Engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á haftalosunarhóp

siggihannesar.jpg
Auglýsing

Til skoð­unar er hjá stýrinefnd um losun hafta að stækka fram­kvæmda­hóp sem heyrir undir hana. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um það. Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir að „komi til þess verður það til­kynnt form­lega þegar frá því hefur verið geng­ið“.

Ástæða fyr­ir­spurnar Kjarn­ans var frétta­til­kynn­ing frá MP banka sem send var til fjöl­miðla 9. jan­úar síð­ast­lið­inn. Fyr­ir­sögn hennar var „Fram­kvæmda­stjóri hjá MP banka vinnur að losun fjár­magns­hafta“. Sá sem um ræðir heitir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, og var til­tekið að hann myndi fá tíma­bundið leyfi frá störfum frá 15. jan­ú­ar, sem var síð­asta fimmtu­dag. Í til­kynn­ing­unni sagði að „á meðan á leyfi Sig­urðar stendur mun hann vinna fyrir stjórn­völd að losun fjár­magns­hafta“.

Hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton starfar lögmaðurinn Lee Buchheit, sem leiddi á sínum tíma síðustu Icesave- samninganefndina. Hann hefur stýrt vinnu lögmannsstofunnar fyrir íslenska ríkið. Hjá Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilton starfar lög­mað­ur­inn Lee Buchheit, sem leiddi á sínum tíma síð­ustu Ices­a­ve- samn­inga­nefnd­ina. Hann hefur stýrt vinnu lög­manns­stof­unnar fyrir íslenska rík­ið.

Auglýsing

Frétta­til­kynn­ing MP banka kom í kjöl­far þess að DV hafði birt frétt með fyr­ir­sögn­inni „Sig­urður og Bene­dikt skipa nýjan hafta­hóp“.  Í þeirri frétt sagði að Sig­urður Hann­es­son, sem er einn nán­asti vinur og ráð­gjafi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, og Bene­dikt Gísla­son, sem er þegar í fram­kvæmda­stjórn um losun hafta, yrðu á meðal sér­fræð­inga sem myndu skipa nýjan hóp sem myndi fá það hlut­verk að hrinda í fram­kvæmd til­lögum ráð­gjafa stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta. Á meðal þeirra til­lagna sem til­greindar voru í frétt DV var 35 pró­sent útgöngu­skattur á allar greiðslur til erlendra kröfu­hafa.

Nýr sér­stakur hafta­hópur skip­aðurÍ næsta tölu­blaði af DV, sem kom út 13. jan­ú­ar, sagði að Sig­urður og Bene­dikt yrðu hluti „af sér­stökum hópi stjórn­valda sem hefur yfir­um­sjón með að hrinda í fram­kvæmd til­lögum um losun hafta næstu mán­uð­i“. Sam­kvæmt blað­inu átti hóp­ur­inn að hafa umboð til að eiga sam­ráðs­fundi með full­trúum slita­bú­anna um mögu­legar leiðir við upp­gjör bank­anna. Þeir sem skip­aðir höfðu verið í fram­kvæmda­stjórn um afnám hafta, utan Bene­dikts, áttu „áfram að starfa að afmörk­uðum verk­efnum í tengslum við hafta­vinnu stjórn­valda“. Þeir eru Freyr Her­manns­son, for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Seðla­bank­ans, Eiríkur Svav­ars­son lög­maður og fjár­mála­ráð­gjaf­inn Glenn Kim, sem átti að leiða hóp­inn.

Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar segir að enginn nýr haftahópur hafi verið skipaður þótt til skoðunar sé að stækka hann. Ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­sonar segir að eng­inn nýr hafta­hópur hafi verið skip­aður þótt til skoð­unar sé að stækka hann.

 

Fréttin vakti undrun margra, enda var fram­kvæmda­stjórnin ein­ungis skipuð í júlí 2014 og var fyrst að láta almenni­lega til sín taka í des­em­ber síð­ast­liðn­um. ­Sam­hliða voru ráðnir erlendir ráð­gjafar til að hjálpa til við að stíga skref í átt að losun hafta. Á meðal þeirra sem voru ráðnir  lög­fræði­stofan Cle­ary Gott­lieb Steen & Hamilton. Sá sem kemur fram fyrir hennar hönd í þessum málum er Lee Buchheit, fyrrum samn­inga­maður Íslands í Ices­a­ve-­deil­unni.

Þrátt fyrir allar þessar full­yrð­ingar um skipan nýs hóps sem hefur það stóra hlut­verk að vinna að losun fjár­magns­hafta var ekk­ert að finna um málið á vef stjórn­ar­ráðs Íslands. Raunar fékkst eng­inn ráða­maður til að stað­festa skipan hóps­ins. Eina opin­bera til­kynn­ingin sem tengd­ist skipan hóps­ins var frá MP banka, þar sem til­kynnt var að Sig­urður Hann­es­son myndi fá leyfi til að sinna hafta­verk­efn­um. Það vakti líka athygli að þegar fyrsta frétt um málið birt­ist í DV þann 9. jan­úar var Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, staddur erlendis í fríi. Bjarni leiðir stýri­hóp um losun hafta og þeir hópar sem starfa að því verk­efni heyra undir hans ráðu­neyti.

Eng­inn hópur verið skip­aðurÍ kjöl­far þess­arra frétta sendi Kjarn­inn fyr­ir­spurn á upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sú fyr­ir­spurn  var send 12. jan­ú­ar. Þar var spurt hver hafi skipað umræddan hóp, hvert hlut­verk hans ætti að vera og hvort nýi hóp­ur­inn myndi hafa áhrif á hlut­verk fram­kvæmda­stjórnar um losun hafta og starf þeirra ráð­gjafa sem ráðnir voru í júlí síð­ast­liðn­um?

Svar barst loks í morgun frá upp­lýs­inga­full­trúa fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Þar er þeirri fyr­ir­spurn ekki svarað sér­stak­lega en sagt að „til skoð­unar sé að stækka fram­kvæmda­hóp­inn. Komi til þess verður það til­kynnt form­lega þegar frá því hefur verið geng­ið“.

Því virð­ist eng­inn nýr hafta­hópur hafa verið skip­aður og eng­inn end­an­leg ákvörðun hafa verið tekin um það innan stjórn­sýsl­unn­ar. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur samt ekki séð ástæðu til þess að mót­mæla fréttum DV um málið þar sem full­yrt er að slíkur hópur hafi verið skip­aður og starfs­svið hans afmark­að. Og Sig­urður Hann­es­son virð­ist vera kom­inn í leyfi frá störfum sínum hjá MP banka til að sinna störfum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið vill ekki stað­festa að séu til.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None