Engin svör fyrir þá sem ekki geta keypt fasteign

mf131030-mfdx5960.jpg
Auglýsing

Í kvöld­fréttum RÚV í gær kom Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, fram og tal­aði um frum­vörp sín um hús­næð­is­mál. Frum­vörpin eru fjög­ur, tvö voru sam­þykkt út úr rík­is­stjórn í gær og vonir standa til þess hjá ráð­herr­anum að hin tvö verði sam­þykkt í dag. Það má segja að þess­ara frum­varpa hafi verið beðið með eft­ir­vænt­ingu, enda fyrir löngu búið að boða komu þeirra og almennt boða frekari að­gerðir í hús­næð­is­mál­um. Meðal ann­ars hefur verið beðið eftir útspili rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar kemur að hinum víð­tæku kjara­deil­um.

Eitt af því ­sem mikið hefur verið rætt und­an­farin ár eru erf­ið­leikar fólks sem ekki á fast­eign en vill gjarnan kaupa, þar sem leigu­verð hefur hækkað gríð­ar­lega und­an­farin ár og fast­eigna­verð þýtur einnig upp. Þetta er ekki síst ungt fólk, og það er sífellt erf­ið­ara fyrir þennan hóp fólks að eign­ast þá fjár­hæð sem til þarf til að festa kaup á hús­næði.

Eftir tæp­lega tveggja ára setu í ráðu­neyt­in­u ­gat hús­næð­is­mála­ráð­herra þó ekki svarað því almenni­lega hvað ætti að gera fyrir þennan hóp fólks, þótt hún væri algjör­lega á þeirri skoðun að eitt­hvað þyrfti að aðhaf­ast. Svör Eyglóar í gær boða ekki gott fyrir þá sem hafa beðið hennar aðgerða með eft­ir­vænt­ingu, hvort sem um ræðir ein­stak­linga í vanda eða heilu sam­tökin á vinnu­mark­aði sem hafa beðið útspils rík­is­stjórn­ar­innar inn í kjara­deil­urn­ar. En sjáum hvað ger­ist svo í dag...

Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None