Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 42 milljónum - breytingar á eignarhaldi

15667519155-e8b521ebe9-z.jpg
Auglýsing

Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins og mbl.is, tap­aði 42 millj­ónum króna í fyrra. Árið áður skil­aði sam­stæðan sex millj­óna króna hagn­aði. Stór hluti breyt­inga í afkomu er til­kom­inn vegna kostn­aðar við starfs­lok sem gjald­færður var í fyrra. Tekjur Árvak­urs dróg­ust saman á milli ára og voru 3,2 millj­arðar króna. Þá juk­ust rekstr­ar­gjöld, en þau voru um 3,1 millj­arður króna. Hagn­aður fyrir fjár­magnsliði og afskriftir var 103 millj­ónir króna og dróst saman um 60 millj­ónir króna á árinu. Þetta kemur fram í frétt um upp­gjörið í Morg­un­blað­inu í dag. Árs­reikn­ingi Árvak­urs hefur hins vegar ekki verið skilað til árs­reikn­inga­skrá­ar.

Í frétt­inni segir einnig að breyt­ingar hafi orðið á eign­ar­haldi Þórs­merk­ur, aðal­eig­anda Árvak­urs á aðal­fundi sem hald­inn var á dög­un­um. Legalis sf., félag sem Sig­ur­björn Magn­ús­son veitir for­stöðu, hafi keypt hluti Ósk­ars Magn­ús­son­ar, fyrrum útgef­anda Árvak­urs og félags hans. Sig­ur­björn var kjörin til áfram­hald­andi setu í stjórn Árvak­urs ásamt Ásdísi Höllu Braga­dóttur og Bjarna Þórði Bjarna­syni. Auk þess voru Katrín Pét­urs­dóttir og Frið­björn Orri Ket­ils­son kosin ný inn í stjórn. Frið­björn Orri var árum saman rit­stjóri og ábyrgð­ar­maður umdeilds vefs sem hét amx.­is. Vef­ur­inn hætti starf­semi 1. októ­ber 2013.

Breyt­ingar á eign­ar­haldi Þórs­merkur hafa ekki verið til­kynntar til Fjöl­miðla­nefnd­ar. Þar eru eign­ar­hlutir Ósk­ars og félags hans sagðir vera sam­an­lagt 12,37 pró­sent.

Auglýsing

Eign­ar­hald Árvak­urs sam­kvæmt upp­lýs­ingum á síðu nefnd­ar­inn­ar:

Óskar Magn­ús­son, 0,08 pró­sent

Rammi hf., for­sv.­maður Ólafur Mart­eins­son, 6,14 pró­sent

Laug­ar­holt ehf., for­sv.­maður Þor­geir Bald­urs­son, 0,08 pró­sent

Krossa­nes ehf., for­sv.m. Þor­steinn Már Bald­vins­son, 18,43 pró­sent

Páll Hreinn Páls­son, 2,05 pró­sent

Hlynur A ehf., for­sv.­maður Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, 16,38 pró­sent

Ára­mót ehf., for­sv.­maður Óskar Magn­ús­son, 12,29 pró­sent

Brekku­hvarf ehf., for­sv.m. Ásgeir Bolli Krist­in­son, 2,05 pró­sent

Legalis sf., for­sv.­maður Sig­ur­björn Magn­ús­son, 1,97 pró­sent

Kaupf. Skag­firð­inga, for­sv.m. Sig­ur­jón Rafns­son, 9,01 pró­sent

Fjár­f.­fé­lagið GIGAS ehf. for­sv.m. Hall­dór Krist­jáns­son, 4,10 pró­sent

Skolla­borg ehf., for­sv.m. Einar Valur Krist­jáns­son, 1,72 pró­sent

Fari ehf., for­sv.­maður Jón Pálma­son, 2,05 pró­sent

Síld­ar­vinnslan hf., for­sv.­maður Gunn­þór Ingva­son 6,14 pró­sent

Þingey ehf., for­sv.­maður Aðal­steinn Ing­ólfs­son 4,10%

Ís­fé­lag Vest­manna­eyja hf., for­sv.­maður Stefán Frið­riks­son 13,43 pró­sent

Miklar afskriftir frá hruniEftir banka­hrunið var fjár­hags­staða Árvak­urs afleit og félagið nær algjör­lega upp á náð og mis­kunn Íslands­banka kom­ið. ­Út­gáfu­fé­lagið var rekið með 570 millj­óna króna halla á árinu 2008. Áætl­anir sem unnið var eftir höfðu gert ráð fyrir 340 millj­óna króna hagn­aði og því var raun­veru­leik­inn 910 millj­ónum krónum verri en upp­haf­legt plan. Auk þess skuld­aði félagið 4,4 millj­arða króna.

Þann 26. febr­úar 2009 var til­kynnt að hópur undir for­ystu Ósk­ars Magn­ús­son­ar, sem hafði stofnað félagið Þórs­mörk ehf. utan um til­boð­ið, myndi eign­ast Árvakur með yfir­töku skulda og nýju hluta­fé. Auk Ósk­ars til­heyrðu Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, Gísli Baldur Garð­ars­son, Gunnar B. Dungal, Pétur H. Páls­son, Þor­geir Bald­urs­son í Odda og útgerð­ar­kong­ur­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son hópn­um. Aug­ljós sjáv­ar­út­vegskeimur var af félag­inu og margir eig­endur þess höfðu náin tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þessi hópur hefur síðan tekið nokkrum breyt­ing­um, líkt og sést á upp­taln­ingu eig­enda hér að ofan.

Hinir nýju eig­endur höfðu fengið væn­lega skuld­ar­nið­ur­fell­ingu þegar þeir tóku við Árvakri. Alls voru skuld­irnar lækk­aðar um 3,5 millj­arða króna. Þrátt fyrir þessa miklu nið­ur­fell­ingu gekk rekst­ur­inn illa og rekstr­ar­tap Árvak­urs var 667 millj­ónir króna á árinu 2009. Árið eftir tap­aði það 330 millj­ónum króna alls og á árinu 2011 nam tapið 205 millj­ónum króna. Tapið var skap­legra árið 2012, eða 47 millj­ónir króna. Nýir eig­endur hafa sett mikið fé í rekst­ur­inn til að mæta þessu mikla tapi.

Það hefur ekki dugað til og skuldir Árvak­urs voru lækk­aðar um tæpan millj­arð króna í við­bót í lok árs 2011. Í árs­reikn­ingi félags­ins fyrir það ár kom fram að lækk­unin hefði verið hluti af fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu þess. Árvakur er því eitt fárra fyr­ir­tækja sem hefur farið tví­vegis í gegnum þvotta­vél­ina frá banka­hruni.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None