Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

h_51934766-1.jpg
Auglýsing

Fjöl­mið­ill­inn Business Insider tekur reglu­lega saman lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag, að þeirra mati. Að minnsta kosti er ágætt að líta aðeins út fyrir Ísland og sjá hvað er að eiga sér stað ann­ars stað­ar. Hér er því listi dags­ins í dag.  1. Íslamska ríkið réð­ist inn í sýr­lensku borg­ina Pal­myra í gær, en í borg­inni eru merki­legar forn­minj­ar.


  2. Fimm stærstu bankar í heimi munu greiða tæp­lega 770 millj­arða íslenskra króna í sekt­ar­greiðslur vegna aðilda að fjár­mála­hneyksli, þegar þeir mis­not­uðu milli­banka­vexti á gjald­eyr­is­mark­aði.


  3. Banda­ríkja­menn hafa sent þús­und eld­flaugar til íraska hers­ins til að hjálpa þeim að berj­ast við her­menn Íslamska rík­is­ins til að ná aftur völdum í Ramadi.


  4. Bresk stjórn­völd greindu frá því í gær að fjöld­i frægð­ar­fólks og stjórn­mála­manna séu meðal 1.400 grun­aðra um aðild að stór­felldri kyn­ferð­is­legri mis­notkun á börn­um.


  5. Banda­ríska leyni­þjón­ustan opin­ber­aði í vik­unni ýmis skjöl og hluti sem fund­ust í híbýlum Osama bin Laden í Pakist­an. Meðal þess voru tölvu­leikir og kennslu­bækur í ensku.


  6. Allt að 568 þús­und lítrar af olíu gætu hafa lekið í sjó­inn við Kali­forníu eftir að rör brustu. Rík­is­stjór­inn í Kali­forníu hefur lýst yfir neyð­ar­á­standi vegna þess.


  7. Frakkar segj­ast hafa drepið tvo hátt­setta menn í Al-Kaída hryðju­verka­sam­tök­unum í norð­vestur Afr­íku.


  8. Petro Poros­hen­ko, for­seti Úkra­ínu, sagði við BBC að Úkra­ína ætti í raun­veru­legu stríði við Rússa. Tveir rúss­neskir sér­sveit­ar­menn sem voru teknir höndum í Úkra­ínu á dög­unum eru nýjasta sönnun þess, að hans sögn.


  9. Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Suð­ur­-Kóreu hafa stað­fest tvö til­felli af MERS, önd­un­ar­færa­sjúk­dómi sem er kenndur við Mið­aust­ur­lönd, en segja ekki hættu á að sjúk­dóm­ur­inn breið­ist frekar út.


  10. Loft­púða­fram­leið­and­inn Takata í Japan ætlar að fram­leiða eina milljón loft­púða og skipta út fyrir gall­aða. 34 millj­ónir bíla þurfti að inn­kalla vegna galla.


Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None