Bæði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hafa á undanförnum dögum tilkynnt að þau ætli ekki að leggja fram neinar umdeildar breytingar á kvótakerfinu annars vegar og rammaáætlun hins vegar á yfirstandandi þingi. Bæði hafa þau gefið í skyn eða sagt berum orðum að það sé til komið vegna átaka um málin sem urðu í fyrra. En hví þessi sáttastjórnmál allt í einu? Eru þau í alvöru bara að reyna að stuðla að átakaminni vetri í þinginu? Eða er Framsóknarflokkurinn kannski farinn að huga að næstu kosningum og farinn að velja mál til að auka vinsældir sínar?
Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.