Endurkoma „kóngsins“ - Eiður Smári í kastljósi erlendra fjölmiðla

9954516643_005a660b7b_z.jpg
Auglýsing

Eiður Smári Guðjohn­sen átti sögu­lega end­ur­komu í íslenska lands­liðið í fot­bolta í gær þegar Kasakar voru lagðir af velli, 0-3, í frost­inu í Astana, höf­uð­borg Kasakst­an. Eiður Smári spil­aði frá­bær­lega í leikn­um, einkum í fyrri hálf­leik, og skor­aði fyrsta mark leiks­ins, en Birkir Bjarna­son bætti við tveimur mörkum sem inn­sigldu sig­ur­inn. Þetta var fyrsta lands­liðs­mark Eiðs Smára í rúm­lega fimm ár, eða frá því hann skor­aði gegn Norð­mönnum árið 2009.

Frammi­staða Eiðs Smára hefur vakið mikla athygli á alþjóða­vett­vangi, og hafa fjöl­miðlar víða um heim fjallað um merki­legt „comeback“ Eiðs Smára í lands­lið­ið. Í nóv­em­ber 2013, eftir seinni leik­inn gegn Króötum í umspili um að kom­ast á HM í Bras­il­íu, brast Eiður Smári í grát og fátt leit út fyrir að hann kæmi aftur í lið­ið.Góð frammi­staða með Bolton í næst eftstu deild á Englandi opn­aði dyrnar fyrir hann í lands­lið­ið, en Eiður Smári verður 37 ára í sept­em­ber. Með marki sínu gegn Kasakstan varð Eiður Smári fjórði elsti leik­mað­ur­inn í sögu und­ankeppni EM til þess að skora mark fyrir lands­lið sitt, á eftir Finn­anum Jari Lit­manen, Íranum John Aldridge og búlgarska fram­herj­an­um, Krasimir Bala­kov. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, var þremur mán­uðum yngri en Eiður Smári er nú, þegar hann skor­aði sitt síð­asta mark fyrir lands­lið­ið.

Eiður Smári lék sinn fyrsta lands­leik árið 1996, fyrir nítján árum, en þá var yngsti leik­mað­ur­inn í hópi Íslands, Jón Daði Böðv­ars­son, á fjórða ald­ursári, en hann verður 23 ára á þessu ári. Ísland er nú í góðri stöðu í riðl­in­um, með tólf stig í 2. sæti á eftir Tékk­um, sem eru með 13 stig, en Hol­land er í þriðja sæti með sjö stig. Næsti leikur liðs­ins er gegn Tékkum á Laug­ar­dals velli, 12. júní.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None