Kröfu lögreglunnar aftur hafnað í lekamálinu

rettur_vef.jpg
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur gert aðra til­raun til þess að fá upp­lýs­ingar um það frá frétta­vefnum mbl.is hver það var sem lét rit­stjórn vefs­ins fá upp­lýs­ingar í formi minn­is­blaðs er vörð­uðu mál hæl­is­leit­and­ans Tony Omos. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur féllst ekki á kröfu lög­regl­unnar um að frétta­stjóri mbl.is, Sunna Ósk Loga­dótt­ir, gæfi upp heim­ild­ar­mann frétta­vefs­ins og upp­lýsti um það hver það hefði verið sem lak upp­lýs­ing­unum til frétta­vefs­ins, en úrskurðað var í mál­inu síð­ast­lið­inn föstu­dag. Sunna Ósk hefur neitað að upp­lýsa um heim­ild­ar­mann frétta­vefs­ins í mál­inu, á þeim grund­velli að standa skuli vörð um vernd heim­ild­ar­manna, og því hefur málið komið til kasta dóm­stóla.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var lokað þing­hald vegna þess­arar kröfu lög­regl­unn­ar. Hæsti­réttur hefur áður fellt dóm á þá leið, 7. maí síð­ast­lið­inn,  að þar sem lög­reglan hefði ekki leitað allra leiða til þess að upp­lýsa mál­ið, meðal ann­ars með skýrslu­tökum yfir æðstu starfs­mönnum inn­an­rík­is­ráðu­neytis Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þá væri ekki hægt að fall­ast á þá kröfu lög­regl­unnar að fá upp­gefið án full­nægj­andi rann­sóknar hver hefði lekið upp­lýs­ing­unum til mbl.­is.

Grunn­á­stæðan fyrir kröfu lög­regl­unnar er sú að upp­lýsa um hvernig per­sónu­upp­lýs­ingar um Tony Omos, sem fram koma í fyrr­nefndu minn­is­blaði, komust í hendur rit­stjórnar mbl.is en leki á upp­lýs­ing­unum úr inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu kann að varða við lög að mati lög­reglu.

Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur nú tekið skýrslur af starfs­mönnum inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, með það fyrir augum að upp­lýsa um hvernig hið óform­lega minn­is­blað kom­st  í hendur rit­stjórnar mbl.­is. Karl Ingi Vil­bergs­son, sviðs­stjóri á ákæru­sviði lög­regl­unn­ar, fer með málið fyrir hennar hönd.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans rök­studdi dóm­ar­inn í mál­inu úrskurð sinn síð­ast­lið­inn föstu­dag með því að ekki stæðu nægi­lega miklir almanna­hags­munir til þess að mbl.is gæfi upp heim­ild­ar­mann sinn þegar kæmi að fyrr­nefndum leka. Ríka almanna­hags­muni þyrfti til þess að aflétta trún­aði milli rit­stjórn­ar og heim­ild­ar­manns og ekki væri að sjá að þeir væru nægi­lega miklir í þessu máli. Úrskurð­ur­inn hefur ekki verið birtur enn en búist er við því að Hæsti­réttur komi með end­an­lega nið­ur­stöðu í þetta álita­mál í næstu viku, þar sem lög­reglan hefur kært nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms til Hæsta­réttar með það fyrir augum að finna svarið við því hver lak upp­lýs­ing­unum um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos til mbl.­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None