Þúsundir evrópskra bænda eru samankomnir á mótmælum í Brussel, höfuðborg Belgíu, sem haldin eru samhliða fundi landbúnaðarráðherra Evrópusambandsríkja. Á fundinum munu ráðherrar sambandsríkjanna ræða mögulegar stuðningsaðgerðir til bænda vegna lækkandi verðs á kjöt- og mjólkurafurðum. Búist er við að framvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi í kjölfarið fram áætlun um stuðningsaðgerðir.
Boðuð mótmæli bænda nærri höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel hófust á hádegi en skömmu áður höfðu bændur lamað samgöngur að hluta í borginni. Traktorum í hundruða tali var þá lagt í helstu götur nærri Evrópuþinginu. Lögreglan í borginni hóf undirbúning vegna mótmælanna strax í morgun og kom fyrir vegatálmum auk þess sem lögreglusveitir eru margar vígbúnar. Samkvæmt frétt BBC eru um sex þúsund evrópskir bændur mættir til mótmælanna í Brussel.
Hér að neðan má sjá myndir af mótmælunum, meðal annars þær sem blaðamaður Kjarnans tók við upphaf þeirra í dag.
#FarmersProtest in #Brussels against falling prices, policies. #EU pic.twitter.com/L7VNDCJDgN
— Tesa Arcilla (@TesaArcilla) September 7, 2015
Just ran into these #Brussels riot police carrying gas masks. That can't be good. #FarmersProtest pic.twitter.com/DUvTjH6XFE
— Peter Spiegel (@SpiegelPeter) September 7, 2015