Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51934766-1.jpg
Auglýsing

Fjöl­mið­ill­inn Business Insider tekur reglu­lega saman lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag, að þeirra mati. Að minnsta kosti er ágætt að líta aðeins út fyrir Ísland og sjá hvað er að eiga sér stað ann­ars stað­ar. Hér er því listi dags­ins í dag.  1. Íslamska ríkið réð­ist inn í sýr­lensku borg­ina Pal­myra í gær, en í borg­inni eru merki­legar forn­minj­ar.


  2. Fimm stærstu bankar í heimi munu greiða tæp­lega 770 millj­arða íslenskra króna í sekt­ar­greiðslur vegna aðilda að fjár­mála­hneyksli, þegar þeir mis­not­uðu milli­banka­vexti á gjald­eyr­is­mark­aði.


  3. Banda­ríkja­menn hafa sent þús­und eld­flaugar til íraska hers­ins til að hjálpa þeim að berj­ast við her­menn Íslamska rík­is­ins til að ná aftur völdum í Ramadi.


  4. Bresk stjórn­völd greindu frá því í gær að fjöld­i frægð­ar­fólks og stjórn­mála­manna séu meðal 1.400 grun­aðra um aðild að stór­felldri kyn­ferð­is­legri mis­notkun á börn­um.


  5. Banda­ríska leyni­þjón­ustan opin­ber­aði í vik­unni ýmis skjöl og hluti sem fund­ust í híbýlum Osama bin Laden í Pakist­an. Meðal þess voru tölvu­leikir og kennslu­bækur í ensku.


  6. Allt að 568 þús­und lítrar af olíu gætu hafa lekið í sjó­inn við Kali­forníu eftir að rör brustu. Rík­is­stjór­inn í Kali­forníu hefur lýst yfir neyð­ar­á­standi vegna þess.


  7. Frakkar segj­ast hafa drepið tvo hátt­setta menn í Al-Kaída hryðju­verka­sam­tök­unum í norð­vestur Afr­íku.


  8. Petro Poros­hen­ko, for­seti Úkra­ínu, sagði við BBC að Úkra­ína ætti í raun­veru­legu stríði við Rússa. Tveir rúss­neskir sér­sveit­ar­menn sem voru teknir höndum í Úkra­ínu á dög­unum eru nýjasta sönnun þess, að hans sögn.


  9. Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Suð­ur­-Kóreu hafa stað­fest tvö til­felli af MERS, önd­un­ar­færa­sjúk­dómi sem er kenndur við Mið­aust­ur­lönd, en segja ekki hættu á að sjúk­dóm­ur­inn breið­ist frekar út.


  10. Loft­púða­fram­leið­and­inn Takata í Japan ætlar að fram­leiða eina milljón loft­púða og skipta út fyrir gall­aða. 34 millj­ónir bíla þurfti að inn­kalla vegna galla.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None