Eygló segir eðilegt að lækka framlög, VIRK eigi ekki að safna fé í sjóði

mf131030-mfdx5960.jpg
Auglýsing

Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, segir að falli VIRK starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóður ekki frá þeirri ákvörðun sinni að hafna 200 millj­óna króna fram­lagi rík­is­ins „verði allt kapp lagt á að tryggja fólki þá þjón­ustu sem það þarf hjá VIRK eða eftir öðrum leið­u­m“. Ráð­herr­ann segir að það sé ekki hlut­verk VIRK að safna pen­ingum í sjóði og telur eðli­legt að lækka fram­lög til stofn­un­ar­innar í ljósi þess að hún á vara­sjóð. Eygló ætlar að óska eftir fundi með stjórn VIRK sem fyrst til að halda áfram við­ræðum um lausn á mál­inu. Þetta kemur fram í frétt á vef vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins sem var birt í dag.

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að VIRK muni ekki taka við ein­stak­lingum sem standa utan vinnu­mark­að­ar, eru á örorku­líf­eyri eða skjól­stæð­ingar félags­mála­stof­ana á árinu 2015 að óbreyttu. Þetta til­kynnti stjórn­ar­for­maður VIRK Eygló bréfleiðis á fimmtu­dag í kjöl­far þess að fjár­lög, sem gera ráð fyrir að fram­lag rík­is­ins til VIRK á næsta ári verði 200 millj­ónir króna, voru sam­þykkt. Sam­kvæmt lögum og samn­ingum sem hafa verið und­ir­rit­aðir átti fram­lag rík­is­ins til VIRK Að vera 1,1 millj­arðar króna á næsta ári.

VIRK mun því ekki taka við þeim 200 millj­ónum króna sem sjóðnum er skammtað á fjár­lög­um. Í bréf­inu segir enn­fremur að nú liggi „fyrir að ríkið mun ekki að standa við sam­komu­lagið og því er VIRK nauð­beygt til að til­kynna starfsend­ur­hæf­ing­ar­stöðv­unum um breyttar for­sendur þjón­ustu­kaupa á næsta ári“. Því mun­i ­VIRK „ekki geta tekið ein­stak­linga í þjón­ustu á árinu 2015 sem ekki er greitt iðgjald af í sjóð­inn“.

Auglýsing

Ríkið hefur ekki greitt sitt fram­lagVIRK er eini starfsend­ur­hæf­ing­ar­sjóður lands­ins og sam­kvæmt lögum eiga atvinnu­rek­end­ur, líf­eyr­is­sjóðir og íslenska ríkið að fjár­magna hann. Sjóð­ur­inn er sjálfs­eign­ar­stofnun en ekki opin­ber stofnun og því getur ríkið ekki tekið ein­hliða ákvörðun um nið­ur­skurð hans.

­Sama ár tók VIRK yfir samn­inga vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins við starfsend­ur­hæf­ing­ar­stöðvar um allt land fyrir um 400 millj­ónir króna á ári og hefur því greitt sam­tals 800 millj­ónir króna af útgjöldum á síð­ustu tveimur árum sem ann­ars hefðu lent á ríkinu.

Ríkið hefur ekki greitt sitt fram­lag til VIRK hingað til og í fyrra var gert óform­legt sam­komu­lag um að fresta fram­lagi rík­is­ins um eitt ár gegn því að það kæmi inn árið 2015. Sama ár tók VIRK yfir samn­inga vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins við starfsend­ur­hæf­ing­ar­stöðvar um allt land fyrir um 400 millj­ónir króna á ári og hefur því greitt sam­tals 800 millj­ónir króna af útgjöldum á síð­ustu tveimur árum sem ann­ars hefðu lent á rík­inu.

Þegar fjár­lög voru kynnt í haust var ekki gert ráð fyrir neinu fram­lagi til VIRK á árinu 2015 þrátt fyrir að sú upp­hæð hefði átt að vera 1,1 millj­arður króna og að fram­lag rík­is­ins væri bundið í lög. Í kjöl­far mót­mæla stjórnar VIRK við þessu var ákveðið að fram­lagið yrði 200 millj­ónir króna án þess að sér­stakar skýr­ingar væru settar fram um hvernig sú tala væri fund­in.

Ekki hlut­verk VIRK að safna í sjóð að mati ráð­herraÍ bréfi stjórn­ar­for­manns VIRK til félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, sem var sent síð­ast­ið­inn fimmtu­dag, kemur fram að við­ræður við ráð­herra og emb­ætt­is­menn hafi einkum verið mætt með „óbil­gjörnum kröfum um mik­inn nið­ur­skurð í starf­sem­inni, þrátt fyrir að hún hafi skilað miklum ávinn­ingi til ein­stak­linga, rík­is­sjóðs, líf­eyr­is­sjóða og sam­fé­lags­ins í heild[...]einkum virð­ist sá vara­sjóður sem byggður hefur verið upp með fram­lögum atvinnu­lífs­ins, og nauð­syn­legur er til að mæta óvissri fram­tíð sjóðs­ins, vera þeim þyrnir í aug­um.

Vara­sjóð­inn á að nota ef breyt­ingar verða á starf­semi VIRK og vinda þarf ofan af henni. Þá á vara­sjóð­ur­inn að standa undir kostn­aði við þær breyt­ing­ar.

Í frétt­inni sem birt­ist á vef vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í morgun er haft eftir Eygló Harð­ar­dóttur að það sé „ekki  hlut­verk VIRK að safna í sjóð og Alþingi lagði áherslu á þá afstöðu sína þegar lög um starfsendu­hæf­ing­ar­sjóði voru sam­þykkt. Það er ágrein­ingur um fram­lög þeirra þriggja aðila sem eiga að leggja sjóðnum til fé. Ég tel eðli­legt að lækka fram­lögin þannig að ekki verði óeðli­leg sjóðs­söfn­um, aðhalds verði gætt í rekstr­inum og að allir aðil­arnir þrír greiði jafnt í sjóð­inn.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None