Samkvæmt mati fjármálaráðuneytisins, mun húsnæðisbótafrumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, hygla þeim sem hærri tekjur hafa á kostnað þeirra sem minna hafa milli handanna. Niðurgreiðsla í formi húsnæðisbóta verður hærri eftir því sem tekjur eru hærri, að því er greint var frá í fréttum RÚV í gær, og var þar vitnað til greiningar fjármálaráðuneytisins.
Þetta verður að teljast með ólíkindum, og ljóst að Eygló verður að svara fyrir þetta, en hún og ráðuneyti hennar hafa boðað miklar breytingar á húsnæðiskerfinu, alveg frá því að Framsóknarflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn, 2013. Ef rétt er, virðist þetta húsnæðisbótafrumvarp algjörlega á skjön við fyrri yfirlýsingar Eyglóar og jafnframt áherslur um að aðstoða þá sem helst þurfa á því að halda, ekki síst á leigumarkaði.
Með þessum tíðindum, í fréttatíma RÚV, fékkst líka endanlega staðfest hvers vegna ráðherrarnir tveir hafa verið að deila um þetta mál Eyglóar að undanförnu...