Erlendir ferðamenn eyddu 40 prósent meira en í fyrra

14356992780_a7a5d66d85_z.jpg
Auglýsing

Erlendir ferða­menn greiddu með greiðslu­kortum sínum 9,3 millj­arða króna í apríl sem er 39,4 pró­sent hærri upp­hæð en í sama mán­uði í fyrra. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar.

Líkt og und­an­farna mán­uði var hæsti útgjalda­lið­ur­inn greiðslur til inn­lendra ferða­skipu­leggj­enda vegna ferða um land­ið. Fyrir slíkar ferðir greiddu ferða­menn 2,5 millj­arða króna í mán­uð­inum sem er 113 pró­sent hærri upp­hæð en í apríl í fyrra. Þá jókst erlend korta­velta vegna gist­ingar um 37 pró­sent á milli ára. Erlend korta­velta í íslenskum versl­unum nam 1,2 millj­arði króna í apríl sem er 14 pró­sent vöxtur frá sama mán­uði í fyrra. Mestur vöxtur erlendrar korta­veltu í versl­unum var í gjafa- og minja­gripa­versl­un­um, eða sem nam 43 pró­sent­um, að því er segir í til­kynn­ing­unni.

„At­hygli vekur að í apríl var 15,3 pró­sent hærri greiðslu­korta­velta á hvern erlendan ferða­mann sem kom til lands­ins heldur en í apríl fyrir ári síð­an, ef miðað er við fjölda ferða­manna sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu í Leifs­stöð. Sviss­lend­ingar og Rússar eru þeir sem eyða mestu á hvern ein­stak­ling þegar borin eru saman þjóð­erni ferða­manna,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

1,1 millj­arður í bíla­leigur og bensínAt­hygl­is­vert er að greina ferða­máta erlendra gesta inn­an­lands þegar höfð er til hlið­sjónar velta greiðslu­korta eftir útgjalda­lið­um. Sam­kvæmt útgjalda­tölum virð­ast þeir ferða­menn sem ferð­ast á eigin vegum helst kjósa að ferð­ast í bíla­leigu­bíl­um. Næst hæstum upp­hæðum er varið í flug, í þriðja sæti eru rútu­ferðir og að lokum ferju­sigl­ing­ar.

Hæsta upp­hæðin vegna ferða­laga inn­an­lands í apríl var vegna leigu á bíla­leigu­bílum eða 863 millj. kr. Erlend korta­velta vegna elds­neytis­kaupa, sem ætla má að sé aðal­lega vegna akstur bíla­leigu­bíla, var 281 millj. kr. Sam­tals nam þessi upp­hæð því lið­lega 1,1 millj­arði króna í mán­uð­in­um.

Útlend­ingar greiddu með kortum sínum vegna flug­ferða hér á landi í apríl 272 millj. kr. Þá greiddu þeir 75 millj. kr. fyrir ferðir með hóp­ferða­bílum og 9 millj. kr. vegna ferju­sigl­inga. Hér eru almennt ekki með­taldar greiðslur vegna skipu­legra skoð­un­ar­ferða sem farnar eru með far­ar­stjórum eða svo­kall­aðar pakka­ferð­ir.

Sam­an­lögð korta­velta erlendra ferða­manna fyrstu fjóra mán­uði þessa árs var 38 pró­sent meiri en sömu fjóra mán­uði í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None