tetris4.jpg
Auglýsing

Þegar hag­fræði­pró­fess­or­inn Robert Ali­ber, sem er sér­fræð­ingur í efna­hags­bólum, kom til Íslands í maí 2008 spáði hann falli íslenska banka­­kerf­is­ins. Hann ein­fald­lega taldi alla bygg­inga­kran­ana og komst að þeirri nið­ur­stöðu að kerfið væri dauð­dæmt. Ali­ber kom aftur til Íslands í októ­ber 2013. Þá taldi hann sjö bygg­inga­krana og komst að þeirri nið­ur­stöðu að það tákn­aði heil­brigt hag­kerfi. Síðan þá hefur bygg­inga­krön­unum fjölgað veru­lega. Og útlit er fyrir að þeim muni fjölga enn meira á allra næstu miss­er­um.Það lítur margt mjög vel út í íslensku hag­kerfi um þessar mund­ir. Hag­vöxtur er að mæl­ast hár og spár gera ráð fyrir að hann muni ekki gera neitt annað en vaxa á allra næstu árum.

Verð­bólga er sömu­leiðis lág og atvinnu­leysi á und­an­hald­i. Það er ýmis­legt sem skapar þetta ástand. Á síð­ustu árum var auk­inn útflutn­ingur á vörum og þjón­ustu, sér­stak­lega ferða­þjón­ustu og sjáv­ar­fangi, meg­in­or­sök hag­vaxt­ar. Fras­inn um að túristar og mak­ríll hafi bjargað Íslandi frá enn stærri skelli er ekki fjarri sann­leik­an­um. Þá hefur hjálpað til að ríkið hefur hvatt þegna sína til að eyða meiru, meðal ann­ars með því að leysa út sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn. Skulda­til­tektir af ýmsum toga hafa hjálpað til þar líka. Sterkt gengi krón­unnar hefur auk þess haldið verð­bólgu niðri.

bordi_2014_06_12

Auglýsing

Svika­logn í þenslu­á­standi



Nú er hins vegar að skap­ast hér þenslu­á­stand. Íslend­ingar þekkja það ágæt­lega, enda ekk­ert svo langt síðan við gengum í gegnum nokkuð langt þenslu­tíma­bil sem hófst árið 2002 og lauk með for­dæma­lausu efna­hags­hruni haustið 2008. Á því tíma­bili jókst fjár­fest­ing gíf­ur­lega, aðal­lega vegna þess að ódýrir útlenskir pen­ingar flæddu inn í íslensku bankana, sem lán­uðu þá aftur út til alls kyns mis­gáfu­legra verk­efna.

Ríkið hefði átt að halda að sér höndum á slíkum tímum og reyna að kæla hag­kerf­ið. Í stað þess var það ofhitað með því að ráð­ast í að byggja Kára­hnjúka­virkj­un, stærstu fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar. Afleið­ing­arnar þess ferða­lags þekkja all­ir. Hærri verð­bólga, ójafn­vægi í hag­kerf­inu, minnk­andi við­skipta­jöfn­uð­ur, hærri vextir og sparn­aður hverf­ur.

Það er því ekki að ástæðu­lausu að þeim fjölgar dag frá degi, aðsendu grein­unum í dag­blöð­unum frá sér­fræð­ingum sem vara við því að illa geti far­ið. Það er svika­logn í loft­inu og nauð­syn­legt að halda mjög vel á spöð­unum ef þetta góð­ær­is­ferða­lag á ekki að enda með sam­bæri­legum skelli og það síð­asta.

Skipt um gír



Á síð­ustu örfáu mán­uðum virð­ist hag­kerfið hafa skipt all­hressi­lega um gír. Gríð­ar­leg aukn­ing í ásókn ferða­manna hingað til lands – þeir voru um 780 þús­und í fyrra, hefur leitt til þess að fjár­fest­ing í þeim geira er komin á fleygi­ferð. Í bygg­ingu eru nokkrir tugir hót­ela með vel á annað þús­und her­bergi. Bara í Reykja­vík munu verða byggð 1.200 hót­el­bergi á næstu þremur árum sem kosta um 30 millj­arða króna.

