Erlendir ferðamenn eyddu 40 prósent meira en í fyrra

14356992780_a7a5d66d85_z.jpg
Auglýsing

Erlendir ferða­menn greiddu með greiðslu­kortum sínum 9,3 millj­arða króna í apríl sem er 39,4 pró­sent hærri upp­hæð en í sama mán­uði í fyrra. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar.

Líkt og und­an­farna mán­uði var hæsti útgjalda­lið­ur­inn greiðslur til inn­lendra ferða­skipu­leggj­enda vegna ferða um land­ið. Fyrir slíkar ferðir greiddu ferða­menn 2,5 millj­arða króna í mán­uð­inum sem er 113 pró­sent hærri upp­hæð en í apríl í fyrra. Þá jókst erlend korta­velta vegna gist­ingar um 37 pró­sent á milli ára. Erlend korta­velta í íslenskum versl­unum nam 1,2 millj­arði króna í apríl sem er 14 pró­sent vöxtur frá sama mán­uði í fyrra. Mestur vöxtur erlendrar korta­veltu í versl­unum var í gjafa- og minja­gripa­versl­un­um, eða sem nam 43 pró­sent­um, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

„At­hygli vekur að í apríl var 15,3 pró­sent hærri greiðslu­korta­velta á hvern erlendan ferða­mann sem kom til lands­ins heldur en í apríl fyrir ári síð­an, ef miðað er við fjölda ferða­manna sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu í Leifs­stöð. Sviss­lend­ingar og Rússar eru þeir sem eyða mestu á hvern ein­stak­ling þegar borin eru saman þjóð­erni ferða­manna,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

1,1 millj­arður í bíla­leigur og bensínAt­hygl­is­vert er að greina ferða­máta erlendra gesta inn­an­lands þegar höfð er til hlið­sjónar velta greiðslu­korta eftir útgjalda­lið­um. Sam­kvæmt útgjalda­tölum virð­ast þeir ferða­menn sem ferð­ast á eigin vegum helst kjósa að ferð­ast í bíla­leigu­bíl­um. Næst hæstum upp­hæðum er varið í flug, í þriðja sæti eru rútu­ferðir og að lokum ferju­sigl­ing­ar.

Hæsta upp­hæðin vegna ferða­laga inn­an­lands í apríl var vegna leigu á bíla­leigu­bílum eða 863 millj. kr. Erlend korta­velta vegna elds­neytis­kaupa, sem ætla má að sé aðal­lega vegna akstur bíla­leigu­bíla, var 281 millj. kr. Sam­tals nam þessi upp­hæð því lið­lega 1,1 millj­arði króna í mán­uð­in­um.

Útlend­ingar greiddu með kortum sínum vegna flug­ferða hér á landi í apríl 272 millj. kr. Þá greiddu þeir 75 millj. kr. fyrir ferðir með hóp­ferða­bílum og 9 millj. kr. vegna ferju­sigl­inga. Hér eru almennt ekki með­taldar greiðslur vegna skipu­legra skoð­un­ar­ferða sem farnar eru með far­ar­stjórum eða svo­kall­aðar pakka­ferð­ir.

Sam­an­lögð korta­velta erlendra ferða­manna fyrstu fjóra mán­uði þessa árs var 38 pró­sent meiri en sömu fjóra mán­uði í fyrra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None