Erfiðir tímar framundan á Grænlandi

000-Was7097865-1.jpg
Auglýsing

Miklir erf­ið­leikar blasa við Græn­lend­ingum en aðeins tveim dögum fyrir kjör­dag var upp­lýst að staða græn­lenska lands­sjóðs­ins er mun verri en áður var vit­að.

Siumut er áfram stærsti flokk­ur­inn á græn­lenska lands­þing­inu eftir þing­kosn­ing­arnar síð­ast­lið­inn föstu­dag. Siumut fékk 34,3 pró­sent atkvæða og ell­efu þing­menn, tap­aði tíu pró­sentu­stigum frá kosn­ing­unum á síð­asta ári. Inuit Atqatigiit flokk­ur­inn fékk 33,2 pró­sent atkvæða og sömu­leiðis ell­efu þing­menn.

Þessi nið­ur­staða þýðir að það kemur í hlut Kim Kiel­sen leið­toga Siumut að reyna myndun nýrrar stjórn­ar. Sextán þing­sæti þarf til að mynda meiri­hluta en þing­menn eru 31. Sam­starf tveggja stærstu flokk­anna er talið fremur ólík­legt og af þeim sökum eru smá­flokk­arnir þrír, sem sam­tals fengu 9 þing­menn, í lyk­il­stöðu. Kim Kiel­sen leið­togi Siumut sagði, þegar úrslitin lágu fyrir að ný lands­stjórn yrði ekki mynduð í einum græn­um, miklu skipti að flokkar á græn­lenska þing­inu næðu sam­komu­lagi sem tryggði gæti fram­tíð lands og þjóð­ar, eins og hann komst að orði og það er ærið við­fangs­efni.

Auglýsing

Kim Kielsen, leiðtogi Siumut, á kjörstað í nýafstöðnum þingkosningum á Grænlandi. Kim Kiel­sen, leið­togi Siumut, á kjör­stað í nýaf­stöðnum þing­kosn­ingum á Græn­land­i.

Spill­ing og hneyksl­is­mál felldu stjórn­inaAleqa Hamm­ond fyrr­ver­andi for­maður Siumut og leið­togi græn­lensku lands­stjórn­ar­innar boð­aði til kosn­ing­anna eftir að stjórn hennar missti meiri­huta sinn á þing­inu í byrjun októ­ber. Það gerð­ist í kjöl­far þess að upp komst að Aleqa Hamm­ond hafði notað opin­bert fé í þágu fjöl­skyldu sinn­ar, meðal ann­ars til ferða­laga. Margir Græn­lend­ingar höfðu bundið miklr vonir við „drottn­ingu græn­lenskra stjórn­mála“ eins og hún var gjarna köll­uð. En skjótt skip­ast veður í lofti og „drottn­ing­in“ valt af stall­inum án þess að hafa komið miklu til leiðar á sinni stuttu valda­tíð.

Fyrir kosn­ing­arnar í mars í fyrra snérist kosn­inga­bar­áttan að miklu leyti um hvort leyfa ætti mikla vinnslu nátt­úru­auð­linda, málma, olíu, gulls og eðal­steina. Hag­vöxtur hefur verið nei­kvæður und­an­farin ár, atvinnu­leysi er mikið (9 – 10 pró­sent) og ferða­mönnum hefur fækkað tals­vert. Hátt fisk­verð hefur bjargað sjáv­ar­út­veg­inum en þar er fram­tíðin óviss. Miklar áskor­anir blöstu því við rík­is­stjórn Alequ Hamm­ond en á þeim skamma tíma sem stjórn hennar sat breytt­ist fátt.

Aleqa Hammond, þáverandi leiðtogi grænlensku landsstjórnarinnar, í sjónvarpsviðtali hjá Sveini H. Guðmarssyni, fréttamanni hjá RÚV í maímánuði síðastliðnum. Aleqa Hamm­ond, þáver­andi leið­togi græn­lensku lands­stjórn­ar­inn­ar, í sjón­varps­við­tali hjá Sveini H. Guð­mars­syni, frétta­manni á RÚV, í maí­mán­uði síð­ast­liðn­um.

Kolsvört skýrsla tveimur dögum fyrir kosn­ingarTveimur dögum fyrir kosn­ingar tók kosn­inga­bar­áttan nýja stefnu þegar græn­lenska efna­hags-og inn­an­rík­is­ráðu­neytið birti skýrslu um stöðu lands­sjóðs­ins en stjórn­ar­and­staðan hafði marg­sinnis kraf­ist þess að skýrslan yrði birt, áður en gengið yrði til kosn­inga. Óhætt er að segja að segja að þar blasi við dekkri mynd en flestum hafði til hugar kom­ið, kolsvört er víst óhætt að segja.

Í fjár­lögum þessa árs var gert ráð fyrir 20,8 millj­óna króna afgangi (432 millj­örðum íslenskra króna) en sam­kvæmt skýrsl­unni verður hins­vegar halli uppá 282 millj­ónir króna (tæp­lega 5.9 millj­arðar íslenskra króna). Græn­lensku fjár­lögin hljóða uppá 6.6. millj­arða króna (137 millj­arða íslenskra króna). Ekki er ofmælt að Græn­lend­ingum hafi brugðið illi­lega við þessar fréttir en Vittus Quj­aukitsoq fjár­mála­ráð­herra í stjórn Alequ Hamm­ond harð­neit­aði að stjórnin hefði reynt að leyna þessum upp­lýs­ingum vegna kosn­ing­anna.

Minni skatt­tekjur og lægri tekjur af mak­ríl­veiði er sagðar skýra þennan mikla mun og enn­fremur hafði rík­is­stjórnin efnt til mik­illa útgjalda til að efla atvinnu í land­inu.

Hvað er til ráða?Danskir fjár­mála­sér­fræð­ingar eru á einu máli um að erf­ið­leik­arnir sem Græn­lend­ingar standi frammi fyrir séu mikl­ir. Ef ekki verði brugð­ist við ástand­inu með mark­vissum aðgerðum blasi algjört hrun við íbúum Græn­lands. Fisk­veiðar eru mik­il­væg­asta tekju­lind lands­ins en ekki er hægt að gera ráð fyrir auknum tekjum af veiðum og vinnslu á næstu árum, að minnsta kosti ekki sem neinu nemi. Þótt græn­lenska ríkið geti ef til vill fengið miklar tekjur af náma-og olíu­vinnslu þegar fram líða stund­ir, er þó langt í að þær tekjur fari að streyma í rík­is­kass­ann.

Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað ítar­lega um ástandið á Græn­landi og sér­fræð­ingar sem þeir hafa rætt við segja ástæðu­laust fyrir Græn­lend­inga að leggja árar í bát þótt á móti blási. Græn­lend­ingar fái árlega all­mikla pen­inga frá Dan­mörku og ESB, ekki sé hægt að búast við hærri fjár­fram­lögum af því tagi á næstu árum.

Sér­fræð­ing­arnir benda á að margir erlendir aðilar séu vafa­lítið til­búnir að leggja fé í atvinnu­upp­bygg­ingu og benda á að mikil þörf sé á nýju íbúð­ar­hús­næði, líka vanti hafn­ir, brýr og vegi. Brýnt sé að stækka flug­völl­inn í Ilulissat, það sé ein af for­sendum þess að efla ferða­manna­straum­inn sem sé mik­il­væg tekju­lind og þar leyn­ist miklir mögu­leik­ar, sem hafi ekki verið nýttir sem skyldi.

Margir til­búnir að aðstoða og þá rís sólin á nýÍ Dan­mörku eru margir öfl­ugir sjóðir og tals­menn nokk­urra þeirra hafa strax tekið vel í hug­myndir um að leggja fé í atvinnu­upp­bygg­ingu á Græn­landi. Stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki hafa á síð­ustu árum sömu­leiðis sýnt Græn­landi mik­inn áhuga, þann áhuga þarf að nýta með skyn­sam­legum hætti segja dönsku sér­fræð­ing­arn­ir. Allt sé þetta á byrj­un­ar­reit en rýnt sé að Græn­lend­ingar leggi „inn­an­sveit­ar­þras“ til hliðar og ein­beiti sér í sam­ein­ingu að þeim brýnu verk­efnum sem við blasi. „Þá mun sólin aftur rísa yfir Græn­landi“ sagði einn dönsku sér­fræð­ing­anna.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None