Erla Hlynsdóttir vann mál gegn Íslandi í þriðja sinn fyrir Mannréttindadómstólnum

Erla-Hlynsdottir7-thumb.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu dæmdi blaða­mann­inum Erlu Hlyns­dóttur í vil í máli gegn íslenska rík­inu og komst að þeirri nið­ur­stöðu að dómur Hæsta­réttar í meið­yrða­máli gegn henni frá árinu 2010 væri brot á man­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Þetta stað­festir Gunnar Ingi Jóhanns­son, hæsta­rétt­ar­lög­maður sem starfað hefur fyrir Erlu, í sam­tali við Kjarn­ann. Þetta er í þriðja sinn sem dóm­stóll­inn dæmir Erlu í vil í máli sem hún hefur höfðað fyrir honum gegn íslenska rík­inu.

Í mál­inu sem var til umfjöll­unar í morgun var fjallað um dóm Hæsta­réttar Íslands frá árinu 2010 í meið­yrða­máli gegn Erlu vegna fréttar sem hún skrif­aði í DV árið 2007 þar sem full­yrt var að Rúnar Þór Róberts­son væri „kóka­ínsmygl­ari“. Fréttin fjall­aði um saka­mál sem höfðað hafði verið gegn Rún­ari Þór vegna inn­flutn­ings á um 3,8 kílóum af kóka­íni sem ætlað var til sölu­dreif­ing­ar. Hann var hins vegar sýkn­aður í hér­aðs­dómi um viku eftir að fréttin birt­ist og sú nið­ur­staða var síðar stað­fest í Hæsta­rétti. Rúnar Þór var í milli­tíð­inni dæmdur í tíu ára fang­elsi fyrir aðild sína að öðru fíkni­efna­smygli, sem oft­ast gengur undir nafn­inu „Pa­peyj­arsmygl­ið“.

Í dómi Hæsta­réttar frá árinu 2010 voru ummælin „kóka­ínsmygl­ar­ar“ og full­yrð­ingin „í þeirri trú að kóka­ínið væri á sínum stað“ dæmd dauð og ómerk. Erlu, og Sig­ur­jóni M. Egils­syni, þáver­andi rit­stjóri DV, var gert að greiða Rúnar Þór 150 þús­und krónur í bætur vegna þessa.

Auglýsing

Erla vildi ekki una þeirri nið­ur­stöðu og vís­aði henni til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu sem felldi dóm sinn í morg­un.

Þriðja sinn sem Erla fer með mál þessa leiðÞetta er í þriðja sinn sem Erla fer með mál fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Í júlí 2012 komst dóm­stóll­inn að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn 10. grein Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu með því að dæma Erlu fyrir meið­yrði í des­em­ber 2009 fyrir ummæli um eig­anda nekt­ar­dans­stað­ar­ins Strawberries sem hún hafði eftir við­mæl­anda.  Ís­lenskir dóm­stólar gerðu Erlu per­sónu­lega ábyrga fyrir ummælum við­mæl­anda síns og dæmdu hana bóta­skylda. Íslenska rík­inu var gert að greiða Erlu skaða­bæt­ur.

Sama dag komst Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn að sömu nið­ur­stöðu í máli ann­arrar blaða­konu, Bjarkar Eiðs­dótt­ur, sem dæmd hafði verið meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda. Nið­ur­staðan var sú sama utan þess að Björk fékk hærri bæt­ur.

Í októ­ber 2014 kvað Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn upp dóm í öðru máli Erlu gegn íslenska rík­inu. Því var vísað til dóm­stóls­ins eftir að Hæsti­réttur Íslands dæmdi Erlu fyrir meið­yrði vegna ummæla sem höfð voru eftir við­mæl­anda í frétt um eig­in­konu Guð­mundar Jóns­son­ar, kenndum við Byrg­ið, sem birt var í DV þann 31. ágúst 2007.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst að þeirri niðu­stöðu að brotið hefði verið gegn 10. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um tján­ing­ar­frelsi og dæmdi íslenska ríkið til að greiða Erlu 1,2 millj­ónir króna vegna máls­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None