims­við­skipt­um, sem fóru fram innan Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ar­innar og hófust árið 2001. Patt­staða hefur verið uppi í þeim við­ræðum árum sam­an, aðal­lega vegna þess að mörg ríki, meðal ann­ars Ísland, hafa lagt áherslu á að vernda rétt sinn til að nið­ur­greiða land­bún­að. Eini mun­ur­inn á Doha og TISA-til­boð­inu er sá að „metn­aði Íslands á sviði orku­tengdrar þjón­ustu er bætt við“.

Þetta er brot úr áfram­hald­andi umfjöllun Kjarn­ans um TISA-við­ræð­urn­ar. Lestu hana í heild sinni hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None