Í kynn­ingu sem Dagur B. Egg­erts­son, verð­andi borg­ar­stjóri, hélt fyrir borg­ar­ráð í byrjun mars kom fram að á árinu 2013 hefði verið hafin bygg­ing 614 íbúða í höf­uð­borg­inni. Spár gera ráð fyrir að fram­kvæmdir hefj­ist við 4.200 íbúðir til við­bótar á næstu þremur árum og að kostn­aður við þá upp­bygg­ingu fari vel yfir hund­rað millj­arða króna. Þarna er verið að bregð­ast við mik­illi upp­safn­aðri eft­ir­spurn eftir hús­næði, enda var lítið byggt af íbúðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á árunum eftir hrun. Hús­næð­is­verð er sam­hliða á fleygi­ferð upp á við. Ný Hag­sjá Lands­bank­ans spáir að hækkun þess verði níu pró­sent á þessu ári, 7,5 pró­sent á því næsta og sjö pró­sent árið 2016.

Á fyr­ir­tækja­svið­inu er Alvogen byrjað að byggja sér hátækni­setur og þeir tveir af stóru bönk­unum sem náðu ekki að byggja sér stöðu­tákns­höf­uð­stöðvar í síð­asta góð­æri hafa til­kynnt að slíkar séu á döf­inni.

Á sama tíma er verið að stækka Flug­stöð Leifs Eirík­s­­son­ar, grafa tvenn göng fyrir á þriðja tug millj­arða króna og byggja fang­elsi.

Fjórar kís­il­verk­smiðjur að rísa



Sam­hliða öllu þessu hafa fjögur erlend fyr­ir­tæki hug á að byggja kís­il­verk­smiðjur á Íslandi. Tvær þeirra hafa þegar samið um orku og hinar tvær eru með vil­yrði um slíka. Íslenska ríkið hefur liðkað fyrir þessum fram­kvæmdum með því að gera íviln­ana­samn­inga við þrjú fyr­ir­tækj­anna og hið fjórða er von­gott um að fá slíkan mjög fljót­lega. Heild­ar­fjár­fest­ing verk­efn­anna er um 150 millj­arðar króna og fjöldi þeirra sem þurfa að vinna við bygg­ingu verk­smiðj­anna fjög­urra er svip­aður og vann við gerð Kára­hnjúka­virkj­un­ar.

Í tengslum við alla þessa stór­iðju þarf að búa til, og flytja, orku. Lands­virkj­un, Orku­veita Reykja­víkur og Lands­net hafa því öll afráðið að ráð­ast í mjög kostn­að­ar­samar fram­kvæmdir til að anna þeirri eft­ir­spurn. Þær fara fram á sama tíma og allt ofan­greint.

Ofþensla fram undan



Ef allar þessar fram­kvæmdir fara í gang á næstu þremur árum verður ofþensla á Íslandi. Hennar er þegar farið að gæta í verð­bólgu­spám. Þegar tekið er til­lit til þess að við eigum líka eftir að afnema gjald­eyr­is­höft sem falsa raun­virði íslensku krón­unn­ar, og að flestir eru sam­mála um að hún muni lækka í verði við þá aðgerð, er ljóst að ástandið er mjög við­kvæmt og hið opin­bera ætti að halda að sér hönd­unum til að auka ekki á þegar mikla þenslu.

Samt sem áður ætlar Reykja­vík­ur­borg að hafa aðkomu að því að byggja 2.500-3.000 leigu­í­búðir á næstu árum sam­kvæmt kosn­inga­lof­orði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Og íslenska ríkið er undir miklum þrýst­ingi að ráð­ast í bygg­ingu nýs Land­spít­ala sem allra fyrst, en hann mun kosta á bil­inu 50-80 millj­arða króna.

Auk þess var farið í skulda­nið­ur­fell­ingar sem í felst að 80 millj­arðar króna renna til hluta heim­ila lands­ins á næstu árum og þegn­arnir geta eytt sér­eigna­sparn­aði upp að 70 millj­örðum króna í að greiða niður höf­uð­stól hús­næð­is­lána sinna. Þessar aðgerðir auka veð­rými heim­ila mjög, auka einka­neyslu og eru að mati flestra grein­ing­ar­að­ila mjög verð­bólgu­hvetj­andi.

Lestu frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um þenslu­á­standið í heild sinni í nýjasta Kjarn­anum hér.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None