Endurkoma „kóngsins“ - Eiður Smári í kastljósi erlendra fjölmiðla

9954516643_005a660b7b_z.jpg
Auglýsing

Eiður Smári Guðjohn­sen átti sögu­lega end­ur­komu í íslenska lands­liðið í fot­bolta í gær þegar Kasakar voru lagðir af velli, 0-3, í frost­inu í Astana, höf­uð­borg Kasakst­an. Eiður Smári spil­aði frá­bær­lega í leikn­um, einkum í fyrri hálf­leik, og skor­aði fyrsta mark leiks­ins, en Birkir Bjarna­son bætti við tveimur mörkum sem inn­sigldu sig­ur­inn. Þetta var fyrsta lands­liðs­mark Eiðs Smára í rúm­lega fimm ár, eða frá því hann skor­aði gegn Norð­mönnum árið 2009.

Frammi­staða Eiðs Smára hefur vakið mikla athygli á alþjóða­vett­vangi, og hafa fjöl­miðlar víða um heim fjallað um merki­legt „comeback“ Eiðs Smára í lands­lið­ið. Í nóv­em­ber 2013, eftir seinni leik­inn gegn Króötum í umspili um að kom­ast á HM í Bras­il­íu, brast Eiður Smári í grát og fátt leit út fyrir að hann kæmi aftur í lið­ið.Góð frammi­staða með Bolton í næst eftstu deild á Englandi opn­aði dyrnar fyrir hann í lands­lið­ið, en Eiður Smári verður 37 ára í sept­em­ber. Með marki sínu gegn Kasakstan varð Eiður Smári fjórði elsti leik­mað­ur­inn í sögu und­ankeppni EM til þess að skora mark fyrir lands­lið sitt, á eftir Finn­anum Jari Lit­manen, Íranum John Aldridge og búlgarska fram­herj­an­um, Krasimir Bala­kov. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, var þremur mán­uðum yngri en Eiður Smári er nú, þegar hann skor­aði sitt síð­asta mark fyrir lands­lið­ið.

Eiður Smári lék sinn fyrsta lands­leik árið 1996, fyrir nítján árum, en þá var yngsti leik­mað­ur­inn í hópi Íslands, Jón Daði Böðv­ars­son, á fjórða ald­ursári, en hann verður 23 ára á þessu ári. Ísland er nú í góðri stöðu í riðl­in­um, með tólf stig í 2. sæti á eftir Tékk­um, sem eru með 13 stig, en Hol­land er í þriðja sæti með sjö stig. Næsti leikur liðs­ins er gegn Tékkum á Laug­ar­dals velli, 12. júní.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None