Tugþúsundir Breta á bótum víða um Evrópu

h_51726274.jpg
Auglýsing

Atvinnu­lausir Bretar í Evr­ópu fá miklu hærri upp­hæðir í bætur og styrki í öðrum ríkum Evr­ópu­sam­bands­ríkjum en íbúar þess­ara landa fá í bætur í Bret­landi. Þetta kemur í ljós í nýrri rann­sókn breska blaðs­ins Guar­di­an.

Að minnsta kosti 30 þús­und breskir rík­is­borg­arar eru á atvinnu­leys­is­bótum í ýmsum ríkjum ESB.  Þetta eru um 2,5 pró­sent Breta í öðrum ríkjum ESB. Fjöldi atvinnu­lausra Evr­ópu­búa í Bret­landi er um 65 þús­und, sem er svipað hlut­fall af fjölda. Svör bár­ust frá 23 af þeim 27 ríkjum sem um ræð­ir.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar eru þvert á yfir­lýs­ingar breskra stjórn­valda um að fólk í öðrum ESB-­ríkjum flykk­ist til Bret­lands til þess að kom­ast á hærri bæt­ur, að mati Guar­di­an.

Auglýsing

Cameron vill semja um inn­flytj­endurDa­vid Camer­on, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, vill semja um það sem hann kallar umbætur á reglum Evr­ópu­sam­bands­ins um frjálst flæði fólks innan sam­bands­ins. Þetta er meðal þess sem hann vill breyta og semja um upp á nýtt við ESB, en hann seg­ist svo ætla að ber­a að­ild Bret­lands að ESB undir þjóð­ina árið 2017 ef hann verður enn við völd.

Þessum til­raunum hefur víð­ast hvar verið illa tekið í Evr­ópu, enda fjór­frelsið meðal grund­vall­ar­at­riða í Evr­ópu­sam­band­inu.

Það mun koma í hlut Don­ald Tusk að semja við Bret­land fyrir hönd ESB, en hann er fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Pól­lands. Pól­verjar eru stærsti ein­staki hópur útlend­inga sem fær atvinnu­leys­is­bætur í Bret­landi, eða 15 þús­und manns. Ólík­legt er talið að Tusk muni sam­þykkja nokkrar breyt­ingar sem munu koma þessu fólki illa.

Allt önnur mynd inn­flytj­endaSkjáskot af síðu Guardian. Skjá­skot af síðu Guar­di­an.

Gögnin sem Guar­dian hefur tekið saman sýna allt aðra mynd en hefur verið haldið á lofti í Bret­landi, þar sem hávær umræða hefur verið um að fólk frá öðrum ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins komi þangað til að leggj­ast á breska bóta­kerfið og fá hærri bæt­ur. Það er ekki síst sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn UKIP sem hefur haldið þessu á lofti.

Fjórum sinnum fleiri Bretar þiggja bætur í Þýska­landi en öfugt, og fimm sinnum fleiri Bretar þiggja bætur á Írlandi en Írar í Bret­landi.

Bætur víða í Evr­ópu eru þar að auki mun hærri en í Bret­landi. Breti í Frakk­landi fær um það bil þrisvar sinnum meira í atvinnu­leys­is­bætur en Frakki fengi í Bret­landi.

Um þrisvar sinnum fleiri Bretar þiggja bætur í Finn­landi, Sví­þjóð, Dan­mörku, Belg­íu, Lúx­em­borg, Þýska­landi, Aust­ur­ríki, Frakk­landi og Írlandi en rík­is­borg­arar sömu landa gera í Bret­landi.

„Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti Breta í útlöndum rétt eins og aðrir Evr­ópu­búar í Bret­landi er ekki byrði á ríkj­unum sem þeir búa í,“ segir Rox­ana Bar­bu­lescu sér­fræð­ingur í inn­flytj­enda­málum hjá háskól­anum í Sheffi­eld við Guar­di­an.

Mjög fáir Bretar eru aftur á móti á bótum í Aust­ur-­Evr­ópu. Hins vegar leiða tölur Guar­dian einnig í ljós að fjöldi bóta­þega frá þessum ríkjum í Bret­landi er ekki mjög mik­ill. Um þús­und Rúm­enar og 500 Búlgarar fá atvinnu­leys­is­bætur í Bret­landi. Sem fyrr segir er lang stærsti hóp­ur­inn Pól­verjar, en næst á eftir eru tæp­lega 6.700 Slóvakar og svo 6.210 Portú­gal­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None