Er tími Trumps liðinn?

Þingkosningarnar í Bandaríkjunum í vikunni fóru ekki eins og á horfðist. Úrslitin þykja bagaleg fyrir Donald Trump, en frambjóðendur sem hann studdi opinberlega náðu margir litlum árangri. Bandarískir íhaldsmenn huga nú að uppgjöri við Trumpismann.

Donald Trump og Melania eiginkona hans á kjörstað í Flórída-ríki.
Donald Trump og Melania eiginkona hans á kjörstað í Flórída-ríki.
Auglýsing

Nýaf­staðnar þing­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum fóru ekki eins og skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda þeirra bentu til. Repúblikan­ar, sem reikn­uðu með því að ná rúmum meiri­hluta í full­trúa­deild þings­ins og jafn­vel meiri­hluta í öld­unga­deild­inni einnig, virð­ast ekki ætla að hafa nema nauman meiri­hluta í full­trúa­deild­inni og senni­leg­ast er að demókratar haldi meiri­hluta sínum í öld­unga­deild­inni.

Í reynd er frammi­staða Repúblikana­flokks­ins sú versta sem stjórn­ar­and­stöðu­flokkur hefur náð í þing­kosn­ingum á miðju kjör­tíma­bili for­seta frá árinu 2002, er vin­sældir George W. Bush í kjöl­far hryðju­verka­árásanna í New York skil­uðu flokki hans góðri nið­ur­stöðu, og demókrötum síðri.

Auglýsing

Nið­ur­staða kosn­ing­anna virð­ist nú ætla að leiða til upp­gjörs innan Repúblikana­flokks­ins, upp­gjörs við Don­ald Trump og þá braut sem hann hefur leitt flokk­inn á. Mörgum þykir ljóst að áherslur hans séu ólík­legar til þess að koma flokknum til valda að nýju.

Mur­doch-veldið lætur Trump heyra það

Fjöl­miðlar í eigu ástr­alska auð­kýf­ings­ins Rupert Mur­doch hafa í vik­unni virst á einu máli um það hverju slæ­leg frammi­staða Repúblikana­flokks­ins sé helst um að kenna: Don­ald Trump.

Mur­doch-veldið er áhrifa­mikið á hægri kant­inum í banda­rísku fjöl­miðlaflór­unni, en Mur­doch á sjón­varps­stöð­ina Fox, auk dag­blað­anna New York Post og Wall Street Journal. Í for­seta­tíð Trumps þóttu miðlar í eigu Mur­dochs fremur hlið­hollir for­set­anum fyrr­ver­andi í rit­stjórn­ar­skrif­um, en nú er heldur betur annað uppi á ten­ingn­um.

Forsíða New York Post á fimmtudag.

Á for­síðu New York Post á fimmtu­dag var Trump teikn­aður upp sem barna­teikni­mynda­fíguran Humpty Dumpty (sem á íslensku hefur verið kall­aður Egg­ert eggja­strák­ur) undir fyr­ir­sögn­inni „Trumpty Dumpty“ og með­fylgj­andi var texti sem gaf í skyn að hann hefði beðið mik­inn ósig­ur. Spurt var hvort hægt yrði að tjasla Repúblikana­flokknum saman á ný.

Í rit­stjórn­arp­istli frá Wall Street Journal var Trump svo kennt um ófarir flokks­ins, og bent á að mýmargir fram­bjóð­endur sem hann studdi í for­vali Repúblikana­flokks­ins náðu ekki kjöri í lyk­il­ríkjum bar­átt­unn­ar. „Trump er stærsti lús­er­inn í Repúblikana­flokkn­um“ var fyr­ir­sögn pistils­ins, og í und­ir­fyr­ir­sögn sagði að nú hefði Trump „flopp­að“ í fernum kosn­ingum í röð, 2018, 2020, í auka­kosn­ing­unum í Georgíu árið 2021 og 2022.

