Erla Hlynsdóttir vann mál gegn Íslandi í þriðja sinn fyrir Mannréttindadómstólnum

Erla-Hlynsdottir7-thumb.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu dæmdi blaða­mann­inum Erlu Hlyns­dóttur í vil í máli gegn íslenska rík­inu og komst að þeirri nið­ur­stöðu að dómur Hæsta­réttar í meið­yrða­máli gegn henni frá árinu 2010 væri brot á man­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Þetta stað­festir Gunnar Ingi Jóhanns­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður sem starfað hefur fyrir Erlu, í sam­tali við Kjarn­ann. Þetta er í þriðja sinn sem dóm­stóll­inn dæmir Erlu í vil í máli sem hún hefur höfðað fyrir honum gegn íslenska rík­inu.

Í mál­inu sem var til umfjöll­unar í morgun var fjallað um dóm Hæsta­réttar Íslands frá árinu 2010 í meið­yrða­máli gegn Erlu vegna fréttar sem hún skrif­aði í DV árið 2007 þar sem full­yrt var að Rúnar Þór Róberts­son væri „kóka­ínsmygl­ari“. Fréttin fjall­aði um saka­mál sem höfðað hafði verið gegn Rún­ari Þór vegna inn­flutn­ings á um 3,8 kílóum af kóka­íni sem ætlað var til sölu­dreif­ing­ar. Hann var hins vegar sýkn­aður í hér­aðs­dómi um viku eftir að fréttin birt­ist og sú nið­ur­staða var síðar stað­fest í Hæsta­rétti. Rúnar Þór var í milli­tíð­inni dæmdur í tíu ára fang­elsi fyrir aðild sína að öðru fíkni­efna­smygli, sem oft­ast gengur undir nafn­inu „Pa­peyj­arsmygl­ið“.

Í dómi Hæsta­réttar frá árinu 2010 voru ummælin „kóka­ínsmygl­ar­ar“ og full­yrð­ingin „í þeirri trú að kóka­ínið væri á sínum stað“ dæmd dauð og ómerk. Erlu, og Sig­ur­jóni M. Egils­syni, þáver­andi rit­stjóri DV, var gert að greiða Rúnar Þór 150 þús­und krónur í bætur vegna þessa.

Auglýsing

Erla vildi ekki una þeirri nið­ur­stöðu og vís­aði henni til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem felldi dóm sinn í morg­un.

Þriðja sinn sem Erla fer með mál þessa leiðÞetta er í þriðja sinn sem Erla fer með mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Í júlí 2012 komst dóm­stóll­inn að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 10. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu með því að dæma Erlu fyrir meið­yrði í des­em­ber 2009 fyrir ummæli um eig­anda nekt­ar­dans­stað­ar­ins Strawberries sem hún hafði eftir við­mæl­anda.  Ís­lenskir dóm­stólar gerðu Erlu per­sónu­lega ábyrga fyrir ummælum við­mæl­anda síns og dæmdu hana bóta­skylda. Íslenska rík­inu var gert að greiða Erlu skaða­bæt­ur.

Sama dag komst Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn að sömu nið­ur­stöðu í máli ann­arrar blaða­konu, Bjarkar Eiðs­dótt­ur, sem dæmd hafði verið meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda. Nið­ur­staðan var sú sama utan þess að Björk fékk hærri bæt­ur.

Í októ­ber 2014 kvað Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn upp dóm í öðru máli Erlu gegn íslenska rík­inu. Því var vísað til dóm­stóls­ins eftir að Hæsti­réttur Íslands dæmdi Erlu fyrir meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda í frétt um eig­in­konu Guð­mundar Jóns­son­ar, kenndum við Byrg­ið, sem birt var í DV þann 31. ágúst 2007.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst að þeirri niðu­stöðu að brotið hefði verið gegn 10. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um tján­ing­ar­frelsi og dæmdi íslenska ríkið til að greiða Erlu 1,2 millj­ónir króna vegna máls­ins.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None