Eygló segir eðilegt að lækka framlög, VIRK eigi ekki að safna fé í sjóði

mf131030-mfdx5960.jpg
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, segir að falli VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóður ekki frá þeirri ákvörðun sinni að hafna 200 millj­óna króna fram­lagi rík­is­ins „verði allt kapp lagt á að tryggja fólki þá þjón­ustu sem það þarf hjá VIRK eða eftir öðrum leið­u­m“. Ráð­herr­ann segir að það sé ekki hlut­verk VIRK að safna pen­ingum í sjóði og telur eðli­legt að lækka fram­lög til stofn­un­ar­innar í ljósi þess að hún á vara­sjóð. Eygló ætlar að óska eftir fundi með stjórn VIRK sem fyrst til að halda áfram við­ræðum um lausn á mál­inu. Þetta kemur fram í frétt á vef vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins sem var birt í dag.

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að VIRK muni ekki taka við ein­stak­lingum sem standa utan vinnu­mark­að­ar, eru á örorku­líf­eyri eða skjól­stæð­ingar félags­mála­stof­ana á árinu 2015 að óbreyttu. Þetta til­kynnti stjórn­ar­for­maður VIRK Eygló bréfleiðis á fimmtu­dag í kjöl­far þess að fjár­lög, sem gera ráð fyrir að fram­lag rík­is­ins til VIRK á næsta ári verði 200 millj­ónir króna, voru sam­þykkt. Sam­kvæmt lögum og samn­ingum sem hafa verið und­ir­rit­aðir átti fram­lag rík­is­ins til VIRK Að vera 1,1 millj­arðar króna á næsta ári.

VIRK mun því ekki taka við þeim 200 millj­ónum króna sem sjóðnum er skammtað á fjár­lög­um. Í bréf­inu segir enn­fremur að nú liggi „fyrir að ríkið mun ekki að standa við sam­komu­lagið og því er VIRK nauð­beygt til að til­kynna starfsend­ur­hæf­ing­ar­stöðv­unum um breyttar for­sendur þjón­ustu­kaupa á næsta ári“. Því mun­i ­VIRK „ekki geta tekið ein­stak­linga í þjón­ustu á árinu 2015 sem ekki er greitt iðgjald af í sjóð­inn“.

Auglýsing

Ríkið hefur ekki greitt sitt fram­lagVIRK er eini starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóður lands­ins og sam­kvæmt lögum eiga atvinnu­rek­end­ur, líf­eyr­is­sjóðir og íslenska ríkið að fjár­magna hann. Sjóð­ur­inn er sjálfs­eign­ar­stofnun en ekki opin­ber stofnun og því getur ríkið ekki tekið ein­hliða ákvörðun um nið­ur­skurð hans.

­Sama ár tók VIRK yfir samn­inga vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins við starfsend­ur­hæf­ing­ar­stöðvar um allt land fyrir um 400 millj­ónir króna á ári og hefur því greitt sam­tals 800 millj­ónir króna af útgjöldum á síð­ustu tveimur árum sem ann­ars hefðu lent á ríkinu.

Ríkið hefur ekki greitt sitt fram­lag til VIRK hingað til og í fyrra var gert óform­legt sam­komu­lag um að fresta fram­lagi rík­is­ins um eitt ár gegn því að það kæmi inn árið 2015. Sama ár tók VIRK yfir samn­inga vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins við starfsend­ur­hæf­ing­ar­stöðvar um allt land fyrir um 400 millj­ónir króna á ári og hefur því greitt sam­tals 800 millj­ónir króna af útgjöldum á síð­ustu tveimur árum sem ann­ars hefðu lent á rík­inu.

Þegar fjár­lög voru kynnt í haust var ekki gert ráð fyrir neinu fram­lagi til VIRK á árinu 2015 þrátt fyrir að sú upp­hæð hefði átt að vera 1,1 millj­arður króna og að fram­lag rík­is­ins væri bundið í lög. Í kjöl­far mót­mæla stjórnar VIRK við þessu var ákveðið að fram­lagið yrði 200 millj­ónir króna án þess að sér­stakar skýr­ingar væru settar fram um hvernig sú tala væri fund­in.

Ekki hlut­verk VIRK að safna í sjóð að mati ráð­herraÍ bréfi stjórn­ar­for­manns VIRK til félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, sem var sent síð­ast­ið­inn fimmtu­dag, kemur fram að við­ræður við ráð­herra og emb­ætt­is­menn hafi einkum verið mætt með „óbil­gjörnum kröfum um mik­inn nið­ur­skurð í starf­sem­inni, þrátt fyrir að hún hafi skilað miklum ávinn­ingi til ein­stak­linga, rík­is­sjóðs, líf­eyr­is­sjóða og sam­fé­lags­ins í heild[...]einkum virð­ist sá vara­sjóður sem byggður hefur verið upp með fram­lögum atvinnu­lífs­ins, og nauð­syn­legur er til að mæta óvissri fram­tíð sjóðs­ins, vera þeim þyrnir í aug­um.

Vara­sjóð­inn á að nota ef breyt­ingar verða á starf­semi VIRK og vinda þarf ofan af henni. Þá á vara­sjóð­ur­inn að standa undir kostn­aði við þær breyt­ing­ar.

Í frétt­inni sem birt­ist á vef vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í morgun er haft eftir Eygló Harð­ar­dóttur að það sé „ekki  hlut­verk VIRK að safna í sjóð og Alþingi lagði áherslu á þá afstöðu sína þegar lög um starfsendu­hæf­ing­ar­sjóði voru sam­þykkt. Það er ágrein­ingur um fram­lög þeirra þriggja aðila sem eiga að leggja sjóðnum til fé. Ég tel eðli­legt að lækka fram­lögin þannig að ekki verði óeðli­leg sjóðs­söfn­um, aðhalds verði gætt í rekstr­inum og að allir aðil­arnir þrír greiði jafnt í sjóð­inn.“

Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Eignarhald ríkisins skapar tækifæri
Kjarninn 13. desember 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Vill enginn ódýrari iPhone?
Kjarninn 13. desember 2018
Bréf Icelandair rjúka upp eftir fréttir af samdrætti hjá WOW
WOW air dregur verulega saman rekstur sinn. Afleiðing þess er sú að hlutabréfaverð í stærsta samkeppnisaðila fyrirtækisins hefur hækkað verulega.
Kjarninn 13. desember 2018
Fjöldauppsagnir hjá WOW og flugvélum fækkað
Mörg hundruð manns verður sagt upp í dag hjá WOW air og mun félagið selja fjórar vélar.
Kjarninn 13. desember 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir
Hver er krafa vinnuaflsins?
Kjarninn 13. desember 2018
Primera air
Travelco tapaði fimm milljörðum á falli Primera air
Andri Már Ingólfsson segir tap Travelco nema fimm milljörðum vegna gjaldþrots Primera air. Andri Már segir að Primera Air væri enn í rekstri hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun líkt og staðið hafði til.
Kjarninn 13. desember 2018
Vantrausttillaga gegn May felld í breska þinginu
Skömmu fyrir kosninguna lýsti hún því yfir að hún myndi hætta sem forsætisráðherra í lok kjörtímabilsins.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None