Í grein­inni í Wall Street Journal var auk ann­ars fjallað um stuðn­ing Trump við sjón­varps­lækn­inn Meh­met Oz, sem tap­aði öld­unga­deild­arslagnum í Penn­syl­van­íu-­ríki gegn John Fett­erman fram­bjóð­anda Demókra­ta­flokks­ins. Sú nið­ur­staða þótti sýna fram á að Oz hefði verið arfa­slakur fram­bjóð­andi, enda náði hann ekki að landa sigri þrátt fyrir að hafa þá for­gjöf að mót­fram­bjóð­andi hans varð fyrir því að fá heila­blóð­fall fyrr á árinu, sem hann er enn að jafna sig á.

Í grein Wall Street Journal og víðar hefur svo verið bent á að þrátt fyrir að í ýmsum ríkjum hafi stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing frá Trump dugað til þess að tryggja fram­bjóð­endum sigur í próf­kjörum innan Repúblikana­flokks­ins, hafi þeir fram­bjóð­endur sem Trump veitti yfir­lýstan stuðn­ing ekki náð að höfða til óflokks­bund­inna kjós­enda.

Eitt skýrasta dæmið um það var senni­lega í rík­inu New Hamps­hire. Don Bold­uc, sem Trump hafði stutt í emb­ætti öld­ung­ar­deild­ar­þing­manns, tap­aði þar sann­fær­andi gegn Maggie Hassan, sitj­andi þing­manni demókrata. Á sama tíma náði repúblikan­inn Chris Sun­unu end­ur­kjöri sem rík­is­stjóri í New Hamps­hire með miklum mun – og hann naut ekki stuðn­ings Trumps.

Í Georg­íu-­ríki virð­ist rík­is­stjór­inn Brian Kemp svo hafa notið góðs af því að fjar­lægja sjálfan sig Trump og stefnu hans, en Kemp hefur verið gagn­rýn­inn á for­set­ann fyrr­ver­andi og síend­ur­teknar ásak­anir hans og fylg­is­manna hans um að rangt hafi verið haft við í for­seta­kosn­ing­unum árið 2020.

Auglýsing

Kemp rúll­aði upp rík­is­stjóra­kjör­inu í bar­áttu við demókratann Stacey Abrams en á sama tíma er nær öruggt að grípa þurfi til auka­kosn­inga á milli Herschel Wal­ker, sem Trump studdi til öld­unga­deild­ar­sæt­is­ins í rík­inu, gegn sitj­andi þing­manni Demókra­ta­flokks­ins, Rap­h­ael Warnock.

Valda­bar­áttan hafi skaðað flokk­inn

Flokks­for­ysta Repúblikana­flokks­ins í Michig­an-­ríki, þar sem flokk­ur­inn beið ósigra á nær öllum víg­stöðv­um, hefur þegar hafið upp­gjör á kosn­ing­un­um. Í minn­is­blaði frá fram­kvæmda­stjóra flokks­ins í rík­inu sem sent var út á fimmtu­dag sagði að flokks­for­ystan hefði þurft að takast á við valda­tafl á milli stuðn­ings­manna Trumps og and­stæð­inga hans innan flokks­ins í aðdrag­anda kosn­ing­anna.

Þessi valda­bar­átta hefði skaðað frammi­stöð­una, ekki síst þar sem hún hafi haft áhrif á fram­lög til kosn­inga­bar­átt­unn­ar.

Ýmsir innan Repúblikana­flokks­ins hafa á und­an­förnum dögum gefið í skyn að úrslit kosn­ing­anna sýni að tími Trumps sé lið­inn. Liz Cheney, þing­kona flokks­ins frá Wyom­ing-­ríki og ákafur gagn­rýn­andi Trumps, sem reyndar galt fyrir and­stöðu sína við for­set­ann í próf­kjöri flokks­ins í rík­inu í sum­ar, sagði að úrslit kosn­ing­anna væru sigur fyrir „venju­lega lið­ið“ innan Repúblikana­flokks­ins.

Þrátt fyrir það hefur verið búist við því að Trump til­kynni að hann muni bjóða sig fram til for­seta að nýju strax í kom­andi viku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent