Erla Hlynsdóttir vann mál gegn Íslandi í þriðja sinn fyrir Mannréttindadómstólnum

Erla-Hlynsdottir7-thumb.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu dæmdi blaða­mann­inum Erlu Hlyns­dóttur í vil í máli gegn íslenska rík­inu og komst að þeirri nið­ur­stöðu að dómur Hæsta­réttar í meið­yrða­máli gegn henni frá árinu 2010 væri brot á man­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Þetta stað­festir Gunnar Ingi Jóhanns­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður sem starfað hefur fyrir Erlu, í sam­tali við Kjarn­ann. Þetta er í þriðja sinn sem dóm­stóll­inn dæmir Erlu í vil í máli sem hún hefur höfðað fyrir honum gegn íslenska rík­inu.

Í mál­inu sem var til umfjöll­unar í morgun var fjallað um dóm Hæsta­réttar Íslands frá árinu 2010 í meið­yrða­máli gegn Erlu vegna fréttar sem hún skrif­aði í DV árið 2007 þar sem full­yrt var að Rúnar Þór Róberts­son væri „kóka­ínsmygl­ari“. Fréttin fjall­aði um saka­mál sem höfðað hafði verið gegn Rún­ari Þór vegna inn­flutn­ings á um 3,8 kílóum af kóka­íni sem ætlað var til sölu­dreif­ing­ar. Hann var hins vegar sýkn­aður í hér­aðs­dómi um viku eftir að fréttin birt­ist og sú nið­ur­staða var síðar stað­fest í Hæsta­rétti. Rúnar Þór var í milli­tíð­inni dæmdur í tíu ára fang­elsi fyrir aðild sína að öðru fíkni­efna­smygli, sem oft­ast gengur undir nafn­inu „Pa­peyj­arsmygl­ið“.

Í dómi Hæsta­réttar frá árinu 2010 voru ummælin „kóka­ínsmygl­ar­ar“ og full­yrð­ingin „í þeirri trú að kóka­ínið væri á sínum stað“ dæmd dauð og ómerk. Erlu, og Sig­ur­jóni M. Egils­syni, þáver­andi rit­stjóri DV, var gert að greiða Rúnar Þór 150 þús­und krónur í bætur vegna þessa.

Auglýsing

Erla vildi ekki una þeirri nið­ur­stöðu og vís­aði henni til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem felldi dóm sinn í morg­un.

Þriðja sinn sem Erla fer með mál þessa leiðÞetta er í þriðja sinn sem Erla fer með mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Í júlí 2012 komst dóm­stóll­inn að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 10. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu með því að dæma Erlu fyrir meið­yrði í des­em­ber 2009 fyrir ummæli um eig­anda nekt­ar­dans­stað­ar­ins Strawberries sem hún hafði eftir við­mæl­anda.  Ís­lenskir dóm­stólar gerðu Erlu per­sónu­lega ábyrga fyrir ummælum við­mæl­anda síns og dæmdu hana bóta­skylda. Íslenska rík­inu var gert að greiða Erlu skaða­bæt­ur.

Sama dag komst Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn að sömu nið­ur­stöðu í máli ann­arrar blaða­konu, Bjarkar Eiðs­dótt­ur, sem dæmd hafði verið meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda. Nið­ur­staðan var sú sama utan þess að Björk fékk hærri bæt­ur.

Í októ­ber 2014 kvað Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn upp dóm í öðru máli Erlu gegn íslenska rík­inu. Því var vísað til dóm­stóls­ins eftir að Hæsti­réttur Íslands dæmdi Erlu fyrir meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda í frétt um eig­in­konu Guð­mundar Jóns­son­ar, kenndum við Byrg­ið, sem birt var í DV þann 31. ágúst 2007.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst að þeirri niðu­stöðu að brotið hefði verið gegn 10. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um tján­ing­ar­frelsi og dæmdi íslenska ríkið til að greiða Erlu 1,2 millj­ónir króna vegna máls­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None