Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa samþykkt áætlun Grikkja um aðhaldsaðgerðir, sem Grikkir sendu frá sér seint í gærkvöldi. Þetta var gert eftir um klukkustundarlangan símafund eftir hádegið í dag þar sem farið var yfir tillögurnar.
Evruhópurinn svokallaði vill þó sjá nánari útfærslu á tillögum Grikkja, sem fela meðal annars í sér hert eftirlit með skattsvikum og spillingu. Þá er líklegt að tilkynnt verði um einhverjar breytingar á áætlunum Grikkja í samráði við hin ríkin.
Grikkir eru því komnir yfir tvær hindranir í vegi fyrir fjármögnun til að koma í veg fyrir gjaldþrot. Þeim tókst að koma saman aðhaldstillögum á réttum tíma og tókst að fá þær samþykktar hjá hinum evruríkjunum.
Næsta skref til að samkomulagið verði endanlega að veruleika er að þjóðþing allra evruríkjanna samþykki samkomulagið.
Þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lýst yfir efasemdum um tillögurnar, eins og sjá má á bréfi Christine Lagarde, framkvæmdastjóra AGS, hér að neðan.
The @IMF has reservations about the Greek reforms list. Here's the full letter from @lagarde to @J_Dijsselbloem pic.twitter.com/YUz5WAW2Fx
— Ed Conway (@EdConwaySky) February 24, 2015
Þessi frétt er í vinnslu.