Eiður Smári Guðjohnsen átti sögulega endurkomu í íslenska landsliðið í fotbolta í gær þegar Kasakar voru lagðir af velli, 0-3, í frostinu í Astana, höfuðborg Kasakstan. Eiður Smári spilaði frábærlega í leiknum, einkum í fyrri hálfleik, og skoraði fyrsta mark leiksins, en Birkir Bjarnason bætti við tveimur mörkum sem innsigldu sigurinn. Þetta var fyrsta landsliðsmark Eiðs Smára í rúmlega fimm ár, eða frá því hann skoraði gegn Norðmönnum árið 2009.
Frammistaða Eiðs Smára hefur vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi, og hafa fjölmiðlar víða um heim fjallað um merkilegt „comeback“ Eiðs Smára í landsliðið. Í nóvember 2013, eftir seinni leikinn gegn Króötum í umspili um að komast á HM í Brasilíu, brast Eiður Smári í grát og fátt leit út fyrir að hann kæmi aftur í liðið.
Rolling back the years! 36-year-old Eidur Gudjohnsen scores first Iceland goal since 2009 http://t.co/dRs3T2Acii pic.twitter.com/zrI4CGvMFB
— FIFA.com (@FIFAcom) March 28, 2015
Auglýsing
Góð frammistaða með Bolton í næst eftstu deild á Englandi opnaði dyrnar fyrir hann í landsliðið, en Eiður Smári verður 37 ára í september. Með marki sínu gegn Kasakstan varð Eiður Smári fjórði elsti leikmaðurinn í sögu undankeppni EM til þess að skora mark fyrir landslið sitt, á eftir Finnanum Jari Litmanen, Íranum John Aldridge og búlgarska framherjanum, Krasimir Balakov. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, var þremur mánuðum yngri en Eiður Smári er nú, þegar hann skoraði sitt síðasta mark fyrir landsliðið.
Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik árið 1996, fyrir nítján árum, en þá var yngsti leikmaðurinn í hópi Íslands, Jón Daði Böðvarsson, á fjórða aldursári, en hann verður 23 ára á þessu ári. Ísland er nú í góðri stöðu í riðlinum, með tólf stig í 2. sæti á eftir Tékkum, sem eru með 13 stig, en Holland er í þriðja sæti með sjö stig. Næsti leikur liðsins er gegn Tékkum á Laugardals velli, 12. júní.
A moment to celebrate for Eidur Gudjohnsen - his 26th Iceland goal (and first since 2009) #EURO2016 pic.twitter.com/9a0rr7zoiB
— European Qualifiers (@EuroQualifiers) March 28, 2015
GOAL: Eidur Gudjohnsen has opened the scoring for Iceland against Kazakhstan with his 25th international goal! #BWFC pic.twitter.com/7u1PYt4L4A
— Bolton Wanderers FC (@OfficialBWFC) March 28, 2015
New post: The return of the King! Eidur Gudjohnsen back in the Icelandic national team, 19 yea... http://t.co/vySBvuufdC #chelseafc #cfc
— Reddit Chelsea FC (@redditchelseafc) March 21, 2015
On our way to the finals.... http://t.co/vAwkNjUuYS
— Jón Örn Guðbjartsson (@jorninn) March 28, 2015
Really respect players like Eidur Gudjohnsen and Seydou Keita who carry on playing international football for as long as they can...
— John Bennett (@JohnBennettBBC) March 28, 2015