Kvikmyndafyrirtækið Sögn ehf., í eigu Baltasar Kormáks, hefur fengið 500 þúsund evrum, um 75 milljónum króna úthlutað úr Creative-Europe MEDIA, menningar- og kvikmyndaáætlun Evrópusambandsins, vegna sjónvarpsþáttarraðarinnar Ófærð (e. Trapped) sem nú er í framleiðslu. Verkefnið er einings eitt fimm verkefna sem fékk styrk að þessari upphæð í ár. Styrkurinn sem Sögn ehf. fékk er langstærsti styrkur sem íslenskt verkefni hefur fengið úr áætluninni frá því að hún var stofnsett árið 1992.
Þá fékk íslenska fyrirtækið TV Compass úthlutað 46.920 evrum, um sjö milljónum króna, vegna kvikmyndarinnar Yarn the Movie.
https://www.youtube.com/watch?v=5J1CbVC1-NI
Íslensku verkefnin tvö fengu því um 82 milljónir króna af þeim 700 milljónum króna sem var úthlutað, eða um tólf prósent af heildarúthlutuninni. Í fréttatilkynningu frá RANNÍS vegna þessa segir að það fáheyrður árangur eins land, þrátt fyrir höfðatölu.
Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð hefur verið seld um víða veröld. Um er að ræða íslenska glæpaþáttaseríu sem gerist á Seyðisfirði. Aðahlutverk í þáttunum leika Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson og Bjarne Henriksen. Þættirnir verða meðal annars sýndir á RÚV, BBC og á öllum ríkissjónvarpsstöðvum Norðurlandanna.. Þeir eru dýrasta sjónvarpsefni sem nokkru sinni hefur verið framleitt á Íslandi.