Eygló: Staðan á húsnæðismarkaði alls ekki ásættanleg

mf131030-mfdx5960.jpg
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dóttir félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra segir það lyk­il­at­riði þegar kemur að kjara­deilum að bætt verði úr stöð­unni á hús­næð­is­mark­aðn­um. Tvö af fjórum hús­næð­is­frum­vörpum hennar voru sam­þykkt úr rík­is­stjórn­inni í dag og von­ast er til þess að tvö til við­bótar verði sam­þykkt á fundi hennar á morg­un. Þetta kom fram í við­tali við Eygló í kvöld­fréttum RÚV.

Eygló sagði aðspurð að til greina komi að beita skattaí­viln­unum fyrir þá sem vilja kaupa sitt fyrsta hús­næði, eins og í raun er verið að gera með notkun sér­eigna­líf­eyr­is­sparn­aðar í gegnum skulda­nið­ur­færslu­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún sagði einnig koma til greina að aðstoða kaup­endur fyrstu íbúða „með ein­hvers konar stofn­fram­lög­um, sam­bæri­legt og við erum að hugsa um varð­andi leigj­end­ur.“ Það sé mik­il­vægt að koma til móts við þennan hóp fólks.

Hún sagði að á næstu dögum og vikum yrði farið í sam­ræður í tengslum við deilur á vinnu­mark­aði og mik­il­vægt væri að ná sam­eig­in­legri nið­ur­stöðu.

Auglýsing

Hún var þá spurð að því hvort þetta yrði inn­legg rík­is­stjórn­ar­innar í kjara­deild­urn­ar. „Ég held að það hljóti að vera lyk­il­at­riði þegar kemur að því að ná sam­komu­lagi á vinnu­mark­aðnum að við bætum úr stöð­unni á hús­næð­is­mark­aðn­um, hún er alls ekki ásætt­an­leg,“ sagði Eygló að lok­um.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None