Amazon prófar drónaheimsendingar á leynistað í Kanada

h_51668196-1.jpg
Auglýsing

Stór­fyr­ir­tækið Amazon stendur nú í próf­unum á dróna­heim­send­ingum á leyni­legum stað í Kana­da, sam­kvæmt fréttum Guar­dian um málið. Guar­dian fékk fékk að heim­sækja stað­inn þar sem fjöldi starf­manna vinnur nú við próf­an­ir.

Amazon hefur reynt að fá leyf­i í Banda­ríkj­unum til þess að ráð­ast í próf­anir á þjón­ust­unn­i í Was­hington-­ríki, en hingað til hefur verið fátt um svör og fyr­ir­tækið hefur því hafið til­raun­irnar í Kanada í stað­inn. Amazon von­ast til þess að geta sett heim­send­ing­ar­þjón­ustu í gegnum dróna­flug á lagg­irnar fljót­lega, og kallar þjón­ust­una Prime Air.

Fyr­ir­tækið vill bjóða upp á að drónar fljúgi pökkum á áfanga­stað innan við þrjá­tíu mín­útum eftir að pöntun er gerð hjá Amazon á net­inu. Drón­arnir eiga að geta flogið minnst sextán kíló­metra vega­lengd og bera pakka sem eru allt að 2,2 kíló á þyngd. 86 pró­sent allra send­inga Amazon eru undir þess­ari þyngd.

Auglýsing

„Við teljum að þessi nýja tækni bjóði upp á mik­inn ávinn­ing fyrir við­skipta­vini okk­ar, sem við teljum að muni elska þetta, og fyrir sam­fé­lagið í breið­ara sam­heng­i,“ segir Paul Mis­ener, aðstoð­ar­for­stjóri alþjóða­mála hjá Amazon, við Guar­di­an. „Af hverju ættum við að bíða?“

Gur Kimchi, sem er hönn­uður og yfir­maður Prime Air, segir við blaðið að vonir hafi alltaf staðið til þess að hægt yrði að gera próf­anir í Banda­ríkj­un­um, í nágrenni við höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins í Seattle. Þar hafi dróna­flugið hins vegar verið tak­markað við inn­an­hús­flug og nú þurfi að prófa þjón­ust­una utandyra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None