Sakar dómara um lögbrot í starfi

thorsteinn.mar_.jpg
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, segir í kæru á hendur Ing­veldi Ein­ars­dóttur dóm­ara að með­ferð hennar varð­andi kröfur um hús­leitir hafi verið and­stæð lög­um. „Veru­lega hafi á skort að vinnu­brögð umrædds hér­aðs­­dóm­ara hafi verið í sam­ræmi við lög þegar heim­ild til hús­leitar og hald­lagn­ingar hafi verið veitt,“ segir orð­rétt í kæru Þor­steins, sem birt er í heild sinni í Kjarn­anum í dag. Kæran var lögð fram 23. júní síð­ast­lið­inn en á rætur sínar að rekja til úrskurða í tengslum við aðgerðir Seðla­bank­ans gegn Sam­herja fyrir rúm­lega tveimur árum. Málin eru enn til rann­sókn­ar.

Ekki hægt að sann­reynaÞor­steinn Már, sem skrifar undir kæruna fyrir hönd Pol­aris Seafood ehf., segir að ekki hafi verið mögu­legt að sann­reyna gögn og fylgi­skjöl sem voru meg­in­rök­stuðn­ingur fyrir hús­leitum í starfs­stöðvum Sam­herja í mars­mán­uði 2012. „Rétt er að geta þess að hvorki kær­andi né aðrir sem beiðn­irnar beindust að hafa getað sann­reynt að gögn og fylgi­skjöl hafi yfir höfuð verið lögð fram fyrir hinn nýja dóm­ara, þrátt fyrir að í úrskurðum hans sé vísað til þess að rann­sókn­ar­gögn máls­ins liggi frammi og byggt sé á þeim. Ástæða þess er sú að umrædd gögn eru ekki í vörslum dóm­stóls­ins þrátt fyrir skýra og ófrá­víkj­an­lega laga­skyldu þar að lút­and­i,“ segir í kærunni.

Þor­steinn Már segir „þving­un­ar­að­gerð­ir“ þær sem farið var út í að morgni dags 27. mars 2012 hafa byggt á heim­ildum dóm­ara þar um, sem hafi verið fengnar fram með meintum brotum á lög­um. Er þar sér­stak­lega til­tekin 131. grein almennra hegn­ing­ar­laga, þar sem vikið er að störfum dóm­ara og opin­berra starfs­manna. Í henni seg­ir: „Ef dóm­ari eða annar opin­ber starfs­mað­ur, sem á að halda uppi refsi­valdi rík­is­ins, beitir ólög­legri aðferð til þess að koma manni til játn­ingar eða sagna, fram­kvæmir ólög­lega hand­töku, fang­elsun eða leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni, þá varðar það sektum eða fang­elsi allt að 3 árum.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/8[/em­bed]

Auglýsing

Vill ekki tjá sigÞor­steinn Már telur að dóm­ar­inn hafi brotið gegn fyrr­nefndu laga­á­kvæði með því að van­rækja könnun laga­skil­yrða, boða full­trúa kær­anda ekki til þing­halds og þing­merkja ekki eða varð­veita gögn.

Kæran er nú komin inn á borð Lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er þar til með­ferð­ar. Í sam­tali við Kjarn­ann sagð­ist Ing­veldur Ein­ars­dóttir ekki vilja tjá sig um kæruna á hendur henni.

Sjá má kæruna í heild sinni, hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None