Lögreglan í Lúxemborg rannsakar Kaupþing

forsida1.001.jpg
Auglýsing

Lög­reglu­yf­ir­völd í Lúx­em­borg hafa haft Lindsor-­málið svo­kall­aða til rann­sóknar árum saman og svo gæti farið að íslenskir stjórn­endur Kaup­þings, sem og aðrir Íslend­ingar sem tengj­ast mál­inu, verði sak­sóttir þar í landi.

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara rann­sakar enn hluta máls­ins og mun taka ákvörðun á næstu miss­erum um hvort ákært verði í honum fyrir íslenskum dóm­stól­um. Ákvörð­unin verður tekin í sam­starfi við lög­reglu­yf­ir­völd í Lúx­em­borg og með til­liti til þess hluta máls­ins sem þar er til rann­sókn­ar. Ákveði báðir aðilar að ákæra á grund­velli Lindsor-­rann­sókn­ar­innar gætu þeir sem þar eru til rann­sóknar verið sak­sóttir í tveimur löndum vegna henn­ar, en þó ekki fyrir sömu sakir á báðum stöð­um.

Sér­stakur sak­sókn­ari fram­kvæmdi meðal ann­ars rétt­ar­beiðni hér­lendis í fyrra vegna rann­sókn­ar­innar í Lúx­em­borg. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur málið undið veru­lega upp á sig og snýst nú um mun fleiri fjár­magns­færslur en þær 171 millj­ónir evra, um 26,5 millj­arða króna, sem voru færðar til félags­ins Lindsor Hold­ing Cor­poration í hrun­inu og var rót upp­haf­legrar rann­sóknar íslenskra rann­sókn­ar­að­ila.

Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings og einn þeirra sem legið hafa undir grun í mál­inu, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann hafi ekk­ert heyrt af rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á Lindsor-­mál­inu í ein­hver ár. „Það er á sjötta ár síðan þeir gerðu hús­leit heima hjá mér vegna þessa máls og á fimmta ár síðan ég var dæmdur í gæslu­varð­hald vegna þeirrar rann­sókn­ar, svo ég hef nú gert ráð fyrir að þeirri rann­sókn sé hætt. Lög­reglu­yf­ir­völd í Lúx­em­borg hafa ekki yfir­heyrt mig vegna þessa máls né ann­arra mála.“

Hreiðar Már seg­ist ekki geta að öðru leyti tjáð sig efn­is­lega um ein­stök mál sem sér­stakur sak­sókn­ari hefur verið að rann­saka á hendur hon­um.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_26/1[/em­bed]

Tugir millj­arða til Tor­tolaHinn 6. októ­ber 2008 fékk Lindsor Hold­ing Cor­poration, félag skráð á Tortóla-eyju, 171 milljón evra, um 26,5 millj­arða króna á gengi dags­ins í dag, lán­aða frá Kaup­þingi. Lindsor var í eigu Otris, félags sem stjórn­endur Kaup­þings stýrðu og virk­aði sem nokk­urs konar ruslakista, afskrifta­sjóður utan efna­hags­reikn­ings Kaup­þings. Þangað var léleg­um, og ónýt­um, eignum hrúg­að.

Lánið var veitt sama dag og Seðla­banki Íslands lán­aði Kaup­þingi 500 millj­ónir evra í neyð­ar­lán og þremur dögum áður en Kaup­þing hrundi.

Þetta er örstutt brot úr umfjöllun Kjarn­ans um Lindsor-­mál­ið. Lestu hana í heild sinni hér.

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None